Tónlist
Ó, borgin litla, Betlehem


81

Ó, borgin litla, Betlehem

Með andakt

1. Ó, borgin litla, Betlehem,

þú bíður í djúpri ró,

í heimi drauma dagsins glaumi

dreifir á þagnarskóg.

Þó lýsir ljósið bjarta,

það ljós er aldrei dvín,

sú von og trú er væntir þú

hún verður loksins þín.

2. Í heim er fæddur frelsarinn

en fögur englahjörð

hjá sveini vakir, vernd einstaka

veitir Kristi’ á jörð.

Ó, flytjið fregn um heiminn

þér fögru himinljós

um dýrð á jörð með Drottins hjörð

og Drottni sigurhrós.

3. Ó, litla barn frá Betlehem,

ég bið þig, kom til mín,

svo megi’ ég finna fögnuð þinn,

þinn friður aldrei dvín.

Nú englar allir syngja

svo ómar geimurinn.

Í kærleik þínum kom til mín,

Ó, Kristur, Drottinn minn.

Texti: Philips Brooks, 1835–1893

Lag: Lewis H. Redner, 1831–1908

Íslensk þýðing: Friðrik Guðni þórleifsson, 1944

Míka 5:2

Lúkasarguðspjall 2:4–16