Mormónsbók kennir, að „allir séu jafnir fyrir Guði,“ þar meðtaldir „[svartir og hvítir, ánauðugir og frjálsir, karlar og konur]“ (2. Nefí 26:33). Í allri sögu kirkjunnar hefur fólk af öllum kynþáttum og þjóðarbrotum í fjölmörgum löndum verið skírt og lifað sem trúfastir meðlimir kirkjunnar. Á æviskeiði Josephs Smith voru nokkrir svartir karlmenn, meðlimir kirkjunnar, vígðir til prestdæmisins. Snemma í sögu kirkjunnar hættu leiðtogar kirkjunnar að veita svörtum karlmönnum af afrískum uppruna prestdæmið. Kirkjuskrár veita ekki skýra sýn inn í uppruna þeirrar iðkunar. Kirkjuleiðtogar trúðu, að það þyrfti opinberun frá Guði til að breyta þessari hefð og leituðu leiðsagnar í bæn. Opinberunin kom til forseta kirkjunnar, Spencers W. Kimball, og var staðfest af öðrum leiðtogum kirkjunnar í Salt Lake musterinu 1. júní 1978. Opinberunin afnam öll þau höft, sem gilt höfðu um kynþætti í tengingu við prestdæmið.