Ritningar
Kenning og sáttmálar 23
Neðanmálstilvísanir

Hide Footnotes

Þema

23. Kafli

Röð fimm opinberana gefnar með spámanninum Joseph Smith í Manchester, New York, í apríl 1830, til Olivers Cowdery, Hyrums Smith, Samuels H. Smith, Josephs Smith eldri og Josephs Knight eldri. Vegna einlægra óska þessara fimm manna um að þekkja viðkomandi skyldur sínar leitaði spámaðurinn til Drottins og meðtók opinberun fyrir hvern þeirra.

1–7, Þessir fyrstu lærisveinar eru kallaðir til að prédika, hvetja og styrkja kirkjuna.

1 Sjá, ég mæli nokkur orð til þín, Oliver. Sjá, þú ert blessaður og á þér hvílir engin fordæming. En gæt þín á aofurdrambi, svo að þú fallir ekki í bfreistni.

2 Kunngjör kirkjunni köllun þína og einnig heiminum, og þá mun hjarta þitt opnast til boðunar sannleikans héðan í frá og að eilífu. Amen.

3 Sjá, ég mæli nokkur orð til þín, Hyrum, því að á þér hvílir heldur engin fordæming og hjarta þitt er opið og tunga þín frjáls. Og köllun þín er að hvetja og astyrkja kirkjuna stöðugt. Þess vegna varir skylda þín við kirkjuna að eilífu og það vegna fjölskyldu þinnar. Amen.

4 Sjá, ég mæli nokkur orð til þín, aSamúel, því að á þér hvílir heldur engin fordæming og köllun þín er að hvetja og styrkja kirkjuna, en enn ert þú ekki kallaður til að prédika fyrir heiminum. Amen.

5 Sjá, ég mæli nokkur orð til þín, Joseph, því að á þér hvílir heldur engin fordæming, og köllun þín er einnig að hvetja, og styrkja kirkjuna og það er skylda þín héðan í frá og að eilífu. Amen.

6 Sjá, með þessum orðum gjöri ég þér, Joseph Knight, kunnugt, að þú verður að taka upp akross þinn, og þar með bbiðja cupphátt, jafnt frammi fyrir heiminum sem í leynum, meðal fjölskyldu þinnar og vina þinna og á öllum stöðum.

7 Og sjá, skylda þín er að asameinast hinni sönnu kirkju og nota tungu þína til stöðugra hvatninga, svo að þú megir hljóta laun verkamannsins. Amen.