Tónlist
Börn vors Drottins
Neðanmálstilvísanir

Hide Footnotes

Þema

14

Börn vors Drottins

Glaðlega

1. Börn vors Drottins, ljúft vort lag

látum hljóma glatt í dag;

sigri Drottins syngjum ljóð,

syngjum fögnuð landi’ og þjóð;

brátt hann ræður ríki’ á jörð,

réttlát verður skipan gjörð,

engir menn í syndum sjást,

saman lifa’ í friði’ og ást.

2. Ó, hve fagna fáum þá,

frelsarinn oss verður hjá.

Við hans komu’ og veru hér,

vonskan öll í burtu fer.

Þá hans dýrð hve dýrkum vér,

Drottinn vor og kóngur er.

Ó, hve ástin öll fær ráð,

ótta’ og kvíða’ ei lengur háð.

3. Hvít í búning hreinleikans,

hér í ljósi sannleikans,

hátt þá látum hljóma óð,

hamingjunnar dýrðarljóð.

Hvergi neina synd að sjá,

sérhvert líf þá jörðu á,

fegurð, ást og fögnuð sinn,

finnur streyma’ í hjartað inn.

Texti: James H. Wallis, 1861–1940

Lag: Spænskt lag Í útsetn. Benjamins Carr, 1768–1831

Íslensk þýðing: MarÍus Ólafsson, 1891–1983

Kenning og sáttmálar 133:25, 33, 56

Opinberunarbókin 7:9–17