Ó, minn faðir
  Footnotes

  96

  Ó, minn faðir

  Íhugult

  1. Ó, minn faðir, æ sem ríkir

  í þeim dýrðarsölum há,

  hvenær skal mér endurauðnast

  auglit dýrðar þitt að sjá.

  Í þínum helgu híbýlunum

  hlaut tilveru andi minn.

  Á frumbernsku aldri mínum,

  ég leit maktarkraftinn þinn.

  2. Dýrðar sendiför lést fara,

  faðir mig til jarðar hér,

  frumtilveru’ og fyrri vina

  fallna gleymsku lést þú mér.

  Framandi’ að sé hér í heimi,

  hvíslar eitthvað þrátt mér að,

  og mér segist ég hef reikað

  úr öðrum sælumeiri stað.

  3. Þig að kalla þekkti föður,

  þó hvers vegna vissi’ ei par,

  uns til jarðar endursendir

  anda’ og lykil viskunnar.

  Er það satt að á sé himnum

  ein persóna farsældar?

  Alspekinnar andinn svarar:

  Ó, nei þú átt móður þar.

  4. Þá mín hrörleg hérvist linnir,

  hlaupið skeiðið lífs míns er,

  og fullkomnað ég hef verkið,

  ákvarðað sem hér var mér.

  Ó, minn faðir, ó, mín móðir,

  ykkar fundi veit mér ná,

  svo um eilífð sambúð hljóti,

  sælubústað ykkur hjá.

  Texti: Eliza R. Snow, 1804–1887

  Lag: James McGranahan, 1840–1907

  Íslensk þýðing: Jón þorgeirsson, frá Dalbæ Í Landbroti, fór til Utah Í BandarÍkjunum 1878.

  Rómverjabréfið 8:16–17

  Postulasagan 17:28–29 (22–31)