Tónlist
Leið oss, mikli himna Herra
Neðanmálstilvísanir

Hide Footnotes

Þema

28

Leið oss, mikli himna Herra

Tignarlega

1. Leið oss, mikli himna Herra,

heim í dýrðar þinnar land

veikum oss þér hald í hendi

hindra sérhvert búið grand.

Helgi Andi, Helgi Andi,

vernda oss til komu Krists,

Vernda oss til komu Krists.

2. Opna Síons ljúfu lindir,

lát oss blessun draga’ úr þeim,

elds og skýjastólpann sterka

stefnu marka til þín heim.

Lausnar Herra, lausnar Herra,

lát oss dýrðardaginn sjá,

Lát oss dýrðardaginn sjá.

3. Hugarstilling, Herra, veit oss,

heimurinn þá skjálfa fer.

Dómar þínir þungt er falla,

þá í Síonsborg oss ver.

Lát þar hljóma lofsöngs óma,

lofsöngva til dýrðar þér,

Lofsöngva til dýrðar þér.

Texti: William Williams, 1717–1791. Fyrsta vers breytt af Peter Williams, 1722–1796. Var Í fyrstu sálmabók SDH, 1835.

Lag: John Hughes, 1873–1932

Íslensk þýðing: Jón Hjörleifur Jónsson, 1923

2. Mósebók 13:21–22

Kenning og sáttmálar 45:57