Tónlist
Nú rís í trú
Neðanmálstilvísanir

Hide Footnotes

Þema

100

Nú rís í trú

Rösklega

1. Nú rís í trú, láta óma orð

um æðstan Jesú Krist,

hann sjálfur einn er sonur Guðs,

það sannlegt er og víst,

svo rís með von og lýs um láð

með ljósi sannleikans

að allar þjóðir eru jafnt

í öllu börnin hans.

2. Nú rís með kærleik, boðskap ber

um blessun skyldleikans,

að æ með þeim er unnum vér

um eilífð bindum krans,

svo rís til starfa, rétt fram hönd,

en reikna engin laun,

og Guð svo mun þér gjalda sanna

gleði’ af hverri raun.

3. Nú rís með þrótti, flyttu frétt

um fagnaðar’boðskapinn

og alla von um eilíft líf

í orði Krists nú finn,

svo rís og boða orð hans allt

um ást og gleði’ og frið,

að fyrirheiti’ um frelsi Guðs

svo fagni mannkynið.

Texti: Ruth M. Gardner, f. 1927 © 1985 SDH

Lag: Lyall J. Gardner, f. 1926 © 1985 SDH

Íslensk þýðing: Friðrik Guðni þórleifsson, 1944

Kenning og sáttmálar 42:6

Matteusarguðspjall 24:14