Ritningar
Kenning og sáttmálar 12


12. Kafli

Opinberun gefin með spámanninum Joseph Smith til Josephs Knight eldri í Harmony, Pennsylvaníu, í maí 1829. Joseph Knight trúði yfirlýsingu Josephs Smith um að hann hefði töflurnar með Mormónsbók og um þýðingarstarf það, sem þá var unnið, og hafði nokkrum sinnum veitt Joseph Smith og ritara hans fjárhagsstuðning, sem gerði þeim kleift að halda þýðingunni áfram. Að beiðni Josephs Knight leitaði spámaðurinn til Drottins og fékk opinberunina.

1–6, Verkamenn í víngarðinum eiga að öðlast sáluhjálp; 7–9, Allir, sem þrá að aðstoða við verk Drottins og eru hæfir til þess, mega gjöra það.

1 aMikið og undursamlegt verk er að hefjast meðal mannanna barna.

2 Sjá, ég er Guð. Gef gaum að orði mínu, sem er lifandi og kröftugt, beittara en tvíeggjað sverð, er smýgur bæði gegnum merg og bein. Gef þess vegna gaum að orði mínu.

3 Sjá, akurinn er þegar hvítur til uppskeru. Hver, sem þess vegna þráir að uppskera, skal beita sigð sinni af mætti sínum og uppskera meðan dagur endist, svo að hann megi búa sálu sinni ævarandi hjálpræði í ríki Guðs.

4 Já, hver sá, sem beita mun sigð sinni og uppskera, hann er kallaður af Guði.

5 Ef þér þess vegna biðjið, mun yður gefast. Ef þér knýið á, mun fyrir yður upplokið verða.

6 Þar sem þér nú hafið beðið, sjá, þá segi ég yður: Haldið boðorð mín og leitist við að tryggja og efla málstað Síonar.

7 Sjá, ég tala til þín og einnig til allra þeirra, sem þrá að vinna að framgangi þessa verks og tryggja það —

8 Og enginn getur aðstoðað við þetta verk, nema hann sé aauðmjúkur og fullur belsku, eigi ctrú, dvon og ekærleika og sé hófsamur í öllu, hverju því sem honum verður treyst fyrir.

9 Sjá, ég, sem mæli þessi orð, er ljós og líf heimsins. Gef þeim þess vegna gaum af mætti þínum, og þá ert þú kallaður. Amen.