Ritningar
Kenning og sáttmálar 58
Neðanmálstilvísanir

Hide Footnotes

Þema

58. Kafli

Opinberun gefin með spámanninum Joseph Smith í Síon, Jacksonsýslu, Missouri, 1. ágúst 1831. Fyrr, á fyrsta hvíldardeginum eftir komu spámannsins og fylgdarliðs hans til Jacksonsýslu, Missouri, hafði guðsþjónusta verið haldin og tveir meðlimir teknir með skírn í kirkjuna. Þá viku kom hluti hinna heilögu í Colesville, frá Thompson-greininni, ásamt fleirum (sjá kafla 54). Marga langaði ákaft að vita um vilja Drottins varðandi þá á þessum nýja samastað.

1–5, Þeir sem standast andstreymi munu krýndir með dýrð; 6–12, Hinir heilögu skulu undirbúa brúðkaup lambsins og kvöldmáltíð Drottins; 13–18, Biskupar eru dómarar í Ísrael; 19–23, Hinir heilögu skulu hlýða lögum landsins; 24–29, Menn skulu nota frelsi sitt til að gjöra gott; 30–33, Drottinn býður og afturkallar; 34–43, Til að iðrast verða menn að játa syndir sínar og láta af þeim; 44–58, Hinir heilögu skulu kaupa arfleifð sína og safnast til Missouri; 59–65, Fagnaðarerindið verður að prédika hverri skepnu.

1 Hlýðið á, ó, þér öldungar kirkju minnar, og ljáið orði mínu eyra, og lærið af mér um vilja minn varðandi yður og einnig aþetta land, sem ég hef sent yður til.

2 Því að sannlega segi ég yður, blessaður er sá, sem aheldur boðorð mín, hvort heldur er í lífi eða bdauða. Og sá, sem cstaðfastur er í dmótlæti, hann skal fá meiri laun í himnaríki.

3 Með náttúrlegum augum yðar getið þér eigi að svo stöddu séð áform aGuðs um það, sem síðar skal koma, eða þá bdýrð, sem fylgja mun eftir mikið mótlæti.

4 Því að eftir mikið amótlæti koma bblessanirnar. Sá dagur mun þess vegna koma, er þér verðið ckrýndir með mikilli ddýrð. Stundin er enn ekki komin, en er í nánd.

5 Hafið það hugfast, sem ég fyrirfram segi yður, svo að þér afestið það í hjarta og veitið því viðtöku, sem á eftir fylgir.

6 Sjá, sannlega segi ég yður, að ég hef sent yður til þess að þér mættuð hlýðnast og hjörtu yðar verði aundir það búin að gefa bvitnisburð um það, sem koma skal —

7 Og einnig svo að þér mættuð hafa heiðurinn af að leggja grundvöllinn og vitna um það land, sem aSíon Guðs skal standa á —

8 Og einnig til að búa megi hinum afátæku dýrindis veislu, já, dýrindis veislu með vel hreinsuðu og bskírðu víni, svo að jörðin megi vita, að orð spámannanna bregðast ekki —

9 Já, kvöldverð í húsi Drottins, vel tilreiddan, sem öllum þjóðum skal boðið til.

10 Fyrst hinum ríku og lærðu, vitru og göfugu —

11 En þar á eftir kemur dagur valds míns. Þá skulu hinir fátæku, lömuðu, blindu og daufu koma í abrúðkaup lambsins og neyta bkvöldmáltíðar Drottins, sem tilreidd er fyrir komu hins mikla dags.

12 Sjá, ég, Drottinn, hef mælt það.

13 Og að avitnisburðurinn gangi út frá Síon, já, frá borgarmunni erfðalands Guðs —

14 Já, vegna þess hef ég sent yður hingað, og valið þjón minn aEdward Partridge, og hef útnefnt honum ætlunarverki sínu í þessu landi.

15 En iðrist hann ekki synda sinna, sem eru vantrú og blinda hjartans, þá má hann gæta sín að hann afalli ekki.

16 Sjá, honum er veitt ætlunarverk sitt, og það verður ekki veitt aftur.

17 Og sá, sem stendur í þessu ætlunarverki, er tilnefndur adómari í Ísrael eins og til forna, til að skipta erfðalandi Guðs milli bbarna hans —

18 Og dæma fólk sitt eftir framburði hinna réttvísu og með aðstoð ráðgjafa sinna, í samræmi við lögmál ríkisins, sem aspámenn Guðs gefa.

19 Því að sannlega segi ég yður, lögmál mitt skal haldið í þessu landi.

20 Enginn skal halda að hann sé stjórnandi, heldur skal Guð, að eigin ráði og vilja, stjórna honum, sem dæmir, eða með öðrum orðum, honum, sem gefur ráð eða situr í dómarasæti.

21 Enginn maður skal brjóta alög landsins, því að sá sem hlítir lögmáli Guðs finnur enga þörf til að brjóta lög landsins.

22 Verið þess vegna undirgefnir því valdi sem er, þar til a ríkir, sem réttinn hefur til að ríkja, og leggur alla óvini að fótum sér.

23 Sjá, þau alögmál, sem þér hafið veitt viðtöku af minni hendi, eru lög kirkjunnar, og í því ljósi skuluð þér setja þau fram. Sjá, hér er viska.

24 Og þar sem ég talaði nú um þjón minn Edward Partridge, þá er þetta landið sem hann og þeir, sem hann hefur tilnefnt sem ráðgjafa sína, skulu búa á. Og einnig landið sem sá skal búa á, er ég hef nefnt til að sjá um aforðabúr mitt —

25 Þess vegna skulu þeir koma með fjölskyldur sínar til þessa lands, í samráði við mig og hver við annan.

26 Því að sjá, ekki er rétt, að ég skipi fyrir í öllum efnum, því að sá sem er knúinn í öllu er ahyskinn, en ekki hygginn þjónn, og hlýtur þess vegna engin laun.

27 Sannlega segi ég, menn ættu að starfa af akappi fyrir góðan málstað og gjöra margt af frjálsum vilja sínum og koma miklu réttlæti til leiðar —

28 Því að krafturinn býr í þeim og þeir hafa þannig asjálfræði. Og sem menn gjöra gott, svo skulu þeir í engu glata launum sínum.

29 En sá sem ekkert gjörir, fyrr en honum er boðið það, og tekur á móti boði með efa í hjarta og hlýðir því með hyskni, sá hinn sami er afordæmdur.

30 Hver er ég, sem agjörði manninn, segir Drottinn, að ég dæmi þann án sektar, sem ekki hlýðir boðum mínum?

31 Hver er ég, segir Drottinn, að ég gefi afyrirheit, en uppfylli þau ekki?

32 Ég gef boðin og menn hlýða ekki. Ég aafturkalla og þeir hljóta ekki blessunina.

33 Þá segja þeir í hjarta sínu: Þetta er ekki verk Drottins, því að fyrirheit hans uppfyllast ekki. En vei sé slíkum, því að launa þeirra skal avænta að neðan en ekki að ofan.

34 Og nú gef ég yður frekari leiðbeiningar varðandi þetta land.

35 Það er viska mín, að þjónn minn Martin Harris sýni kirkjunni fordæmi með því að aleggja fé sitt fyrir biskup kirkjunnar.

36 Og enn fremur, þetta eru lög hverjum þeim manni, sem kemur til þessa lands til að veita arfi viðtöku, og hann skal ráðstafa fé sínu eins og lögin segja fyrir um.

37 Og einnig er það viska, að lönd skuli keypt í Independence undir forðabúrið og einnig undir hús fyrir aprentunina.

38 Og aðrar leiðbeiningar varðandi þjón minn Martin Harris mun andinn gefa honum, svo að hann megi hljóta arf sinn eins og hann telur best —

39 Og lát hann iðrast synda sinna, því að hann sækist eftir alofi heimsins.

40 Og lát einnig þjón minn aWilliam W. Phelps standa í því embætti, sem ég hef útnefnt honum, og hljóta arfleifð sína í landinu —

41 Og einnig hann þarf að iðrast, því að ég, Drottinn, er ekki ánægður með hann, því að hann sækist eftir að upphefja sig og er ekki nægilega bljúgur fyrir mér.

42 Sjá, þeim sem hefur aiðrast synda sinna er bfyrirgefið, og ég, Drottinn, cminnist þeirra ekki lengur.

43 Þannig getið þér vitað hvort maðurinn iðrast synda sinna — sjá, hann ajátar þær og blætur af þeim.

44 Og sannlega segi ég yður nú varðandi aðra öldunga kirkju minnar, að tíminn er enn ekki inni, og verður ekki í mörg ár, fyrir þá að veita arfi sínum viðtöku í þessu landi, nema þeir æski hans með trúarbæn, og þá aðeins eins og Drottinn útnefnir þeim.

45 Því að sjá, þeir skulu aþrýsta fólkinu saman frá öllum skautum jarðar.

46 Safnist þess vegna saman, og þeir, sem ekki eru nefndir til að dvelja í þessu landi, skulu boða fagnaðarerindið í nærliggjandi héruðum og snúa síðan aftur til heimkynna sinna.

47 Lát þá prédika á leið sinni og agefa alls staðar vitnisburð um sannleikann, og kalla hina ríku, hina háu og lágu og hina fátæku til iðrunar.

48 Og lát þá byggja upp asöfnuði, eftir því sem íbúar jarðarinnar vilja iðrast.

49 Og erindreki fyrir kirkjuna í Ohio skal nefndur með rödd kirkjunnar, til að taka á móti fé til kaupa á landi í aSíon.

50 Og ég gef þjóni mínum Sidney Rigdon fyrirmæli um, að hann skuli askrifa lýsingu á landi Síonar og yfirlýsingu um vilja Guðs, eins og andinn mun kunngjöra honum —

51 Og bréf og lista skal leggja fyrir alla söfnuðina til að ná inn fé, sem afhenda skal biskupi, honum sjálfum eða erindrekanum, eins og honum hentar eða hann segir fyrir um, til kaupa á erfðalöndum handa börnum Guðs.

52 Því að sjá, sannlega segi ég yður, Drottinn vill að lærisveinarnir og mannanna börn opni hjörtu sín, já, til að kaupa allt þetta landsvæði, svo fljótt sem tími leyfir.

53 Sjá, hér er viska, þeir gjöri þetta, ella hljóti þeir enga aarfleifð, nema með úthellingu blóðs.

54 Og eftir því sem landsvæða er aflað, skulu alls konar handverksmenn enn fremur sendir til þessa lands til að starfa fyrir Guðs heilögu.

55 Allt þetta skal gjört með reglu, og biskup eða erindreki kirkjunnar skal alltaf öðru hverju kunngjöra afnotarétt landanna.

56 Og samansöfnunin skal hvorki unnin í skyndingu né á flótta, heldur skal þar farið að ráðum öldunga kirkjunnar, eins og þau eru gefin á ráðstefnum, í samræmi við þá vitneskju, sem þeir fá frá einum tíma til annars.

57 Og lát þjón minn Sidney Rigdon helga og tileinka Drottni þetta land og stæðið undir amusterið.

58 Og ráðstefnufundur skal boðaður. Lát síðan þjóna mína Sidney Rigdon og Joseph Smith yngri snúa aftur ásamt Oliver Cowdery, til að ljúka því, sem eftir er þess verks, sem ég hef útnefnt þeim á þeirra eigin landi, ásamt öðru því sem ráðstefnan aákveður.

59 Og enginn maður fari frá þessu landi, nema hann aberi á leið sinni vitni um það sem hann veit og vissulega trúir.

60 Og það, sem Ziba Peterson hefur verið veitt, skal frá honum tekið, og lát hann standa sem meðlim kirkjunnar og erfiða ásamt bræðrunum með höndum sínum, þar til hann hefur verið nægilega aagaður fyrir allar syndir sínar, því að hann játar þær ekki og ætlar sér að hylja þær.

61 Og aðrir öldungar kirkjunnar, sem eru að koma til þessa lands, sumir hverjir ríkulega blessaðir, jafnvel ómælanlega, haldi einnig ráðstefnu í þessu landi.

62 Og lát þjón minn Edward Partridge stjórna þeirri ráðstefnu, sem þeir munu halda.

63 Og lát þá einnig snúa aftur og boða fagnaðarerindið á leið sinni, berandi vitni um það sem þeim opinberast.

64 Því að sannlega verður hljómurinn að berast frá þessum stað til alls heimsins og til ystu marka jarðarinnar — fagnaðarerindið verður að aboða hverri skepnu, með btáknum, sem fylgja þeim er trúa.

65 Og sjá mannssonurinn akemur. Amen.