Upp frá dauðum er hann risinn
  Footnotes

  73

  Upp frá dauðum er hann risinn

  Tignarlega

  1. Upp frá dauðum er hann risinn,

  oss með söng því fagna ber.

  Grafarríkið rofið hefur,

  rödd sú glöð um heiminn fer.

  Kristur dauðans valdið vann,

  veröld leysti’ úr fjötrum hann.

  2. Syngið Drottni sigurljóðin,

  sálma dýrð og helgimál.

  Ekkert skýja skaf á lofti

  skyggir morguns geislabál.

  Ljóminn sem í austri er

  okkur páskateiknið ber.

  3. Upp frá dauðum er hann risinn,

  opnað hefur himins hlið.

  Laus úr synda fanga fjötrum

  fengum vér hans dýrðarsvið.

  Birtan þar oss ber til sín

  björt er páskasólin skín.

  Texti: Cecil Frances Alexander, 1818–1895

  Lag: Joachim Neander, 1650–1680

  Íslensk þýðing: MarÍus Ólafsson, 1891–1983

  Markúsarguðspjall 16:6–7

  Mósía 16:7–9