Tónlist
Um Jesú ég hugsa
Neðanmálstilvísanir

Hide Footnotes

Þema

65

Um Jesú ég hugsa

Íhugult

1. Um Jesú ég hugsa og undrast hans ást til mín,

með endurlausn sinni hann leiðir mig heim til sín.

Mig angrar að mín vegna kvalinn á krossi var,

en kærleikur hans mér við spurningum veitir svar.

[Chorus]

Ó, hvílík dásemd að hann skyldi hugsa’ um mig.

Og hann dó fyrir mig.

Ó, hve dásamleg dýrð,

dýrð hans fyrir mig.

2. Mig furðar að hann kom til jarðar frá himins dýrð,

svo hrokafull sál mín til frelsunar yrði skírð.

Að ástin hans víðfeðma veraldar leiðum á,

hún veitir mér lausnina syndunum mínum frá.

[Chorus]

Ó, hvílík dásemd að hann skyldi hugsa’ um mig.

Og hann dó fyrir mig.

Ó, hve dásamleg dýrð,

dýrð hans fyrir mig.

3. Ég hugsa um stungnar og blæðandi hendur hans

og hans náð og kærleik, er ber hann til sérhvers manns.

Ég máttinn hans tigna og miskunnar heilög vé,

uns mun ég við dýrðlega fótskör hans beygja kné.

[Chorus]

Ó, hvílík dásemd að hann skyldi hugsa’ um mig.

Og hann dó fyrir mig.

Ó, hve dásamleg dýrð,

dýrð hans fyrir mig.

Lag og texti: Charles H. Gabriel, 1856–1932

Íslensk þýðing: MarÍus Ólafsson, 1891–1983

Mósía 3:5–8

Jóhannesarguðspjall 15:13