Ritningar
Kenning og sáttmálar 61
Neðanmálstilvísanir

Hide Footnotes

Þema

61. Kafli

Opinberun gefin með spámanninum Joseph Smith á bökkum Missourifljótsins, McIlwaines Bend, 12. ágúst 1831. Á heimleið sinni til Kirtlands höfðu spámaðurinn og tíu öldungar ferðast niður ána á eintrjáningum. Á þriðja degi ferðarinnar urðu margar hættur á vegi þeirra. Öldungur William W. Phelps sá í sýn um hábjartan dag, hvar eyðandinn þeysti í veldi eftir yfirborði vatnsins.

1–12, Drottinn hefur ákvarðað mikla tortímingu á vötnunum; 13–22, Jóhannes bölvaði vötnunum, og eyðandinn þeysir eftir yfirborði þeirra; 23–29, Sumir hafa vald til að ráða yfir vötnunum; 30–35, Öldungarnir skulu ferðast tveir og tveir og prédika fagnaðarerindið; 36–39 Þeir skulu undirbúa komu mannssonarins.

1 Sjá og hlýðið á raust hans, sem hefur allt avald, sem er frá eilífð til eilífðar, já, bAlfa og Ómega, upphafið og endirinn.

2 Sjá, sannlega, svo talar Drottinn til yðar, ó, þér, öldungar kirkju minnar, sem eruð saman komnir á þessum stað og nú hafið hlotið fyrirgefningu synda yðar, því að ég, Drottinn, afyrirgef syndir og er bmiskunnsamur þeim, sem með auðmjúku hjarta cjáta syndir sínar —

3 En sannlega segi ég yður, að ekki er nauðsynlegt að allur þessi hópur öldunga minna ferðist með hraða á vötnunum, meðan íbúarnir beggja vegna við farast í vantrú.

4 Eigi að síður leyfði ég það, svo að þér gætuð borið vitni. Sjá, margar hættur eru á vötnunum og einkum síðar meir —

5 Því að ég, Drottinn, hef í reiði minni ákvarðað mikla tortímingu á vötnunum, já, og einkum á þessum vötnum.

6 Þó er allt hold í hendi minni og sá, sem er trúr á meðal yðar, mun ekki farast á vötnunum.

7 Þess vegna er nauðsynlegt, að þjónn minn Sidney Gilbert og þjónn minn aWilliam W. Phelps sinni í skyndi erindum sínum og ætlunarverkum.

8 Engu að síður vildi ég eigi að þér skilduð fyrr en þér hafið verið aagaðir fyrir allar syndir yðar, svo að þér mættuð verða eitt, og þér færust ekki í branglæti —

9 En sannlega segi ég nú: Það hentar mér, að leiðir yðar skiljist. Lát þess vegna þjóna mína Sidney Gilbert og William W. Phelps taka fyrri hóp sinn og leggja af stað í skyndi, svo að þeir megi uppfylla ætlunarverk sitt, og með trú munu þeir sigra —

10 Og sem þeir eru trúir, svo skulu þeir varðveittir, og ég, Drottinn, verð með þeim.

11 Og lát þá, sem eftir eru, taka þann fatnað, sem þeir þurfa.

12 Þjónn minn Sidney Gilbert taki það með sér, sem þér eruð einhuga um að þér þarfnist ekki.

13 Og sjá nú, yður til agóðs gef ég yður bfyrirmæli varðandi þetta, og ég, Drottinn, mun rökræða við yður eins og við menn til forna.

14 Sjá, ég, Drottinn, blessaði avötnin í upphafi, en á síðustu dögum lagði ég á vötnin bbölvun fyrir munn þjóns míns Jóhannesar.

15 Þess vegna munu þeir dagar koma, er ekkert hold verður öruggt á vötnunum.

16 Og sagt verður á komandi dögum, að aðeins sá, sem er einlægur í hjarta, geti komist upp til lands Síonar eftir vötnunum.

17 Og eins og ég, Drottinn, í upphafi lagði abölvun á landið, já, þannig hef ég á síðustu dögum blessað það, á þess tíma, til gagns fyrir mína heilögu, svo að þeir fái notið gæða þess.

18 Og nú gef ég yður fyrirmæli, og það sem ég segi einum, segi ég öllum, að þér skuluð fyrirfram vara bræður yðar við þessum vötnum, svo að þeir ferðist ekki á þeim og trú þeirra bregðist ekki og þeir festist í gildrum —

19 Ég, Drottinn, hef ákvarðað, og eyðandinn þeysir eftir yfirborðinu og ég afturkalla ekki þá ákvörðun.

20 Ég, Drottinn, var reiður yður í gær, en í dag er reiði mín horfin.

21 Lát þess vegna þá, sem ég hef talað um, hefja ferð sína í skyndi — og enn segi ég yður: Lát þá hefja ferð sína í skyndi.

22 Og innan skamms skiptir það mig engu hvort þeir ferðast á vatni eða landi, svo fremi að þeir uppfylli ætlunarverk sitt. Það skal verða eins og þeim er kunngjört og dómgreind þeirra segir til um.

23 Og nú, varðandi þjóna mína Sidney Rigdon, Joseph Smith yngri og Oliver Cowdery, lát þá ekki fara aftur á vötnunum, þegar þeir snúa til heimila sinna, nema þá eftir skurðinum, eða með öðrum orðum, þeir skulu ekki ferðast á vötnunum, nema þá eftir skurðinum.

24 Sjá, ég, Drottinn, hef útnefnt leið fyrir mína heilögu að ferðast eftir. Og sjá, þetta er leiðin — að eftir að þeir yfirgefa skurðinn, skuli þeir ferðast á landi, svo sem þeim er boðið að ferðast, og fara upp til lands Síonar —

25 Og þeir skulu gjöra eins og börn Ísraels, areisa tjöld sín á leið sinni.

26 Og sjá, þér skuluð gefa öllum bræðrum yðar þessi fyrirmæli.

27 Þó skal honum, sem fengið hefur avald til að ráða yfir vötnunum, gefið með andanum að þekkja alla sína vegu —

28 Lát hann því gjöra, sem andi hins lifanda Guðs býður honum, hvort heldur er á landi eða vötnum, og það verður undir mér komið síðar.

29 Og yður er gefin stefna hinna heilögu, eða leiðin sem hinir heilögu í fylkingu Drottins skulu fylgja.

30 Og sannlega segi ég yður enn, þjónar mínir Sidney Rigdon, Joseph Smith yngri og Oliver Cowdery skulu ekki ljúka upp munni sínum meðal safnaða hinna ranglátu fyrr en þeir koma til Cincinnati —

31 Og á þeim stað skulu þeir hefja upp raust sína til Guðs gegn þessu fólki, já, til hans, sem hefur tendrað reiði sína gegn ranglæti þess, fólki, sem næstum er afullþroska til tortímingar.

32 Og þaðan skulu þeir ferðast áfram til safnaða bræðra sinna, því að þar er jafnvel enn meiri þörf fyrir erfiði þeirra en meðal safnaða hinna ranglátu.

33 Og lát þá, sem eftir eru, ferðast og aboða orðið á meðal safnaða hinna ranglátu, svo sem það er gefið —

34 Og sem þeir gjöra þetta, svo munu þeir ahreinsa klæði sín og vera flekklausir frammi fyrir mér.

35 Og lát þá ferðast saman, eða atvo og tvo, eins og þeim hentar, aðeins að þjónn minn Reynolds Cahoon og þjónn minn Samuel H. Smith, sem ég hef velþóknun á, séu ekki aðskildir fyrr en þeir koma aftur til heimila sinna, og er það vegna viturlegs tilgangs míns.

36 Og sannlega segi ég yður nú, og það sem ég segi einum segi ég öllum, verið vonglöð, alitlu börn, því að ég er bmitt á meðal yðar og ég hef ekki cyfirgefið yður —

37 Og sem þér hafið auðmýkt yður fyrir mér, svo eru blessanir aríkisins yðar.

38 Girðið lendar yðar og verið agætnir og árvakrir og væntið komu mannssonarins, því að hann kemur á þeirri stundu, sem þér ætlið ekki.

39 aBiðjið án afláts, svo að þér fallið ekki í bfreistni, að þér fáið staðist komudag hans, hvort heldur er í lífi eða dauða. Já, vissulega. Amen.