Ritningar
Kenning og sáttmálar 44


44. Kafli

Opinberun gefin spámanninum Joseph Smith og Sidney Rigdon í Kirtland, Ohio, síðari hluta febrúar 1831. Í samræmi við þá nauðsyn, sem hér er greint frá, ákvað kirkjan að ráðstefna skyldi haldin snemma í júnímánuði næstkomandi.

1–3, Öldungarnir skulu koma saman til ráðstefnu; 4–6, Þeir skulu skipuleggja sig í samræmi við lög landsins og annast hina fátæku.

1 Sjá, svo segir Drottinn til yðar þjóna sinna: Mér þykir nauðsynlegt, að öldungar kirkju minnar verði kallaðir saman með bréfi eða á annan hátt, frá austri og vestri, frá norðri og suðri.

2 Og svo ber við, að sem þeir eru staðfastir og iðka trú á mig, svo mun ég úthella aanda mínum yfir þá þann dag, sem þeir koma saman.

3 Og svo ber við, að þeir skulu fara til nærliggjandi landsvæða og aprédika fólkinu iðrun.

4 Og svo margir munu asnúast til trúar, að þér fáið kraft til að skipuleggja yður í bsamræmi við lög manna —

5 Svo að aóvinir yðar fái ekkert vald yfir yður og þér verðið verndaðir í öllu, og yður verði fært að halda lögmál mín, og rjúfa megi sérhvert það haft, sem óvinurinn leitast við að tortíma fólki mínu með.

6 Sjá, ég segi yður, að þér verðið að avitja hinna fátæku og þurfandi og veita þeim líkn, svo að þeir hljóti stuðning uns allt verður gjört í samræmi við lögmál mitt, sem þér hafið meðtekið. Amen.