Ritningar
Kenning og sáttmálar 80
Neðanmálstilvísanir

Hide Footnotes

Þema

80. Kafli

Opinberun gefin með spámanninum Joseph Smith til Stephens Burnett í Hiram, Ohio, 7. mars 1832.

1–5, Stephen Burnett og Eden Smith eru kallaðir til að prédika hvar sem þeir vilja.

1 Sannlega, svo segir Drottinn við þig, þjón minn Stephen Burnett: Far þú, far þú út í heiminn og aprédika fagnaðarerindið hverri skepnu, sem heyra má raust þína.

2 Og þar eð þú æskir félaga, mun ég gefa þér þjón minn Eden Smith.

3 Farið þess vegna og prédikið fagnaðarerindi mitt, hvort heldur er í norðri eða suðri, austri eða vestri, það skiptir engu, því að þér getið ekki farið villu vegar.

4 Boðið þess vegna það, sem þér hafið heyrt og sannlega trúið og avitið að er sannleikur.

5 Sjá, þetta er vilji hans, sem hefur akallað yður, lausnara yðar, sjálfs Jesú Krists. Amen.