Ritningar
Kenning og sáttmálar 136
Neðanmálstilvísanir

Hide Footnotes

Þema

136. Kafli

Orð og vilji Drottins gefin með Brigham Young forseta í Vetrarstöðvum Ísraelsfylkingar, í Omaha Nation á vesturbakka Missourifljótsins, nálægt Council Bluffs, Iowa.

1–16, Skýrt frá því hvernig skipuleggja skuli Ísraelsfylkingu fyrir ferðina í vesturátt; 17–27, Hinum heilögu er boðið að lifa eftir ýmsum reglum fagnaðarerindisins; 28–33, Hinir heilögu skulu syngja, dansa, biðja, og nema visku; 34–42, Spámennirnir eru drepnir, svo að hægt sé að heiðra þá og dæma hina ranglátu.

1 Orð og vilji Drottins varðandi Ísraelsfylkingu á ferð hennar til vestursins:

2 Lát skipuleggja í hópa alla í aKirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu og þá, sem með þeim ferðast, með sáttmála og loforði um að halda öll boðorð og ákvæði Drottins Guðs vors.

3 Lát skipuleggja hópana með foringjum yfir ahundrað, foringjum yfir fimmtíu, og foringjum yfir tíu, með forseta og tvo ráðgjafa hans sem höfuð þeirra, undir stjórn bpostulanna tólf.

4 Og þetta skal vera asáttmáli vor — að vér munum bfara í öllu eftir chelgiathöfnum Drottins.

5 Lát hvern hóp eftir bestu getu sjá sér fyrir dráttardýrum, vögnum, vistum, klæðum og öðrum nauðsynjum til ferðarinnar.

6 Þegar búið er að skipuleggja hópana, skulu þeir af öllum mætti gjöra allt til reiðu fyrir þá, sem kyrrir verða.

7 Lát hvern hóp, með foringja sínum og forseta, ákveða hve margir geti farið næsta vor, síðan velja nægilegan fjölda vinnufærra og hæfra manna til að taka dráttardýr, fræ og landbúnaðarverkfæri, og fara sem landnemar til að undirbúa vorsáninguna.

8 Lát hvern hóp að jöfnu, í samræmi við eigur sínar, annast hina afátæku, bekkjurnar, cmunaðarleysingjana og fjölskyldur þeirra, sem gengið hafa í herinn, svo að hróp ekkjunnar og munaðarleysingjanna berist ekki til eyrna Drottins gegn þessu fólki.

9 Lát hvern hóp undirbúa húsnæði og akra til kornyrkju fyrir þá, sem eftir verða í þetta sinn. Og þetta er vilji Drottins varðandi fólk hans.

10 Lát hvern mann nota öll áhrif sín og allar eigur sínar til að flytja þetta fólk til þess staðar, þar sem Drottinn ætlar að setja astiku Síonar.

11 Og ef þér gjörið þetta af hreinu hjarta og fullri staðfestu, munuð þér ablessuð, hjarðir yðar munu blessaðar, og akrar yðar og hús yðar og fjölskyldur yðar.

12 Lát þjóna mína Ezra T. Benson og Erastus Snow skipuleggja hóp.

13 Og lát þjóna mína Orson Pratt og Wilford Woodruff skipuleggja hóp.

14 Lát einnig þjóna mína Amasa Lyman og George A. Smith skipuleggja hóp.

15 Og tilnefna forseta og foringja yfir hundruð, og fimmtíu og tíu.

16 Og lát þjóna mína, sem tilnefndir hafa verið, fara og kynna hinum heilögu þennan vilja minn, svo að þeir verði reiðubúnir að fara til friðarlandsins.

17 Farið yðar leið og gjörið sem ég hef sagt yður og óttist ekki óvini yðar, því að þeir munu ekki hafa vald til að stöðva verk mitt.

18 Síon mun aendurleyst á mínum tíma.

19 Og reyni einhver maður að upphefja sjálfan sig og leitar ekki minna aráða, mun hann engan kraft hafa, og heimska hans mun gjörð opinber.

20 Leitið, og ahaldið öll heit yðar hver við annan, og bgirnist ekki það sem bróðir yðar á.

21 aHaldið yður frá hinu illa og að leggja nafn Drottins við hégóma, því að ég er Drottinn Guð yðar, sjálfur bGuð feðra yðar, Guð Abrahams, Ísaks og Jakobs.

22 aÉg er sá, sem leiddi Ísraelsbörn út úr Egyptalandi, og armur minn er útréttur á síðustu dögum til að bfrelsa þjóð mína, Ísrael.

23 Leggið niður allar aþrætur yðar á meðal, hættið billu umtali hvert um annað.

24 Leggið niður adrykkjuskap og látið öll orð yðar verða hver öðrum til buppbyggingar.

25 Fáir þú lánað hjá nágranna þínum, skalt þú skila aftur því sem þú fékkst alánað. Og getir þú ekki endurgreitt það, skaltu samstundis fara og skýra nágranna þínum frá því, svo að hann dæmi þig ekki.

26 Finnir þú það sem nágranni þinn hefur atapað, skalt þú leita hans af kostgæfni, svo að þú getir afhent honum það aftur.

27 Þú skalt af akostgæfni varðveita það sem þú átt, svo að þú verðir hygginn bráðsmaður, því að það er endurgjaldslaus gjöf Drottins Guðs þíns, og þú ert ráðsmaður hans.

28 Sért þú glaður, skalt þú lofa Drottin með asöng, tónlist, dansi og með blofgjörðarbæn og cþakkargjörð.

29 Sért þú ahryggur, þá ákallaðu Drottin Guð þinn í heitri bæn, svo að sál þín megi bgleðjast.

30 Óttast ekki óvini þína, því að þeir eru í mínum höndum og ég mun breyta við þá eins og mér hentar.

31 aReyna verður fólk mitt í öllu, svo að það sé undir það búið að meðtaka þá bdýrð, sem ég ætla því, já, dýrð Síonar. Og sá, sem ekki þolir cögun, er ekki verður ríkis míns.

32 Sá, sem fáfróður er, nemi avisku með því að bauðmýkja sig og ákalla Drottin Guð sinn, svo að augu hans opnist og hann megi sjá, og eyru hans ljúkist upp og hann megi heyra —

33 Því að aandi minn er sendur út í heiminn til að upplýsa auðmjúka og sáriðrandi, og til fordæmingar hinum óguðlegu.

34 Bræður yðar hafa hafnað yður og vitnisburði yðar, já, sú þjóð, sem hefur aútskúfað yður —

35 Og nú kemur hörmungadagur þeirra, já, sorgardagar, líkt og konu í jóðsótt. Og hryggð þeirra verður mikil, nema þeir iðrist í skyndi, já, mjög skyndilega.

36 Því að þeir myrtu spámennina og þá sem sendir voru til þeirra. Og þeir hafa úthellt saklausu blóði, sem hrópar gegn þeim upp úr jörðunni.

37 Undrist því ekki yfir þessu, því að þér eruð enn ekki ahreinir. Þér fáið enn ekki staðist dýrð mína, en þér skuluð sjá hana, ef þér staðfastlega farið eftir öllum þeim orðum, sem ég hef bgefið yður, frá dögum Adams til Abrahams, frá Abraham til Móse, frá Móse til Jesú og postula hans, og frá Jesú og postulum hans til Josephs Smith, sem ég kallaði með cenglum mínum, þjónustuenglum mínum, og með minni eigin röddu frá himnum, til að vinna verk mitt —

38 Grundvöll þess lagði hann og var trúr, og ég tók hann til mín.

39 Margir hafa undrast vegna dauða hans, en nauðsynlegt var að hann ainnsiglaði bvitnisburð sinn með cblóði sínu, svo að hann hlyti heiður, og hinir ranglátu fordæmingu.

40 Hef ég ekki bjargað yður frá aóvinum yðar, aðeins með því að skilja eftir vitni fyrir nafn mitt?

41 Ó, hlýðið þess vegna á, þér, fólk akirkju minnar, og þér öldungar, hlustið saman, þér hafið hlotið bríki mitt.

42 Haldið boðorð mín af kostgæfni, svo að dómar falli ekki yfir yður og trú yðar bregðist yður ekki og óvinir yðar fagni ekki sigri yfir yður. Ekkert fleira að sinni. Amen og amen.