Ritningar
Kenning og sáttmálar 79
Neðanmálstilvísanir

Hide Footnotes

Þema

79. Kafli

Opinberun gefin með spámanninum Joseph Smith í Hiram, Ohio, 12. mars 1832.

1–4, Jared Carter er kallaður til að prédika fagnaðarerindið með huggaranum.

1 Sannlega segi ég yður, að það er vilji minn, að þjónn minn Jared Carter fari aftur til landsvæðanna í austri, fari stað úr stað og borg úr borg, í krafti þeirrar avígslu, sem hann hefur verið vígður, og kunngjöri gleðitíðindin um mikinn fögnuð, já, hið ævarandi fagnaðarerindi.

2 Og ég mun senda honum ahuggarann, sem kennir honum sannleikann og segir honum hvert halda skal —

3 Og reynist hann trúr, mun ég enn krýna hann með kornbindum.

4 Ver þess vegna glaður í hjarta, þjónn minn Jared Carter, og aóttast ei, segir Drottinn þinn, sjálfur Jesús Kristur. Amen.