Ritningar
Kenning og sáttmálar 30
Neðanmálstilvísanir

Hide Footnotes

Þema

30. Kafli

Opinberun gefin með spámanninum Joseph Smith til Davids Whitmer, Peters Whitmer yngri og Johns Whitmer í Fayette, New York, í september 1830, eftir þriggja daga ráðstefnu í Fayette, en áður en öldungar kirkjunnar skildu. Í upphafi var hún birt sem þrjár opinberanir, sem spámaðurinn sameinaði síðan í eina heild fyrir útgáfu Kenningar og sáttmála árið 1835.

1–4, David Whitmer er agaður fyrir að þjóna ekki af kostgæfni; 5–8, Peter Whitmer yngri skal fara með Oliver Cowdery í trúboðsferð til Lamaníta; 9–11, John Whitmer er kallaður til að prédika fagnaðarerindið.

1 Sjá, ég segi þér, aDavid, að þú hefur bóttast manninn og ekki ctreyst á styrk frá mér eins og þér bar.

2 En hugur þinn hefur hvílt meir á hinu ajarðneska en á því, sem mitt er, skapara þíns, og á þeirri helgu þjónustu, sem þú hefur verið kallaður til. Og þú hefur ekki gefið gaum að anda mínum og þeim, sem yfir þig voru settir, heldur látið þá hafa áhrif á þig, sem engin boð hafa fengið frá mér.

3 Þess vegna ert þú látinn einn um að spyrja mig og aíhuga það, sem þú hefur móttekið.

4 Og heimili þitt skal vera í húsi föður þíns, þar til ég gef þér frekari fyrirmæli. Og þú skalt rækja andlega aþjónustu í kirkjunni og fyrir heiminum og á nærliggjandi svæðum. Amen.

5 Sjá, ég segi þér, aPeter, að þú skalt leggja upp í bferð með bróður þínum, Oliver, því að sá ctími er kominn, sem mér er hentugur, að þú ljúkir upp munni þínum og boðir fagnaðarerindi mitt. Óttastu þess vegna ekki, en gef dgaum að þeim orðum og ráðleggingum bróður þíns, sem hann mun gefa þér.

6 Og tak þátt í öllum þrengingum hans og lyft stöðugt hjarta þínu til mín í trú og bæn fyrir lausn hans og þinni, því að ég hef gefið honum kraft til að byggja upp akirkju mína á meðal bLamaníta —

7 Og engan hef ég útnefnt ráðgjafa ayfir hann í kirkjunni, varðandi mál kirkjunnar, annan en bróður hans, Joseph Smith yngri.

8 Gef því gaum að þessu og ver kostgæfinn við að halda boðorð mín, og þú skalt blessaður með eilífu lífi. Amen.

9 Sjá, ég segi þér þjónn minn John, að þú skalt héðan í frá aboða fagnaðarerindi mitt sem með blúðurhljómi.

10 Og þú skalt starfa hjá bróður þínum Philip Burrough og á svæðinu þar í kring. Já, hvar sem heyrast má til þín, þar til ég býð þér að fara þaðan.

11 Og allt starf þitt skal héðan í frá helgað Síon, af allri sálu þinni. Já, þú skalt ætíð ljúka upp munni þínum fyrir málstað minn, og aóttast ekki hvað bmaðurinn getur gjört, því að ég er cmeð þér. Amen.