Tónlist
Auk heilaga helgun
Neðanmálstilvísanir

Hide Footnotes

Þema

39

Auk heilaga helgun

Með bænarhug

1. Auk heilaga helgun,

auk í mér hans mynd.

Auk þolgæði’ í þrautum,

auk sorg yfir synd.

Auk trú á minn Drottin,

auk hugsun um hann,

auk þjónustu þelið,

auk bænarandann.

2. Auk þakklætis andann,

auk trú á minn Krist,

auk dálæti’ á dýrð hans,

auk Guðsorðsins list.

Auk tár af hans trega,

auk sorg af hans kvöl,

auk auðmýkt í raunum,

auk þökk fyr’ leyst böl.

3. Auk hreinleika andans,

auk sigrandi mátt,

auk frelsi frá saurgun,

auk heimlöngun þrátt,

auk himneska hæfni,

auk afköstum mig,

auk heilaga helgun,

auk eining við þig.

Lag og texti: Philip Paul Bliss, 1838–1876

Íslensk þýðing: Jón Hjörleifur Jónsson, 1923

3. Nefí 12:48

3. Nefí 27:27