Hef ég drýgt nokkra dáð?
  Footnotes

  91

  Hef ég drýgt nokkra dáð?

  Létt

  1. Hef ég drýgt nokkra göfuga dáð í dag?

  Hef ég huggað í harmi’ og nauð?

  Hef ég hungraðan satt?

  Hef ég hugdapran glatt?

  Hef ég brugðist að veita brauð?

  Var nokkurri mannveru lífsbyrðin létt,

  það lítið ég fúslega bar?

  Fengu sjúkir og mæddir þá mannlegu stoð,

  var meðhjálp mín tilbúin þar?

  [Chorus]

  Því vakna! Ei dugir að dreyma

  dýrðina’ er enn eigi sást,

  því að góðverk er yndi

  á gleðinnar tindi

  og blessun í umhyggjuást.

  2. Tækifærin sig bjóða á stað og stund

  og þau standa oss rétt við hlið.

  Líða lát þau ei hjá,

  seg ei: „Seinna má sjá.“

  Kom strax til að leggja lið!

  Að starfa og gefa göfgar hvern mann

  og góðverk ber launin í sér.

  Sá einn hjálpar til lífsins, er ljúflega vann,

  Guð lítur öll góðverkin hér.

  [Chorus]

  Því vakna! Ei dugir að dreyma

  dýrðina’ er enn eigi sást,

  því að góðverk er yndi

  á gleðinnar tindi

  og blessun í umhyggjuást.

  Lag og texti: Will L. Thompson, 1847–1909, alt.

  Íslensk þýðing: Jón Hjörleifur Jónsson, 1923

  Jakobsbréfið 1:22, 27

  Alma 9:28