Ritningar
Kenning og sáttmálar 2
Neðanmálstilvísanir

Hide Footnotes

Þema

2. Kafli

Útdráttur úr sögu Joseph Smith, sem segir frá orðum engilsins Morónís til spámannsins Josephs Smith, meðan hann dvaldi á heimili föður síns í Manchester, New York, kvöldið 21. september 1823. Moróní var síðastur í langri röð sagnaritara, sem ritað höfðu heimildir þær, er nú liggja frammi fyrir heiminum sem Mormónsbók. (Berið saman við Malakí 4:5–6; einnig K&S 27:9; 110:13–16 og 128:18.)

1, Elía á að opinbera prestdæmið; 2–3, Fyrirheit feðranna eru gróðursett í hjörtum barnanna.

1 Sjá, með hendi spámannsins aElía opinbera ég yður prestdæmið, áður en hinn bmikli og ógurlegi dagur Drottins kemur.

2 Og ahann mun gróðursetja í hjörtum barnanna bfyrirheitin, sem feðrunum voru gefin, og hjörtu barnanna munu snúa til feðra sinna.

3 Ef svo væri ekki, mundi jörðin öll verða gjöreydd við komu hans.