Tónlist
Ó hve dýrðleg er að sjá


84

Ó hve dýrðleg er að sjá

Með lotningu

1. Ó hve dýrðleg er að sjá

alstirnd himins festing blá

þar sem ljósin gullnu glitra

glöðu leika brosa´ og titra

og oss benda upp til sín,

og oss benda upp til sín.

2. Nóttin helga hálfnuð var

huldust nærfellt stjörnurnar

þá frá himinboga að bragði

birti´ af stjörnu´ um jörðu lagði

ljómann hennar sem af sól,

ljómann hennar sem af sól.

3. Þegar stjarna´ á himni hátt

hauður lýsir miðja´ um nátt,

sögðu fornar sagnir víða,

sá mun fæðast meðal lýða,

konunga sem æðstur er,

konunga sem æðstur er.

4. Vitringar úr austurátt

ei því dvöldu´, en fóru brátt

þess hins komna kóngs að leita,

kóngi lotning þeim að veita,

mestur sem að alinn er,

mestur sem að alinn er.

5. Stjarnan skær þeim lýsti leið

leiðin þannig varð þeim greið,

uns þeir sveininn fundu fríða.

Fátæk móðir vafði´ hinn blíða,

helgri’ í sælu að hjarta sér,

helgri’ í sælu að hjarta sér.

6. Stjarna veitt oss einnig er,

og ef henni fylgjum vér,

hennar leiðarljósið bjarta

leiða´ um jarðar húmið svarta

oss mun loks til Lausnarans,

oss mun loks til Lausnarans.

7. Villustig sú aldrei á

undrastjarnan leiðir há,

orðið Guðs hún er hið skæra,

oss er Drottinn virtist færa,

svo hún væri’ oss leiðarljós,

svo hún væri’ oss leiðarljós.

Texti: N. F. S. Grundtvig, 1783–1872

Lag: Danskt

Höfundur Ísl. texta: Stefán Thorarensen, 1831–1892

Matteusarguðspjall 2:1–2

Abraham 3:2