Tónlist
Lág var Jesú fæðing fyrr
Neðanmálstilvísanir

Hide Footnotes

Þema

70

Lág var Jesú fæðing fyrr

Hátíðlega

1. Lág var Jesú fæðing fyrr,

fer í dýrð til jarðar nú.

Sorg og sút hann þoldi fyrr,

sjá, hann ríkja hér mun nú.

Sjá, hann ríkja hér mun nú.

2. Lítið auðmjúkt lambið fyrr,

ljúfur herrann mestur nú.

Hné á krossi höfuð fyrr,

hans far eru skýin nú.

Hans far eru skýin nú.

3. Sár og dreyra drifinn fyrr,

dýrðarljóma sést í nú.

Hafnaði þér fólk þitt fyrr,

fólksins hátign ertu nú.

Fólksins hátign ertu nú.

4. Settur einn og svikinn fyrr,

sessinn æðstan hefur nú.

Bar með auðmýkt bölið fyrr,

bera framar mun ei nú.

Bera framar mun ei nú.

Texti: Parley P. Pratt, 1807–1857

Lag: Giacomo Meyerbeer, 1791–1864, umsamið

Íslensk þýðing: BryndÍs Karlsdóttir, 1929

Lúkasarguðspjall 2:7

Matteusarguðspjall 25:31