Ritningar
Kenning og sáttmálar 121
Neðanmálstilvísanir

Hide Footnotes

Þema

121. Kafli

Bæn og spádómar, sem spámaðurinn Joseph Smith skráði í sendibréfi til kirkjunnar, meðan hann var í haldi í fangelsinu í Liberty, Missouri, dagsett 20. mars 1839. Spámaðurinn, ásamt nokkrum félaga sinna, höfðu setið í fangelsi mánuðum saman. Beiðnir þeirra og skírskotun til ráðandi embættismanna og dómstóla höfðu engan árangur borið.

1–6, Spámaður biður heitt til Drottins vegna þjáninga hinna heilögu; 7–10, Drottinn færir honum frið; 11–17, Bölvaðir eru allir þeir, sem hrópa falskar ásakanir um afbrot gegn fólki Drottins; 18–25, Þeir munu ekki eiga rétt til prestdæmisins og munu fordæmdir; 26–32, Þeim sem standast hughraustir er heitið dýrðlegum opinberunum; 33–40, Hvers vegna margir eru kallaðir en fáir útvaldir; 41–46, Prestdæminu skal aðeins beitt í réttlæti.

1 Ó Guð, hvar ert þú? Og hvar er tjaldið, sem hylur askýli þitt?

2 aHversu lengi munt þú halda að þér hendi þinni og hversu lengi mun auga þitt, hið hreina auga þitt, horfa frá hinum eilífu himnum á rangindi þau, sem fólk þitt og þjónar þínir eru beittir, og eyra þitt daufheyrast við ákalli þeirra?

3 Já, ó Drottinn, ahversu lengi skulu þau þola þessi rangindi og þessa óréttmætu áþján, áður en hjarta þitt mildast gagnvart þeim og brjóst þitt hrærist til meðaumkunar með þeim?

4 Ó, Drottinn Guð aalmáttugur, skapari himins, jarðar og sjávar og alls þess, sem í þeim er, og sem hefur vald yfir djöflinum og undirokar hann og hin myrku og skuggalegu yfirráð Sheols — rétt þú fram hönd þína, ljúk upp auga þínu, lyft tjaldi þínu frá, hyl ekki lengur bskýli þitt, legg við hlustir, lát hjarta þitt mildast og brjóst þitt hrærast til meðaumkunar með oss.

5 Tendra reiði þína gegn óvinum vorum og lát oss með heift hjarta þíns og sverði þínu ná arétti vorum vegna rangindanna.

6 Minnstu þjáninga þinna heilögu, ó, Guð vor, og þjónar þínir munu að eilífu fagna í nafni þínu.

7 Sonur minn, friður sé með sál þinni. aMótlæti þitt og þrengingar munu aðeins vara örskamma stund —

8 Og ef þú astenst það vel, þá mun Guð upphefja þig í upphæðum. Þú munt fagna sigri yfir öllum óvinum þínum.

9 aVinir þínir standa með þér og þeir munu hylla þig aftur með heitu hjarta og hlýjum höndum.

10 Enn ert þú ekki sem aJob. Vinir þínir berjast hvorki gegn þér né saka þig um afbrot, eins og þeir gjörðu við Job.

11 Og von þeirra, sem saka þig um afbrot, mun bresta og væntingar þeirra hjaðna niður eins og afrosthélan bráðnar undan brennheitum geislum hækkandi sólar —

12 Og Guð hefur einnig ákveðið með hendi sinni og innsigli að breyta atímum og árstíðum og blinda hugi þeirra, svo að þeir skilji ekki hin undursamlegu verk hans, og hann fái einnig reynt þá og fellt þá á þeirra eigin bragði —

13 Og þar eð hjörtu þeirra eru spillt, mun það, sem þeir vilja leiða yfir aðra, og þjáningarnar, sem þeir óska að aðrir líði, koma yfir aþá sjálfa að fullu —

14 Að þeir verði einnig vonsviknir og vonir þeirra að engu gjörðar —

15 Og innan fárra ára mun þeim og afkomendum þeirra sópað burtu undan himninum, segir Guð, svo að enginn þeirra standi eftir við múrinn.

16 Bölvaðir séu allir þeir, sem lyfta hæli sínum móti mínum asmurðu, segir Drottinn, og segja þá hafa bsyndgað, þegar þeir hafa ekki syndgað gegn mér, segir Drottinn, heldur hafa gjört það, sem rétt var í augum mínum, og sem ég bauð þeim.

17 En þeir, sem hrópa afbrot, gjöra svo vegna þess að þeir eru þjónar syndarinnar og eru sjálfir abörn óhlýðninnar.

18 Og þeir, sem vinna falskan eið gegn þjónum mínum til þess að geta fjötrað þá og deytt —

19 Vei sé þeim, og vegna þess að þeir hafa amisboðið smælingjum mínum, skulu þeir sneiddir frá bhelgiathöfnum húss míns.

20 aKarfa þeirra mun ekki fyllast, hús þeirra og hlöður skulu farast, og þeir munu sjálfir fyrirlitnir af þeim sem skjölluðu þá.

21 Þeir skulu ekki hafa rétt til aprestdæmisins, og ekki heldur afkomendur þeirra eftir þá, kynslóð eftir kynslóð.

22 aBetra hefði þeim verið að myllusteinn hefði verið hengdur um háls þeirra og þeim drekkt í djúpi sjávar.

23 Vei, öllum þeim, sem hrella fólk mitt og hrekja, myrða og vitna gegn því, segir Drottinn hersveitanna. aNöðruafkvæmi fá ekki umflúið fordæmingu vítis.

24 Sjá, augu mín asjá og þekkja öll verk þeirra, og ég geymi þeim öllum bráðan bdóm á sínum tíma —

25 Því að atími er útnefndur hverjum manni, samkvæmt því hver bverk hans verða.

26 Guð mun veita yður aþekkingu með bhinum heilaga anda sínum, já, með hinni ólýsanlegu cgjöf heilags anda, sem ekki hefur verið opinberuð síðan heimurinn varð til, fyrr en nú.

27 Sem forfeður okkar hafa með mikilli eftirvæntingu beðið eftir að opinberuð yrði á síðustu tímum, sem englarnir beindu hugum þeirra að, og geymd var til fyllingar dýrðar þeirra.

28 Til komandi tíma, þegar aengu verður haldið til baka. Hvort sem um er að ræða einn Guð eða marga bguði, skulu þeir opinberast.

29 Öll hásæti, herradómar, tignir og völd skulu aopinberuð verða og veitast öllum þeim, sem hugdjarfir hafa staðið stöðugir í fagnaðarerindi Jesú Krists.

30 Og einnig, ef atakmörk verða sett himnunum, höfunum, þurrlendunum eða sólinni, tunglinu eða stjörnunum —

31 Allur snúningstími þeirra, allir útnefndir dagar, mánuðir og ár, og allir dagar daga þeirra, mánaða og ára, og öll dýrð þeirra, lögmál og ákveðið tímaskeið, mun opinberað á dögum aráðstöfunarinnar í fyllingu tímanna —

32 Samkvæmt því sem ákveðið var í aráði hins eilífa bGuðs allra annarra guða áður en þessi heimur varð til, það sem geymast skyldi til fullnustu og loka hans, þegar sérhver maður skal ganga inn í eilífa cnávist hans og ódauðlega dhvíld hans.

33 Hversu lengi geta straumvötn haldist óhrein? Hvaða vald fær stöðvað himnana? Eins vel gæti maðurinn rétt fram veikan arm sinn til að stöðva markað rennsli Missourifljótsins eða snúa straumi þess í gagnstæða átt, eins og að koma í veg fyrir að almættið úthelli aþekkingu frá himni yfir höfuð síðari daga heilagra.

34 Sjá, margir eru akallaðir en fáir eru bútvaldir. Og hvers vegna eru þeir ekki útvaldir?

35 Vegna þess að hjörtu þeirra beinast svo mjög að því, sem þessa aheims er, og leita sér svo mannlegrar bupphefðar, að þeir læra ekki þessi einu sannindi —

36 aréttur prestdæmisins er óaðskiljanlega tengdur bkrafti himins, og að krafti himins verður aðeins stjórnað og beitt eftir reglum créttlætisins.

37 Hægt er að fela okkur hann, rétt er það, en þegar við reynum að ahylja bsyndir okkar eða seðja chroka okkar og fánýta metorðagirnd, eða beita stjórn eða yfirráðum eða þvingun við sálir mannanna barna, hversu lítið sem óréttlætið er, sjá, þá ddraga himnarnir sig í hlé. Andi Drottins tregar, og þegar hann er vikinn á brott, er úr sögunni prestdæmi eða vald þess manns.

38 Sjá, áður en hann veit af, er hann skilinn einn eftir til að aspyrna gegn broddunum, til að bofsækja hina heilögu og berjast gegn Guði.

39 Við höfum lært af sárri reynslu, að það er aeðli og tilhneiging nánast allra manna, að jafnskjótt og þeir telja sig hafa eitthvert vald, fara þeir samstundis að beita óréttlátum yfirráðum.

40 Þess vegna eru margir kallaðir, en fáir eru útvaldir.

41 Engu valdi eða áhrifum er hægt eða ætti að beita af hendi prestdæmisins, heldur með afortölum einum, með bumburðarlyndi, með mildi og hógværð og með fölskvalausri ást —

42 Með góðvild og hreinni þekkingu, sem stórum mun þroska sálina, án ahræsni og án bflærðar —

43 aVanda um tímanlega með myndugleik, þegar heilagur andi hvetur til þess, og auðsýna síðan vaxandi bkærleik þeim, sem þú hefur vandað um við, svo að hann telji þig ekki óvin sinn —

44 Svo að hann megi vita, að tryggð þín er sterkari en bönd dauðans.

45 Lát brjóst þitt og vera fullt af kærleika til allra manna og til heimamanna trúarinnar. Lát adyggðir prýða bhugsanir þínar linnulaust, og þá mun traust þitt vaxa og styrkjast í návist Guðs og kenning prestdæmisins falla á sál þína sem cdögg af himni.

46 aHeilagur andi verður þér stöðugur förunautur, og veldissproti þinn óbreytanlegur veldissproti réttlætis og sannleika. Og byfirráð þín skulu verða ævarandi yfirráð og streyma til þín án þvingana alltaf og að eilífu.