Tónlist
Vor Guð hefur spámönnum gefið sitt mál
Neðanmálstilvísanir

Hide Footnotes

Þema

21

Vor Guð hefur spámönnum gefið sitt mál

Tignarlega

1. Vor Guð hefur spámönnum gefið sitt mál,

sem grundvallar trúna í mannlegri sál.

Hann fagnaðarboðskap, sem fegurstur er,

þeim flutti sem Jesús, þeim flutti sem Jesús,

þeim flutti sem Jesús er leiðtogi hér.

2. Í sérhverri stöðu, í sæld og í þraut,

í sjúkdómi’ og fátækt, á auðsældarbraut.

Í fjarlægð og heima, já, hvar sem þú ferð,

mun hjálp hans þér verða, mun hjálp hans þér verða,

mun hjálp hans þér verða til farsældar gjörð.

3. Ei hræðstu, ég Guð þinn mun gefa þér mátt,

á göngunnar leið, sem þú fyrir þér átt.

Þó reynist í heiminum vegferðin vönd,

þig verndar og leiðir, þig verndar og leiðir,

þig verndar og leiðir mín almáttug hönd.

Texti: Eignaður Robert Keen, ca. 1787. þessi sálmur var Í fyrstu sálmabók SDH, 1835.

Lag: Ókunnur höfundur, ca. 1889

Íslensk þýðing: MarÍus Ólafsson, 1923

Jesaja 41:10

Jesaja 43:2–5

Helaman 5:12