Tónlist
Hóf þín dagsins hugsun fyrsta?
Neðanmálstilvísanir

Hide Footnotes

Þema

47

Hóf þín dagsins hugsun fyrsta?

Íhugult

1. Hóf þín dagsins hugsun fyrsta

hjartans bænarmál?

Baðstu Guð um blessun sína,

baðstu’ í Jesú nafni’ um þína

sigurtrú í sál?

[Chorus]

Ó, hve bænin huggar hrjáða,

hún mun snúa nótt í dag.

Hún, ef finnst þér fátt til ráða,

færir allt í lag.

2. Þegar reiði’ í huga hafðir,

hvað um bænarsvar?

Ef þú miskunn metið hefur,

muntu’ ei sá sem fyrirgefur

þeim sem böl þér bar?

[Chorus]

Ó, hve bænin huggar hrjáða,

hún mun snúa nótt í dag.

Hún, ef finnst þér fátt til ráða,

færir allt í lag.

3. Þegar sár þér veröld veitti,

varstu’ í bænarhug?

Ef þín sál var sorgum hlaðin,

sýndi bæn þér vonarstaðinn,

hugans hærra flug?

[Chorus]

Ó, hve bænin huggar hrjáða,

hún mun snúa nótt í dag.

Hún, ef finnst þér fátt til ráða,

færir allt í lag.

Texti: Mary A. Pepper Kidder, 1820–1905

Lag: William O. Perkins, 1831–1902

Íslensk þýðing: MarÍus Ólafsson, 1891–1983

Sálmarnir 5:3, 12

Markúsarguðspjall 11:24–25