Ritningar
Kenning og sáttmálar 25
Neðanmálstilvísanir

Hide Footnotes

Þema

25. Kafli

Opinberun gefin með spámanninum Joseph Smith í Harmony, Pennsylvaníu, í júlí 1830 (sjá formála að kafla 24). Þessi opinberun birtir Emmu Smith, eiginkonu spámannsins, vilja Drottins.

1–6, Emma Smith, kjörin kona, er kölluð til að aðstoða og hughreysta eiginmann sinn; 7–11, Hún er einnig kölluð til að skrifa, til að útskýra ritningar og til að safna sálmum; 12–14, Söngur hinna réttlátu er bæn til Drottins; 15–16, Reglur um hlýðni í þessari opinberun eru til allra.

1 Hlýð þú á rödd Drottins Guðs þíns meðan ég tala til þín, Emma Smith, dóttir mín. Því að sannlega segi ég þér, að allir þeir sem ameðtaka fagnaðarerindi mitt, eru synir og dætur í bríki mínu.

2 Opinberun gef ég þér varðandi vilja minn, og sért þú staðföst og agangir á vegi bdyggðarinnar frammi fyrir mér, mun ég varðveita líf þitt og þú skalt hljóta carf í Síon.

3 Sjá, asyndir þínar eru þér fyrirgefnar, og þú ert kjörin kona, sem ég hef bkallað.

4 Kvarta ekki vegna þess, sem þú hefur ekki séð, því að um tíma er það hulið þér og heiminum, samkvæmt visku minni.

5 Og embætti köllunar þinnar er að vera þjóni mínum, Joseph Smith yngri, eiginmanni þínum, ahuggun í þrengingum hans, með hughreystingarorðum, í hógværum anda.

6 Og þú skalt fara með honum þegar hann fer og vera ritari hans þegar enginn annar ritari er fyrir hendi, svo að ég geti sent þjón minn, Oliver Cowdery, hvert sem mér hentar.

7 Og af hans hendi skalt þú avígð til að útskýra ritningar og hvetja kirkjuna, eins og andi minn segir þér.

8 Því að hann skal leggja ahendur yfir þig og þú skalt meðtaka heilagan anda, og þú skalt nýta tíma þinn til skrifta og mikils lærdóms.

9 Og þú þarft ekki að óttast, því að eiginmaður þinn mun styðja þig í kirkjunni. Því að fyrir hana er aköllun hans, svo að allt, sem ég vil, megi bopinberað þeim, í samræmi við trú þeirra.

10 Og sannlega segi ég þér, að þú skalt leggja til hliðar aþað, sem þessa bheims er, og cleita þess, sem betra er.

11 Og þér skal einnig falið val á heilögum asálmum, sem mér er þóknanlegt að hafa í kirkju minni, eins og það verður gefið þér.

12 Því að sál mín hefur unun af asöng bhjartans, já, söngur hinna réttlátu er bæn til mín, og henni mun svarað með blessun yfir höfuð þeirra.

13 Lyft því upp hjarta þínu og fagna og hald fast við þá sáttmála, sem þú hefur gjört.

14 Hald áfram í ahógværð og gæt þín á bofurdrambi. Lát sálu þína gleðjast yfir eiginmanni þínum og þeirri dýrð, sem yfir hann mun koma.

15 Hald ávallt boðorð mín, og þú munt hljóta akórónu bréttlætisins. En gjörir þú það ei, ckemst þú ekki þangað, sem ég er.

16 Og sannlega, sannlega segi ég þér, að þetta er arödd mín til allra. Amen.