Ritningar
Kenning og sáttmálar 71
Neðanmálstilvísanir

Hide Footnotes

Þema

71. Kafli

Opinberun gefin spámanninum Joseph Smith og Sidney Rigdon í Hiram, Ohio, 1. desember 1831. Spámaðurinn hélt áfram þýðingu Biblíunnar, með Sidney Rigdon sem ritara, þar til þessi opinberun var gefin, en þá var hún lögð til hliðar um hríð, svo að þeir gætu uppfyllt þær leiðbeiningar, sem hér eru gefnar. Bræðurnir áttu að fara og prédika til að lægja þær óvinsamlegu öldur, sem risið höfðu gegn kirkjunni, vegna birtingar bréfa rituðum af Ezra Booth, sem horfið hafði frá kirkjunni.

1–4, Joseph Smith og Sidney Rigdon sendir út til að boða fagnaðarerindið; 5–11, Óvinum hinna heilögu mun hnekkt.

1 Sjá, svo mælir Drottinn til yðar, þjónar mínir Joseph Smith yngri og aSidney Rigdon, að sá tími er vissulega kominn, er mér þykir nauðsynlegt og æskilegt, að þér ljúkið upp munni yðar og bboðið fagnaðarerindi mitt, það sem ríkinu tilheyrir, skýrið cleyndardóma þess út frá ritningunum, í samræmi við þann hluta anda og krafts sem yður verður gefinn, já, að mínum vilja.

2 Sannlega segi ég yður, boðið það heiminum, í nærliggjandi héruðum og einnig í kirkjunni, um nokkurt skeið, allt þar til yður verður kunngjört annað.

3 Sannlega er þetta það verk, sem ég ætla yður um hríð.

4 Vinnið þess vegna í víngarði mínum. Kallið til íbúa jarðarinnar og berið vitni og greiðið veginn fyrir boðorðin og opinberanirnar, sem koma eiga.

5 Sjá nú, þetta er viska. Sá sem les, hann askilji og veiti því einnig bviðtöku —

6 Því að þeim sem tekur á móti skal gefast enn aríkulegar, jafnvel kraftur.

7 aHnekkið þess vegna óvinum yðar. Hvetjið þá til að bmæta yður bæði opinberlega og einslega, og sem þér eruð trúir, svo mun smán þeirra verða opinber.

8 Þeir skulu því koma með sín sterku rök gegn Drottni.

9 Sannlega, svo segir Drottinn við yður — engin avopn, sem smíðuð verða gegn yður, skulu verða sigursæl —

10 Og hefji einhver maður raust sína gegn yður, mun honum hnekkt, þegar mér hentar.

11 Haldið þess vegna boðorð mín, þau eru sönn og áreiðanleg. Já, vissulega. Amen.