Ritningar
Kenning og sáttmálar 14
Neðanmálstilvísanir

Hide Footnotes

Þema

14. Kafli

Opinberun gefin með spámanninum Joseph Smith til Davids Whitmer, í Fayette, New York, í júní 1829. Whitmer-fjölskyldan hafði fengið mikinn áhuga á þýðingu Mormónsbókar. Joseph flutti aðsetur sitt á heimili Peters Whitmer eldri, þar sem hann dvaldi, uns þýðingarstarfinu lauk og útgáfuréttur bókarinnar var tryggður. Þrem sonum Whitmer-hjónanna, sem allir höfðu fengið vitnisburð um áreiðanleika þessa verks, var mjög umhugað um persónulega skyldu sína. Þessi opinberun og tvær næstu (kafli 15 og 16) voru gefnar með Úrím og Túmmím, sem svar við fyrirspurn. David Whitmer varð seinna eitt vitnanna þriggja að Mormónsbók.

1–6, Verkamenn í víngarðinum munu öðlast sáluhjálp; 7–8, Eilíft líf er mest allra gjafa Guðs; 9–11, Kristur skapaði himna og jörð.

1 aMikið og undursamlegt verk er að hefjast meðal mannanna barna.

2 Sjá, ég er Guð. Gef gaum að orði mínu, sem er lifandi og kröftugt, beittara en tvíeggjað sverð, er smýgur bæði gegnum merg og bein. Gef þess vegna gaum að orði mínu.

3 Sjá, akurinn er þegar hvítur til uppskeru. Hver, sem þess vegna þráir að uppskera, skal beita sigð sinni af mætti sínum og uppskera meðan dagur endist, svo að hann megi búa sálu sinni ævarandi hjálpræði í ríki Guðs.

4 Já, hver sá, sem beita mun sigð sinni og uppskera, hann er kallaður af Guði.

5 Ef þér þess vegna biðjið mig, mun yður gefast. Ef þér knýið á, mun fyrir yður upplokið verða.

6 Leitist við að tryggja og efla mína Síon. Haldið boðorð mín í öllu.

7 Og ef þú aheldur boðorð mín og bstendur stöðugur allt til enda, skalt þú öðlast ceilíft líf, en sú gjöf er mest allra gjafa Guðs.

8 Og svo mun bera við, að ef þú biður föðurinn í mínu nafni og í öruggri trú, munt þú meðtaka aheilagan anda, sem málið gefur, svo að þú megir standa sem bvitni þess, er þú munt bæði cheyra og sjá, og getir einnig boðað þessari kynslóð iðrun.

9 Sjá, ég er aJesús Kristur, bsonur hins clifanda Guðs, sem dskapaði himna og ejörð, fljós, sem ekki er unnt að dylja í gmyrkrinu.

10 Þess vegna verð ég að leiða fram afyllingu fagnaðarerindis míns frá bÞjóðunum til Ísraelsættar.

11 Og sjá, þú ert David, og þú ert kallaður til aðstoðar, og ef þú gjörir svo og reynist trúr, munt þú bæði hljóta andlega og stundlega blessun, og mikil verða laun þín. Amen.