Ritningar
Kenning og sáttmálar 1
Neðanmálstilvísanir

Hide Footnotes

Þema

Kenning og sáttmálar

1. Kafli

Opinberun gefin með spámanninum Joseph Smith 1. nóvember 1831, á sérstakri öldungaráðstefnu kirkjunnar, sem haldin var í Hiram, Ohio. Fyrir þann tíma hafði Drottinn gefið margar opinberanir og var samantekt þeirra til útgáfu í bókarformi eitt aðalmálið, sem samþykkt var á ráðstefnunni. Þessi kafli er formáli Drottins að kenningum, sáttmálum og boðum þeim, sem gefin eru á þessum ráðstöfunartímum.

1–7, Aðvörunarorð til allra manna; 8–16, Fráhvarf og ranglæti eru undanfari síðari komunnar; 17–23, Joseph Smith er kallaður til að endurreisa sannleika Drottins og kraft á jörðu; 24–33, Mormónsbók er birt og hin sanna kirkja stofnuð; 34–36, Friður mun tekinn af jörðu; 37–39, Kannið þessi boð.

1 Hlýðið á, ó þér sem í akirkju minni eruð, segir rödd hans, sem dvelur í upphæðum og beinir baugum sínum til allra manna. Já, sannlega segi ég: cHlýðið á, þér sem í fjarlægð dveljið og þér sem dveljið á eyjum sjávar, hlustið saman.

2 Því að sannlega er arödd Drottins til allra manna, benginn kemst undan og ekkert auga sem eigi mun sjá, né eyra sem eigi mun heyra, né chjarta sem ósnortið verður.

3 Og mikil sorg mun nísta hina amótþróafullu, því að misgjörðir þeirra verða bræddar á húsþökum og leyniverk þeirra opinberuð.

4 Og aaðvörunarraust mun berast öllum lýðum af munni lærisveina minna, sem ég hef útvalið á þessum bsíðustu dögum.

5 Og þeir munu ganga fram og enginn fær stöðvað þá, því að ég, Drottinn, hef gefið þeim boð.

6 Sjá, þetta er avald mitt og vald þjóna minna og formáli minn að bók boðorða minna, sem ég hef gefið þeim til að bbirta yður, ó jarðarbúar.

7 aÓttist þess vegna og skelfist, ó þér menn, því að það sem ég, Drottinn, hef ákvarðað í þeim skal buppfyllt verða.

8 Og sannlega segi ég yður, að þeim, sem ganga fram og flytja íbúum jarðar þessi tíðindi, er gefið vald til að ainnsigla hina vantrúuðu og bmótþróafullu, bæði á jörðu og á himni —

9 Já, sannlega, innsigla þá til þess dags, er heilagri areiði Guðs verður úthellt takmarkalaust yfir hina branglátu —

10 Til þess adags, er Drottinn kemur og bgeldur hverjum manni samkvæmt cverkum hans og dmælir hverjum manni með þeim mæli, sem hann hefur mælt meðbræðrum sínum.

11 Rödd Drottins nær þess vegna til endimarka jarðar, svo að allir fái heyrt, sem heyra vilja:

12 Búið yður, búið yður undir það sem koma skal, því að Drottinn er í nánd —

13 Og areiði Drottins er tendruð og bsverð hans er laugað á himni, og það mun falla á íbúa jarðar.

14 Og aarmur Drottins mun opinberaður verða og sá dagur kemur, er þeir, sem hvorki vilja bhlýða á rödd Drottins né rödd þjóna hans, né heldur gefa cgaum að orðum spámannanna og postulanna, munu dútilokaðir frá fólkinu —

15 Því að þeir hafa avikið frá bhelgiathöfnum mínum og crofið dævarandi sáttmála minn —

16 Þeir aleita ekki Drottins til að tryggja réttlæti hans, heldur gengur hver maður sína beigin cleið og eftir dímynd síns eigin guðs, en ímynd hans er í líkingu heimsins og efniviður hans sem skurðgoðs, er eeldist og ferst í fBabýlon, já, Babýlon hinni miklu, sem falla mun.

17 Þess vegna kallaði ég, Drottinn, sem þekki þær hörmungar er koma munu yfir aíbúa jarðar, þjón minn Joseph Smith yngri og talaði til hans frá himni og gaf honum fyrirmæli —

18 Og gaf einnig öðrum fyrirmæli um að boða heiminum þessa hluti, og allt til þess að rætast megi það sem spámennirnir hafa ritað —

19 Hið aveika í heiminum mun koma og brjóta niður hina máttugu og sterku, svo að maðurinn gefi hvorki meðbróður sínum ráð né btreysti á arm holdsins —

20 Heldur megi hver maður amæla í nafni Guðs Drottins, já, frelsara heimsins —

21 Að trú megi einnig eflast á jörðu —

22 Að ævarandi asáttmála mínum verði á komið —

23 Að hinir aveiku og einföldu bfái boðað fyllingu cfagnaðarerindisins til endimarka heims, og frammi fyrir konungum og stjórnendum.

24 Sjá, ég er Guð og hef mælt þetta. Þessi aboð eru frá mér og voru gefin þjónum mínum í veikleika þeirra og á btungu þeirra, svo að þeir mættu öðlast cskilning.

25 Og sem þeir færu villir vegar, svo mætti það kunnugt verða —

26 Og sem þeir sæktust eftir avisku, svo mættu þeir fræðslu fá —

27 Og sem þeir syndguðu, svo mættu þeir aagaðir verða, til þess að þeir biðruðust —

28 Og sem þeir væru aauðmjúkir, svo mættu þeir styrkir verða og hljóta blessun frá upphæðum og öðlast bþekkingu smátt og smátt.

29 Já, og eftir að hafa meðtekið heimildir Nefíta, gæti jafnvel þjónn minn Joseph Smith yngri, fyrir miskunn Guðs og með krafti Guðs, öðlast kraft til að þýða aMormónsbók.

30 Og einnig mættu þeir, sem þessi boð fengu, hljóta akraft til að leggja grundvöll þessarar bkirkju og leiða hana fram úr móðu og úr cmyrkri, hina einu sönnu og lifandi dkirkju á gjörvallri jörðunni, sem ég, Drottinn, er vel eánægður með, og tala ég þar til kirkjunnar í heild, en ekki til einstakra manna —

31 Því að ég, Drottinn, get ekki litið á asynd með minnsta votti af undanlátssemi —

32 Eigi að síður verður þeim afyrirgefið, sem iðrast og fylgir boðorðum Drottins —

33 En frá þeim, sem eigi aiðrast, verður jafnvel það ljós btekið, sem hann hefur hlotið, því að candi minn mun ekki endalaust dtakast á við manninn, segir Drottinn hersveitanna.

34 Og enn, sannlega segi ég yður, ó íbúar jarðar: Ég, Drottinn, er fús til að kunngjöra þetta aöllu holdi —

35 Því að ég fer ekki í amanngreinarálit, og vil að allir menn viti að bdagurinn nálgast óðfluga. Stundin er enn ekki komin, en er í nánd, þegar cfriður verður burtu tekinn af jörðu og ddjöfullinn fær vald yfir sínu eigin yfirráðasvæði.

36 En Drottinn mun einnig hafa vald yfir sínum aheilögu og bríkja cmitt á meðal þeirra og koma og ddæma eÍdúmea, eða heiminn.

37 Kannið þessi aboð, því að þau eru sönn og áreiðanleg og spádómarnir og bfyrirheitin, sem í þeim felast, munu öll uppfyllast.

38 Það sem ég, Drottinn, hef talað, hef ég talað, og ég afsaka mig ekki. Og þótt himinn og jörð líði undir lok, mun aorð mitt ekki líða undir lok, heldur allt buppfyllast, hvort sem það er sagt með minni eigin crödd eða með rödd dþjóna minna, það egildir einu.

39 Því að sjá og tak eftir. Drottinn er Guð og aandinn ber vitni og sá vitnisburður er sannur og bsannleikurinn varir alltaf og að eilífu. Amen.