Tónlist
Við leitum þín, Drottinn (Konur)
Neðanmálstilvísanir

Hide Footnotes

Þema

118

Við leitum þín, Drottinn

Konur

Með ákveðni

1. Við leitum þín, Drottinn, í leik og í starfi,

þín leiðsögn er okkur svo ljúf og svo kær.

Við systurnar finnum í sól og í regni,

þú sjálfur ert, Drottinn, í sannleika nær.

2. Við byggjum upp, Drottinn, þinn bústað á jörðu.

Við reisum þann fallna og réttum hann við.

Við gleðjum þann hrygga og græðum þá sárin.

Ó, gæt okkar, Drottinn, og gef okkur frið.

3. Við systurnar finnum sem sól rís að morgni

að sigur þinn, Drottinn, í sjónmáli er.

Ó, gef okkur styrk þinn og gef okkur skilning,

svo getum við unnið og gengið með þér.

Texti: Emily H. Woodmansee, 1836–1906

Lag: Janice Kapp Perry, f. 1938. © 1985 SDH

Íslensk þýðing: Ingólfur Jónsson frá Prestbakka, 1918

Galatabréfið 6:2, 9–10

Kenning og sáttmálar 11:12–14