Ritningar
Kenning og sáttmálar 75
Neðanmálstilvísanir

Hide Footnotes

Þema

75. Kafli

Opinberun gefin með spámanninum Joseph Smith í Amherst, Ohio, 25. janúar 1832. Þessi kafli samanstendur af tveimur aðskildum opinberunum (sú fyrri í versum 1 til og með 22 og sú síðari í versum 23 til og með 36) sem gefnar voru á sama degi. Tilefnið var ráðstefna þar sem Joseph Smith var studdur og vígður forseti hins háa prestdæmis. Ákveðnir öldungar óskuðu eftir að fræðast meira um aðkallandi skyldur sínar. Þessar opinberanir fylgdu.

1–5, Staðfastir öldungar, sem prédika fagnaðarerindið, munu öðlast eilíft líf; 6–12, Biðjið um að hljóta huggarann, sem kennir allt; 13–22, Öldungar munu dæma þá sem hafna boðskap þeirra; 23–36, Fjölskyldur trúboðanna skulu fá hjálp frá kirkjunni.

1 Sannlega, sannlega segi ég yður, ég, sem tala með arödd anda míns, já, bAlfa og Ómega, Drottinn yðar og Guð yðar —

2 Hlýðið á, ó þér, sem hafið gefið nöfn yðar til að fara og boða fagnaðarerindi mitt og asniðla bvíngarð minn.

3 Sjá, ég segi yður, að það er vilji minn að þér farið, og hvorki haldið kyrru fyrir né séuð aiðjulausir, heldur vinnið af mætti yðar —

4 Hefjið upp raust yðar sem með lúðurhljómi, og akunngjörið bsannleikann í samræmi við opinberanirnar og boðin, sem ég hef gefið yður.

5 Og ef þér eruð því staðfastir, þá munuð þér hlaðnir mörgum akornbindum og bkrýndir cheiðri og ddýrð og eódauðleika og feilífu lífi.

6 Sannlega segi ég því við þjón minn William E. McLellin, að ég aafturkalla það erindi, sem ég fól honum, að fara til landsvæðanna í austri —

7 Og ég fel honum nýtt erindi og ný fyrirmæli, þar sem ég, Drottinn, aaga hann fyrir þann bkurr, sem í hjarta hans er —

8 Og hann syndgaði. Eigi að síður fyrirgef ég honum og segi enn við hann: Far til landsvæðanna í suðri.

9 Og lát þjón minn Luke Johnson fara með honum og kunngjöra það, sem ég hef boðið þeim —

10 Að ákalla nafn Drottins og biðja um ahuggarann, sem kenna skal þeim allt, sem þeim er nauðsynlegt —

11 Og abiðja ávallt, að þeir láti ei hugfallast. Og ef þeir gjöra þetta, verð ég með þeim allt til enda.

12 Sjá, þetta er vilji Drottins Guðs yðar varðandi yður. Já, vissulega. Amen.

13 Og sannlega, svo segir Drottinn ennfremur: Lát þjón minn aOrson Hyde og þjón minn bSamuel H. Smith hefja ferð sína til landsvæðanna í austri og kunngjöra það, sem ég hef boðið þeim, og ef þeir eru staðfastir, takið eftir, verð ég cmeð þeim allt til enda.

14 Og sannlega segi ég ennfremur við þjón minn Lyman Johnson og þjón minn aOrson Pratt, að þeir skulu og hefja ferð sína til landsvæðanna í austri, og sjá og tak eftir, ég er einnig með þeim, já, allt til enda.

15 Og ennfremur segi ég við þjón minn Asa Dodds og þjón minn Calves Wilson, að þeir skulu einnig hefja ferð sína til landsvæðanna í vestri og kunngjöra fagnaðarerindi mitt, já, eins og ég hef boðið þeim.

16 Og sá, sem er trúr, mun sigrast á öllu og honum skal alyft upp á efsta degi.

17 Og enn fremur segi ég við þjón minn Major N. Ashley og þjón minn Burr Riggs, að þeir skulu einnig hefja ferð sína til landsvæðanna í suðri.

18 Já, lát alla þessa hefja ferð sína, eins og ég hef boðið þeim, fara hús úr húsi og þorp úr þorpi og borg úr borg.

19 Og á hverju því húsi, sem þér gangið inn í, og tekið er á móti yður, skal blessun yðar hvíla.

20 Og frá hverju því húsi, sem þér gangið inn í og ekki er tekið á móti yður, skuluð þér hverfa í skyndi frá því húsi og ahrista duftið af fótum yðar sem vitnisburð gegn þeim.

21 Og þér skuluð fyllast afögnuði og gleði. Og vitið þetta, að á degi dómsins verðið þér bdómarar þess húss og dæmið það —

22 Og bærilegra verður heiðingjunum á degi dómsins en því húsi. aGirðið þess vegna lendar yðar og verið trúir, og þér munuð sigra allt og yður verður lyft upp á efsta degi. Já, vissulega. Amen.

23 Og enn fremur segir Drottinn svo við yður: Ó, þér öldungar kirkju minnar, sem hafið gefið nöfn yðar til að fá að vita vilja hans varðandi yður —

24 Sjá, ég segi yður, að það er skylda kirkjunnar að aðstoða við framfærslu fjölskyldna þeirra, og einnig að annast fjölskyldur þeirra, sem kallaðir eru og senda verður út í heiminn til að kunngjöra heiminum fagnaðarerindið.

25 Fyrir því gef ég, Drottinn, yður þau fyrirmæli, að þér finnið fjölskyldum yðar stað, eftir því sem bræður yðar eru fúsir að opna hjörtu sín.

26 Og allir, sem geta fundið fjölskyldum sínum stað og stuðning kirkjunnar, skulu ekki láta hjá líða að fara út í heiminn, hvort heldur er í austur eða vestur, í norður eða suður.

27 Þeir skulu biðja og þeim mun gefast, knýja á og fyrir þeim mun upp lokið verða og þeim gjört kunnugt að ofan, já, með ahuggaranum, hvert þeir skulu halda.

28 Og sannlega segi ég yður enn, að sérhver maður, sem er skuldbundinn til að asjá fyrir bfjölskyldu sinni, skal sjá fyrir henni, og hann mun í engu glata kórónu sinni, en lát hann starfa í kirkjunni.

29 Sérhver maður sé akostgæfinn í öllu. Og biðjuleysinginn skal ekki eiga stað í kirkjunni, nema hann iðrist og breyti háttum sínum.

30 Lát því þjón minn Simeon Carter og þjón minn Emer Harris sameinast í hinni helgu þjónustu —

31 Og einnig þjón minn Ezra Thayre og þjón minn aThomas B. Marsh —

32 Og einnig þjón minn Hyrum Smith og þjón minn Reynolds Cahoon —

33 Og einnig þjón minn Daniel Stanton og þjón minn Seymour Brunson —

34 Og einnig þjón minn Sylvester Smith og þjón minn Gideon Carter —

35 Og einnig þjón minn Rugles Eames og þjón minn Stephen Burnett —

36 Og einnig þjón minn Micah B. Welton og einnig þjón minn Eden Smith. Já vissulega. Amen.