Ritningar
Kenning og sáttmálar 46
Neðanmálstilvísanir

Hide Footnotes

Þema

46. Kafli

Opinberun gefin með spámanninum Joseph Smith til kirkjunnar, í Kirtland, Ohio, 8. mars 1831. Á þessum fyrstu tímum kirkjunnar var engin föst regla komin á stjórn á guðsþjónustum hennar. Þó var orðinn siður í kirkjunni að veita aðeins meðlimum og einlægum trúarnemum aðgang að sakramentissamkomum og öðrum samkomum hennar. Þessi opinberun lýsir vilja Drottins varðandi skipulag og stjórn á samkomum og leiðsögn hans við að leita og greina gjafir andans.

1–2, Öldungar eiga að stjórna samkomum eins og heilagur andi segir fyrir um; 3–6, Leitendur sannleikans skulu ekki útilokaðir frá sakramentissamkomum; 7–12, Biðjið til Guðs og leitið gjafa andans; 13–26, Upptalning á sumum þeirra gjafa veitt; 27–33, Kirkjuleiðtogum gefst kraftur til að þekkja gjafir andans.

1 Hlýðið á, ó þér sem í kirkju minni eruð, því að sannlega segi ég yður, að þetta var til yðar talað, yður til agagns og lærdóms.

2 En þrátt fyrir það sem ritað er, hefur það ávallt verið veitt aöldungum kirkju minnar frá upphafi og mun ætíð verða, að bstjórna öllum samkomum eins og hinn heilagi andi leiðbeinir þeim og segir þeim fyrir um.

3 Eigi að síður er yður boðið að avísa engum frá almennum samkomum yðar, sem haldnar eru frammi fyrir heiminum.

4 Yður er einnig boðið að vísa engum, sem tilheyrir akirkjunni, frá sakramentissamkomum yðar. Hafi einhver samt sem áður brotið af sér, skuluð þér bekki leyfa honum að meðtaka það, fyrr en hann hefur gjört yfirbót.

5 Og enn segi ég yður: Þér skuluð engum vísa frá sakramentissamkomum yðar, sem einlæglega leitar ríkisins — ég segi þetta varðandi þá, sem ekki eru í kirkjunni.

6 Og enn fremur segi ég yður varðandi astaðfestingarsamkomur yðar, að séu einhverjir utan kirkjunnar, sem einlæglega leita ríkisins, skuluð þér ekki vísa þeim frá.

7 En yður er boðið að aspyrja Guð, sem gefur örlátlega, um alla hluti, og það, sem andinn ber yður vitni um, já, það vil ég að þér gjörið af fullum bheilagleika hjartans og gangið grandvarir frammi fyrir mér, og cíhugið lyktir sáluhjálpar yðar og gjörið allt með bæn og dþakkargjörð, svo að illir andar evéli yður ekki, eða kenningar fdjöfla eða gboðorð manna, því að sum eru frá mönnum komin og önnur frá djöflum.

8 Verið þess vegna á verði, svo að þér látið eigi blekkjast, aleitið af einlægni hinna bestu gjafa og hafið ávallt í huga til hvers þær eru gefnar, svo að þér verðið eigi blekktir —

9 Því að sannlega segi ég yður, að þær eru gefnar þeim til heilla, sem elska mig og halda öll boðorð mín, og þeim, sem leitast við að gjöra svo, svo að allir hafi gagn af, sem leita eða spyrja mig, sem biðja, en ekki um atákn til bfullnægingar fýsn sinni.

10 Og enn, sannlega segi ég yður: Ég vil að þér minnist þess ávallt og hafið ætíð í ahuga hverjar þær bgjafir eru, sem veitast kirkju minni.

11 Því að allir hljóta ekki sérhverja gjöf, því að gjafirnar eru margar og andi Guðs gefur ahverjum manni gjöf.

12 Sumum er gefin ein og öðrum er gefin önnur, svo að allir njóti góðs af því.

13 Sumum er gefið fyrir heilagan anda að avita, að Jesús Kristur er sonur Guðs og að hann var krossfestur vegna synda heimsins.

14 Öðrum er gefið að atrúa orðum þeirra, svo að þeir megi einnig eiga eilíft líf, séu þeir áfram staðfastir.

15 Og enn fremur veitir heilagur andi sumum að þekkja hina amismunandi stjórnunarhætti, eins og hinum sama Drottni er þóknanlegt, samkvæmt vilja Drottins, og að hæfi miskunnar hans, í samræmi við ástand mannanna barna.

16 Og enn fremur gefur heilagur andi sumum að þekkja hina ýmsu starfshætti, hvort þeir séu frá Guði, svo að opinberun andans veitist hverjum manni honum til gagns.

17 Og sannlega segi ég yður enn, að sumum gefur andi Guðs avísdómsorð.

18 Öðrum er gefið aþekkingarorð, svo að öllum megi kenna visku og þekkingu —

19 Og enn, sumum er gefin atrú til að læknast —

20 Og öðrum er gefin trú til að alækna.

21 Og enn fremur er sumum gefið að gjöra akraftaverk —

22 Og öðrum gefið að aspá —

23 Og enn öðrum að agreina anda.

24 Og enn fremur er sumum gefið að tala atungum —

25 Og enn öðrum gefin útlegging tungna.

26 Og allar þessar agjafir koma frá Guði, bbörnum Guðs til heilla.

27 Og abiskupi kirkjunnar og þeim, sem Guð mun útnefna og vígja til að vaka yfir kirkjunni og vera öldungar hennar, skal veitast að bgreina allar þessar gjafir, svo að ekki verði einhver meðal yðar, sem segist vera af Guði, en er það ekki.

28 Og svo ber við, að sá, sem biður í aandanum, skal af andanum meðtaka —

29 Svo að sumum sé gefið að hljóta allar þessar gjafir og geta orðið höfuð, svo að allir meðlimir megi njóta góðs af.

30 Sá, sem abiður í bandanum, biður í samræmi við cvilja Guðs. Þess vegna verður honum að bón sinni.

31 Og enn segi ég yður, að allt, sem þér gjörið í andanum, verður að gjörast í nafni Krists —

32 Og þér verðið að veita Guði aþakkir í andanum fyrir hverja þá blessun, sem þér eruð blessaðir með.

33 Og þér verðið stöðugt að ástunda adyggðir og bheilagleika frammi fyrir mér. Já, vissulega. Amen.