Ritningar
Kenning og sáttmálar 117
Neðanmálstilvísanir

Hide Footnotes

Þema

117. Kafli

Opinberun gefin með spámanninum Joseph Smith í Far West, Missouri, 8. júlí 1838, varðandi skyldur Williams Marks, Newels K. Whitney og Olivers Granger.

1–9, Þjónar Drottins skulu ekki girnast veraldlega hluti, því að „hvað eru eigur í augum Drottins?“; 10–16, Þeir munu láta af lítilmennsku sálarinnar, og fórnir þeirra skulu vera Drottni heilagar.

1 Sannlega, svo segir Drottinn við þjón minn William Marks og einnig þjón minn Newel K. Whitney: Þeir skulu ganga frá málum sínum í skyndi og fara frá landi Kirtlands, áður en ég, Drottinn, læt aftur snjó falla á jörðina.

2 Þeir skulu vakna og rísa á fætur og fara og dvelja ei, því að ég, Drottinn, býð svo.

3 Ef þeir þess vegna dvelja, mun ekki fara vel fyrir þeim.

4 Þeir skulu iðrast allra synda sinna og allrar ágirndar sinnar frammi fyrir mér, segir Drottinn, því að hvað eru aeigur í mínum augum? segir Drottinn.

5 Látið eignirnar í Kirtland ganga upp í askuldir, segir Drottinn. Lát þær af hendi, segir Drottinn, og það sem verður eftir verða enn í höndum yðar, segir Drottinn.

6 Því að á ég ekki fugla himins og fiska sjávar og dýr fjallanna? Hef ég ekki gjört jörðina? Eru ekki aörlög allra hersveita þjóða jarðar í mínum höndum?

7 Mun ég því ekki láta aeyðistaðina bruma og blómstra og bera fram gnægð? segir Drottinn.

8 Er ekki nægilegt rúm á fjöllum aAdam-ondi-Ahman og á sléttum Ólaha bSíneha, eða á clandinu sem Adam dvaldi á, að þér skulið girnast það sem aðeins er dropi, og vanrækja það sem mikilvægara er?

9 Komið þess vegna hingað til lands fólks míns, já, Síonar.

10 Þjónn minn William Marks sé atrúr yfir litlu og hann mun settur yfir mikið. Lát hann vera í forsæti meðal fólks míns í borginni Far West og verða blessaðan með blessunum fólks míns.

11 Þjónn minn Newel K. Whitney skal blygðast sín fyrir flokk aNikólaíta og alla þeirra bleyndu viðurstyggð, og fyrir alla lítilmennsku sálar sinnar fyrir mér, segir Drottinn, og koma upp til lands Adam-ondi-Ahman og verða cbiskup fólks míns, segir Drottinn. Ekki að nafni til, heldur í verki, segir Drottinn.

12 Og enn segi ég yður: Ég er minnugur þjóns míns aOlivers Grangers. Sjá, sannlega segi ég honum, að nafn hans skal í helgum minnum haft kynslóð fram af kynslóð, alltaf og að eilífu, segir Drottinn.

13 Þess vegna skal hann af einlægni vinna að endurlausn æðsta forsætisráðs kirkju minnar, segir Drottinn. Og þegar hann fellur skal hann rísa aftur, því að afórn hans verður mér helgari en arður hans, segir Drottinn.

14 Þess vegna skal hann koma í skyndi hingað upp til Síonarlands. Og á sínum tíma mun hann gjörður kaupmaður fyrir nafn mitt, til gagns fyrir fólk mitt, segir Drottinn.

15 Þess vegna skal enginn maður óvirða þjón minn Oliver Granger, heldur skulu blessanir fólks míns hvíla á honum alltaf og að eilífu.

16 Og sannlega segi ég yður enn: Allir þjónar mínir í landi Kirtlands skulu minnast Drottins Guðs síns og húss míns einnig, og gæta þess að halda því heilögu og reka víxlarana á brott þegar mér hentar, segir Drottinn. Já, vissulega. Amen.