Ritningar
Kenning og sáttmálar 76
Neðanmálstilvísanir

Hide Footnotes

Þema

76. Kafli

Sýn gefin spámanninum Joseph Smith og Sidney Rigdon í Hiram, Ohio, 16. febrúar 1832. Í formála að frásögn þessarar sýnar stendur í sögu Josephs Smith: „Þegar ég kom til baka af ráðstefnunni í Amherst, hóf ég að nýju þýðingu á ritningunum. Af ýmsum opinberunum, sem mótteknar höfðu verið, var greinilegt að mörg mikilvæg atriði varðandi sáluhjálp mannsins höfðu verið tekin úr Biblíunni, eða glatast áður en hún var sett saman. Auðséð var af þeim sannleik, sem eftir stóð, að ef Guð umbunaði sérhverjum samkvæmt verkum hans í líkamanum, þá hlaut orðið ‚himinn,‘ sem ákvarðaður var sem eilífðarheimili hinna heilögu, að fela í sér fleiri ríki en eitt. Meðan ég og öldungur Rigdon vorum því önnum kafnir við þýðingu Jóhannesarguðspjalls, sáum við eftirfarandi sýn.“ Þessi sýn var gefin á sama tíma og spámaðurinn vann að þýðingu Jóh 5:29.

1–4, Drottinn er Guð; 5–10, Leyndardómar ríkisins munu opinberaðir öllum staðföstum; 11–17, Allir munu koma fram í upprisu hinna réttvísu eða hinna ranglátu; 18–24, Íbúar margra heima eru getnir synir og dætur Guðs fyrir friðþægingu Jesú Krists; 25–29, Engill Guðs féll og varð djöfullinn; 30–49, Glötunarsynirnir þola eilífa fordæmingu; allir aðrir öðlast einhverja gráðu sáluhjálpar; 50–70, Lýsing á dýrð og launum upphafinna vera í himneska ríkinu; 71–80, Þeim, sem erfa munu yfirjarðneska ríkið, er lýst; 81–113, Hlutskipti þeirra, sem eru í jarðneskri, yfirjarðneskri og himneskri dýrð, skýrt; 114–119, Hinir staðföstu geta séð og skilið leyndardóma Guðs ríkis með krafti heilags anda.

1 aHeyrið, ó þér himnar, og ljá eyra, ó jörð, og fagnið þér íbúar hennar, því að Drottinn er bGuð, og utan hans er cenginn dfrelsari.

2 aMikil er viska hans, bundursamlegir eru vegir hans, og víðfeðmi verka hans fær enginn greint.

3 aÁform hans bregðast ekki og ekki fær nokkur stöðvað hönd hans.

4 Frá eilífð til eilífðar er hann hinn asami, og aldrei bbregðast ár hans.

5 Því að svo mælir Drottinn — ég, Drottinn, er amiskunnsamur og náðugur þeim, sem bóttast mig, og hef unun af að heiðra þá, sem cþjóna mér í réttlæti og sannleika allt til enda.

6 Mikil verða laun þeirra og eilíf verður adýrð þeirra.

7 Og þeim mun ég aopinbera alla bleyndardóma, já, alla hulda leyndardóma ríkis míns, frá fyrstu dögum, og á komandi tímum mun ég kunngjöra þeim hugþekkan vilja minn varðandi allt sem tilheyrir ríki mínu.

8 Já, jafnvel undur eilífðarinnar skulu þeir þekkja og það sem koma skal mun ég sýna þeim, jafnvel um marga ættliði fram.

9 Og aviska þeirra verður mikil og bskilningur þeirra nær til himins, og frammi fyrir þeim mun speki spekinganna chverfa og hyggindi hyggindamannanna að engu verða.

10 Því að með aanda mínum mun ég bupplýsa þá og með ckrafti mínum mun ég kunngjöra þeim leyndan vilja minn — já, jafnvel það sem daugað hefur eigi séð, né eyrað heyrt, né komið hefur enn í hjarta nokkurs manns.

11 Við, Joseph Smith yngri og Sidney Rigdon, vorum hrifnir aí andanum á sextánda degi febrúarmánaðar, á því Drottins ári átján hundruð þrjátíu og tvö —

12 Með krafti aandans lukust upp baugu okkar og skilningur okkar upplýstist, til að sjá og skilja það sem Guðs er —

13 Jafnvel það, sem var frá upphafi, áður en heimurinn varð til, og faðirinn vígði með eingetnum syni sínum, sem var við brjóst föðurins allt frá aupphafi —

14 Um hann berum við vitni, og sá vitnisburður, sem við gefum, er fylling fagnaðarerindis Jesú Krists, sonarins, sem við sáum og aræddum við í hinni himnesku bsýn.

15 Því að á meðan við unnum að aþýðingu þeirri, sem Drottinn hafði falið okkur, komum við að tuttugasta og níunda versi í fimmta kapítula Jóhannesar guðspjalls, sem okkur var gefið svohljóðandi —

16 Þar sem talað er um upprisu dauðra og þá, sem aheyra munu raust bmannssonarins:

17 Og ganga munu fram; þeir sem agott hafa gjört til bupprisu hinna créttvísu, og þeir sem illt hafa gjört til upprisu hinna óréttvísu.

18 Nú olli þetta undrun okkar, því að andinn gaf okkur það.

19 Og á meðan við aíhuguðum þetta, snerti Drottinn augu skilnings okkar og þau lukust upp og dýrð Drottins lék um okkur.

20 Og við sáum adýrð sonarins, til bhægri handar cföðurnum, og meðtókum af fyllingu hans —

21 Og sáum heilaga aengla og þá, sem bhelgaðir eru frammi fyrir hásæti hans, tilbiðja Guð og lambið, og þeir ctilbiðja hann alltaf og að eilífu.

22 Og nú, eftir þá mörgu vitnisburði, sem gefnir hafa verið um hann, er þetta avitnisburðurinn síðastur allra, sem við gefum um hann: Að hann blifir!

23 Því að við asáum hann, já, bGuði til hægri handar, og við heyrðum röddina, sem bar vitni um, að hann er hinn ceingetni föðurins —

24 Að með ahonum, fyrir hann, og af honum eru og voru bheimarnir skapaðir, og íbúar þeirra eru getnir csynir og dætur Guðs.

25 Og það sáum við einnig og berum því vitni, að aengli Guðs, sem vald hafði í návist Guðs, en reis upp gegn hinum eingetna syni, sem faðirinn elskaði og sem var við brjóst föðurins, var varpað niður úr návist Guðs og sonarins.

26 Og hann kallaðist glötunin, því að himnarnir grétu yfir honum — hann var aLúsífer, sonur morgunsins.

27 Og við sáum, og tak eftir, hann er afallinn! er fallinn, sjálfur sonur morgunsins!

28 Og meðan við vorum enn í andanum, bauð Drottinn okkur að skrá sýnina, því að við sáum Satan, hinn gamla ahöggorm, sjálfan bdjöfulinn, sem creis gegn Guði og reyndi að yfirtaka ríki Guðs vors og Krists hans —

29 Þess vegna á hann í astríði við Guðs heilögu og umlykur þá á alla vegu.

30 Og við sáum í sýn þjáningar þeirra, sem hann háði stríð við og sigraði, því að svo hljómaði rödd Drottins til okkar:

31 Svo segir Drottinn um alla þá, sem þekkja vald mitt og fengið hafa hlutdeild þar í, en hafa látið djöfulinn asigra sig með valdi sínu og afneita sannleikanum og ögra valdi mínu —

32 Þetta eru þeir, sem eru asynir bglötunarinnar, en um þá segi ég, að betra hefði þeim verið að hafa aldrei fæðst —

33 Því að þeir eru ker heilagrar reiði, dæmdir til að þola heilaga reiði Guðs í eilífðinni, ásamt djöflinum og englum hans —

34 Ég hef sagt, að fyrir þá sé engin afyrirgefning til í þessum heimi né í komanda heimi —

35 Þeir hafa aafneitað hinum heilaga anda eftir að hafa meðtekið hann, og afneitað eingetnum syni föðurins og bkrossfest hann innra með sér og smánað opinberlega.

36 Þetta eru þeir, sem fara munu í adíki elds og brennisteins, ásamt djöflinum og englum hans —

37 Og þeir einu, sem hinn aannar dauði mun hafa nokkurt vald yfir —

38 Já, sannlega, þeir aeinu, sem ekki verða endurleystir er tími Drottins kemur, eftir þjáningar heilagrar reiði hans.

39 Því að allir hinir skulu aleiddir fram með bupprisu dauðra, fyrir sigur og dýrð clambsins, sem deyddur var, og sem var við brjóst föðurins áður en heimarnir voru gjörðir.

40 Og þetta er afagnaðarerindið, gleðitíðindin, sem röddin frá himni bar okkur vitni um —

41 Að hann kom í heiminn, sjálfur Jesús, til að verða akrossfestur fyrir heiminn, og til að bbera syndir cheimsins, og til að dhelga heiminn og ehreinsa hann af öllu óréttlæti —

42 Svo að fyrir hann gætu allir þeir afrelsast, sem faðirinn hafði falið honum á vald og gjört með honum —

43 Sem gjörir föðurinn dýrðlegan og frelsar öll handaverk hans, nema þá glötunarsyni, sem afneita syninum, eftir að faðirinn hefur opinberað hann.

44 Þess vegna frelsar hann alla nema þá — þeir munu fara burt til aævarandi brefsingar, sem er óendanleg refsing, sem er eilíf refsing, og ríkja með cdjöflinum og englum hans í eilífðinni, þar sem dormur þeirra deyr ekki, og eldurinn slökknar ekki, sem er kvöl þeirra —

45 Og um aendalok þessa, um stað þennan, og kvöl þeirra, veit enginn maður —

46 Hvorki var það opinberað, né er, né heldur mun það opinberað manninum, nema þeim, sem verða munu hluttakendur þar í —

47 Eigi að síður birti ég, Drottinn, mörgum það í sýn, en loka því samstundis aftur —

48 Þess vegna skilja þeir ekki endi þess, vídd, hæð, adýpt eða vansæld þess, enginn maður annar en sá, sem bvígður er þessari cfordæmingu.

49 Og við heyrðum röddina segja: Skráið sýnina, því að tak eftir, hér endar sýnin um þjáningar hinna óguðlegu.

50 Og enn berum við vitni — því að við sáum og heyrðum, og þetta er avitnisburðurinn um fagnaðarerindi Krists varðandi þá, sem koma munu fram í bupprisu hinna réttvísu —

51 Þetta eru þeir, sem veittu vitnisburðinum um Jesú viðtöku og atrúðu á nafn hans og voru bskírðir í clíkingu við greftrun hans, dgreftraðir í vatninu í hans nafni, og það samkvæmt þeim fyrirmælum, sem hann hefur gefið —

52 Svo að með því að halda boðorðin gætu þeir alaugast og bhreinsast af öllum syndum sínum og meðtekið hinn heilaga anda með chandayfirlagningu þess, sem dvígður er og innsiglaður þessu evaldi —

53 Og sem sigra fyrir trú og eru ainnsiglaðir bheilögum anda fyrirheitsins, sem faðirinn úthellir yfir alla þá, sem eru réttvísir og sannir.

54 Þetta eru þeir, sem eru kirkja afrumburðarins.

55 Þetta eru þeir, sem faðirinn hefur lagt aallt í hendur —

56 Þetta eru þeir, sem eru aprestar og konungar, sem meðtekið hafa af fyllingu hans og af dýrð hans —

57 Og aeru prestar hins æðsta, eftir reglu Melkísedeks, sem var eftir reglu bEnoks, sem var eftir creglu hins eingetna sonar.

58 Þess vegna eru þeir aguðir, eins og skrifað stendur, já, bsynir cGuðs —

59 Þess vegna eru aallir hlutir þeirra, hvort heldur líf eða dauði, það sem er eða það sem koma skal, allt er þeirra og þeir eru Krists og Kristur er Guðs.

60 Og þeir munu asigra alla hluti.

61 Þess vegna skal enginn maður amiklast af mönnum, heldur bmiklast í Guði, sem cleggja mun alla óvini að fótum sér.

62 Þeir munu advelja í bnávist Guðs og Krists hans alltaf og að eilífu.

63 Þetta eru aþeir, sem hann mun taka með sér, þegar hann bkemur í skýjum himins til að críkja á jörðunni yfir fólki sínu.

64 Þetta eru þeir, sem eiga munu hlut í afyrstu upprisunni.

65 Þetta eru þeir, sem koma munu fram í aupprisu hinna réttvísu.

66 Þetta eru þeir, sem komnir eru til aSíonfjalls og til borgar hins lifanda Guðs, hins himneska staðar, hins helgasta allra.

67 Þetta eru þeir, sem sameinast hafa óteljandi skörum engla, allsherjar samkomu og kirkju aEnoks og bfrumburðarins.

68 Þetta eru þeir, sem eiga nöfn sín askráð á himni, þar sem Guð og Kristur eru bdómarar allra.

69 Þetta eru þeir, sem eru aréttvísir menn, bfullkomnir gjörðir fyrir Jesú, meðalgöngumann hins cnýja sáttmála, sem leiddi til lykta þessa dfullkomnu friðþæginu með því að úthella sínu eigin eblóði.

70 Þetta eru þeir, sem eiga ahimneska líkama, og bdýrð þeirra er sem csólarinnar, já, dýrð Guðs, hins æðsta alls, og sólin á festingunni er dæmigjörð um dýrð hans, eins og ritað er.

71 Og enn fremur sáum við hinn ayfirjarðneska heim, og sjá og tak eftir. Þetta eru þeir, sem eru af hinu yfirjarðneska, en dýrð þeirra er önnur en kirkju frumburðarins, sem hlotið hefur fyllingu föðurins, já, eins og dýrð btunglsins er önnur en dýrð sólarinnar á festingunni.

72 Sjá, þetta eru þeir, sem dóu aán blögmáls —

73 Og einnig þeir, sem eru aandar manna sem í bvarðhaldi eru, sem sonurinn vitjaði og cprédikaði dfagnaðarerindið fyrir, svo að þeir mættu dæmast eins og menn í holdinu —

74 Sem meðtóku ekki avitnisburð um Jesú í holdinu, heldur hlutu hann síðar.

75 Þetta eru hinir heiðvirðu menn jarðarinnar, sem blindaðir voru af slægð mannanna.

76 Þetta eru þeir, sem meðtaka af dýrð hans, en ekki af fyllingu hans.

77 Þetta eru þeir, sem meðtaka af návist sonarins, en ekki af fyllingu föðurins.

78 Þess vegna eru þeir ayfirjarðneskir líkamar, en ekki himneskir líkamar, og dýrð þeirra er önnur, á sama hátt og tunglið er frábrugðið sólinni.

79 Þetta eru þeir, sem ekki eru ahugdjarfir í vitnisburðinum um Jesú. Þess vegna hljóta þeir ekki kórónu Guðs ríkis.

80 Og hér endar sýnin, sem við sáum yfir hið yfirjarðneska, sem Drottinn bauð okkur að skrá meðan við vorum enn í andanum.

81 Og enn sáum við dýrð hins ajarðneska, en dýrð þess er minni, já, á sama hátt og dýrð stjarnanna er önnur en dýrð tunglsins á festingunni.

82 Þetta eru þeir, sem hvorki meðtóku fagnaðarerindi Krists né avitnisburð um Jesú.

83 Þetta eru þeir, sem afneita ekki hinum heilaga anda.

84 Þetta eru þeir, sem varpað er niður til aheljar.

85 Þetta eru þeir, sem ekki losna undan adjöflinum fyrr en í bsíðustu upprisunni, ekki fyrr en Drottinn, já, clambið Kristur, hefur lokið verki sínu.

86 Þetta eru þeir, sem meðtaka ekki af fyllingu hans í hinum eilífa heimi, heldur af hinum heilaga anda fyrir þjónustu hins yfirjarðneska —

87 Og hið yfirjarðneska fyrir aþjónustu hins himneska.

88 Og hið jarðneska meðtekur það einnig frá þjónustuenglum, sem útnefndir eru til að þjóna þeim, eða sem útnefndir eru sem þjónustuandar fyrir þá, því að þeir verða erfingjar sáluhjálpar.

89 Og þannig sáum við í himneskri sýn dýrð hins jarðneska, sem er ofar öllum skilningi —

90 Og enginn maður veit það nema sá, sem Guð hefur opinberað það.

91 Og þannig sáum við dýrð hins yfirjarðneska, sem í öllu er ofar dýrð hins jarðneska, já, í dýrð og í valdi og í mætti og í yfirráðum.

92 Og þannig sáum við dýrð hins himneska, sem öllu er æðri — þar sem Guð, sjálfur faðirinn, ríkir í hásæti sínu alltaf og að eilífu —

93 Frammi fyrir því hásæti lýtur allt í auðmjúkri alotning og veitir honum dýrð alltaf og að eilífu.

94 Þeir, sem í anávist hans dvelja, eru kirkja bfrumburðarins. Og þeir sjá eins og þeir sjást og cþekkja eins og þeir þekkjast, og hafa meðtekið fyllingu hans og dnáð —

95 Og hann gjörir þá ajafna að valdi og að mætti og að yfirráðum.

96 Og dýrð hins himneska er eitt, rétt eins og dýrð asólarinnar er eitt.

97 Og dýrð hins yfirjarðneska er eitt, rétt eins og dýrð tunglsins er eitt.

98 Og dýrð hins jarðneska er eitt, rétt eins og dýrð stjarnanna er eitt, því að stjarna ber af stjörnu í dýrð, svo ber og dýrð eins af öðrum í hinum jarðneska heimi —

99 Því að þetta eru þeir, sem eru aPáls og Apollós og Kefasar.

100 Þetta eru þeir, sem sumir segjast vera af einum, en sumir af öðrum — sumir Krists og aðrir Jóhannesar, sumir Móse og aðrir Elíasar, sumir Esaja, sumir Jesaja og aðrir Enoks —

101 En tóku hvorki á móti fagnaðarerindinu né vitnisburði um Jesú, né spámönnunum, né heldur hinum aævarandi sáttmála.

102 Að lokum, allir þessir eru þeir, sem ekki verða sameinaðir hinum heilögu, til að verða ahrifnir upp til bkirkju frumburðarins, þar sem tekið verður á móti þeim á skýi uppi.

103 Þetta eru aþeir, sem eru blygarar og töframenn og cfrillulífsmenn og hórkarlar, og allir þeir, sem elska lygi og iðka.

104 Þetta eru þeir, sem þola heilaga areiði Guðs á jörðu.

105 Þetta eru þeir, sem þola arefsingu eilífs elds.

106 Þetta eru þeir, sem varpað er niður til aheljar og bþola heilaga reiði hins calmáttuga Guðs fram að dfyllingu tímanna, þegar Kristur hefur elagt alla óvini sína að fótum sér og hefur ffullkomnað verk sitt —

107 Þegar hann mun afhenda ríkið og leggja það flekklaust fyrir föðurinn og segja: Ég hef sigrað og avínlagarþróna hef ég btroðið aleinn, já, vínlagarþró hinnar heitu og heilögu reiði almáttugs Guðs.

108 Þá mun hann krýndur kórónu dýrðar sinnar og sitja í ahásæti veldis síns og ríkja alltaf og að eilífu.

109 En sjá og tak eftir, við sáum dýrð jarðneska heimsins og íbúa hans, að þeir voru jafn óteljandi og stjörnurnar á festingu himins eða sandkornin á sjávarströndu —

110 Og heyrðum rödd Drottins sem sagði: Allir þessir skulu beygja kné sín og sérhver tunga skal aviðurkenna hann, sem situr í hásætinu, alltaf og að eilífu —

111 Því að þeir munu dæmdir af verkum sínum og í samræmi við averk sín hlýtur hver maður sín eigin yfirráð í þeim bhíbýlum, sem fyrirbúin eru —

112 Og þeir verða þjónar hins æðsta, en aþangað sem Guð og Kristur bdvelja, geta þeir aldrei að eilífu komist.

113 Þetta eru lok sýnarinnar, sem við sáum, og okkur var boðið að skrá meðan við vorum enn í andanum.

114 En amikil og undursamleg eru verk Drottins og bleyndardómar ríkis hans, sem hann sýndi okkur, sem er ofar öllum skilningi, að dýrð, að mætti og að yfirráðum —

115 Sem hann bauð okkur að skrá ekki meðan við vorum enn í andanum, og engum manni er aleyft að mæla —

116 Né er manninum amögulegt að kunngjöra þau, því að aðeins er hægt að sjá þau og bskilja með krafti hins heilaga anda, sem Guð veitir þeim, er elska hann og hreinsa sig fyrir honum —

117 Þeim, sem hann veitir þau forréttindi að sjá og vita sjálfir —

118 Að fyrir kraft og opinberun andans geti þeir þolað návist hans í heimi dýrðar, meðan þeir eru í holdinu.

119 Og Guði og lambinu sé dýrðin og heiðurinn og yfirráðin, alltaf og að eilífu. Amen.