20. Kafli
Opinberun um stofnun kirkjunnar og stjórn, gefin með spámanninum Joseph Smith, í eða nærri Fayette, New York. Hluti þessarrar opinberunar gæti jafnvel hafa verið veittur sumarið 1829. Opinberunin í heild sinni var líklega skráð fljótlega eftir 6. apríl 1830 (daginn sem kirkjan var stofnuð), þá undir heitinu Reglur og sáttmálar. Spámaðurinn skrifaði: „Okkur veittist það, sem hér fer á eftir, af honum [Jesú Kristi], með anda spádóms og opinberunar, sem ekki aðeins veitti okkur miklar upplýsingar, heldur benti okkur einnig nákvæmlega á þann dag, sem við, samkvæmt vilja hans og fyrirmælum, skyldum stofna kirkju hans aftur hér á jörðu.“
1–16, Mormónsbók sannar guðdómleika þessa síðari daga verks; 17–28, Kenningar um sköpunina, fallið, friðþæginguna og skírnina staðfestar; 29–37, Lögmál iðrunar, réttlætingar, helgunar og skírnar sett fram; 38–67, Skyldur öldunga, presta, kennara og djákna; 68–74, Skyldur kirkjumeðlima, blessun barna, og skírnaraðferð opinberað; 75–84, Sakramentisbænirnar og reglur um aðild að kirkjunni gefnar.
1 aUpphaf bkirkju Krists á þessum síðustu dögum, sem er eitt þúsund átta hundruð og þrjátíu árum eftir komu Drottins vors og frelsara Jesú Krists í holdinu, og er hún formlega cskipulögð og stofnsett í samræmi við lög lands vors, að vilja og fyrirmælum Guðs, í fjórða mánuði og á sjötta degi þess mánaðar, sem nefnist apríl —
2 Þau fyrirmæli voru gefin Joseph Smith yngri, sem akallaður var af Guði og vígður bpostuli Jesú Krists, til að verða fyrsti cöldungur þessarar kirkju —
3 Og Oliver Cowdery, postula Jesú Krists, sem Guð einnig kallaði til að verða annar öldungur þessarar kirkju og vígður er af hendi hans —
4 Og þetta samkvæmt náð Drottins vors og frelsara Jesú Krists, hans sé öll dýrðin, bæði nú og að eilífu. Amen.
5 Eftir að þessi fyrsti öldungur hafði fengið það sannlega staðfest, að syndir hans væru fyrirgefnar, aflæktist hann enn í hégóma heimsins —
6 En eftir að hafa iðrast og auðmýkt sig einlæglega og í trú, veitti Guð honum þjónustu með heilögum aengli, en básýnd hans var sem leiftur og klæði hans svo hrein og hvít að öllu tók fram —
7 Og gaf honum fyrirmæli, sem veittu honum innblástur —
8 Og veitti honum kraft að ofan til að þýða Mormónsbók á þann ahátt, sem áður hafði verið undirbúinn —
9 En hún geymir frásagnir af fallinni þjóð og afyllingu bfagnaðarerindis Jesú Krists, til Þjóðanna og til Gyðinganna —
10 Hún var veitt með innblæstri og staðfest fyrir aöðrum með þjónustu engla, og er bboðuð heiminum af þeim —
11 Og sannar heiminum, að hinar heilögu aritningar eru sannar og að Guð binnblæs menn og kallar þá til sinna cheilögu starfa á þessari öld og með þessari kynslóð, jafnt og með kynslóðum til forna —
12 Og sýnir á þann hátt, að hann er hinn asami Guð í gær, í dag og að eilífu. Amen.
13 Og þar sem heimurinn hefur svo stórfengleg vitni, skal hann af þeim dæmdur verða, já, allir þeir, sem héðan í frá öðlast þekkingu á verki þessu.
14 Og þeir, sem meðtaka það í trú og iðka aréttlæti, skulu hljóta bkórónu eilífs lífs —
15 En gegn þeim, sem herða hjörtu sín í avantrú og hafna því, skal það snúast þeim sjálfum til fordæmingar —
16 Því að Drottinn Guð hefur talað það og við, öldungar kirkjunnar, höfum heyrt það og berum orðum hinnar dýrðlegu hátignar í upphæðum vitni, en hans sé dýrðin alltaf og að eilífu. Amen.
17 Af þessu avitum við, að til er bGuð á himni, sem er takmarkalaus og eilífur, hinn sami óbreytanlegi Guð frá eilífð til eilífðar, höfundur himins og jarðar og alls þess, sem í þeim er —
18 Og að hann askapaði manninn, karl og konu, í sinni eigin bmynd og í eigin líkingu sinni skapaði hann þau —
19 Og gaf þeim boðorð, að þau skyldu aelska hann og bþjóna honum, hinum eina lifandi og sanna Guði, og að hann skyldi vera eina veran, sem þau ctilbæðu.
20 En með broti á þessum heilögu lögmálum varð maðurinn amunúðarfullur og bdjöfullegur, og varð cfallinn maður.
21 Fyrir því gaf hinn almáttugi Guð aeingetinn son sinn, eins og ritað er í þeim ritningum, sem hafa verið gefnar um hann.
22 Hann þoldi afreistingar, en sinnti þeim engu.
23 Hann var akrossfestur, dó og breis aftur upp á þriðja degi —
24 Og asté upp til himins og situr við hægri hönd bföðurins, og ríkir þar með almáttugu valdi, samkvæmt vilja föðurins —
25 Svo að allir þeir, sem atrúa munu og láta skírast í hans heilaga nafni og bstanda stöðugir í trú allt til enda, skuli hólpnir verða —
26 Ekki aðeins þeir, sem trúa eftir að hann kom í holdinu á ahádegisbaugi tímans, heldur allir þeir frá upphafi, já, allir, sem lifðu áður en hann kom og trúðu á orð hinna bheilögu spámanna, sem töluðu eins og cgjöf heilags anda blés þeim í brjóst og sem sannlega báru honum dvitni í öllu, þeir skyldu eiga eilíft líf —
27 Sem og þeir, er á eftir kæmu, sem trúa myndu á agjafir og kallanir Guðs með heilögum anda, sem bber föðurnum og syninum vitni —
28 Þeim föður, syni og heilögum anda, sem eru aeinn Guð, takmarkalaus og eilífur, óendanlegur. Amen.
29 Og vér vitum, að allir menn verða að aiðrast og trúa á nafn Jesú Krists og tilbiðja föðurinn í hans nafni og standa stöðugir í btrú á nafn hans allt til enda, ella geta þeir eigi cfrelsast í Guðs ríki.
30 Og vér vitum, að aréttlæting fyrir bnáð Drottins vors og frelsara Jesú Krists er réttvís og sönn —
31 Og vér vitum einnig, að ahelgun fyrir náð Drottins vors og frelsara Jesú Krists er réttvís og sönn, til allra þeirra, sem elska og þjóna Guði af öllum bmætti sínum, huga og styrk.
32 En mögulegt er að maðurinn afalli úr náðinni og víki burt frá lifanda Guði —
33 Lát því kirkjuna vera vel á verði og biðja stöðugt, svo að þeir falli ekki í afreistni —
34 Já, lát jafnvel þá, sem helgaðir eru, og vera á verði.
35 Og vér vitum, að þetta er sannleikur og í samræmi við opinberanir Jóhannesar, og aleggur hvorki við spádóma bókar hans, hinar heilögu britningar, né opinberanir Guðs, sem koma munu héðan í frá með gjöf og krafti heilags anda, crödd Guðs eða þjónustu engla, né tekur það burt úr þeim.
36 Og Drottinn Guð hefur talað það. Og heiður, vald og dýrð sé heilögu nafni hans, nú og ætíð. Amen.
37 Og enn fremur, með boðorði til kirkjunnar varðandi skírnaraðferðina — Allir þeir, sem auðmýkja sig fyrir Guði og þrá að láta askírast, sem koma með bsundurkramin hjörtu og sáriðrandi anda og vitna fyrir kirkjunni, að þeir hafi sannlega iðrast allra synda sinna og séu fúsir að taka á sig cnafn Jesú Krists, dákveðnir í að þjóna honum allt til enda og sannlega sýna með everkum sínum, að þeir hafa meðtekið af anda Krists til ffyrirgefningar synda sinna, skulu teknir með skírn inn í kirkju hans.
38 Skyldur öldunga, presta, kennara, djákna og meðlima kirkju Krists — aPostuli er öldungur og það er köllun hans að bskíra —
39 Og að avígja aðra öldunga, presta, kennara og djákna —
40 Og aþjónusta brauð og vín — tákn holds og blóðs Krists —
41 Og astaðfesta þá, sem eru skírðir inn í kirkjuna, með bhandayfirlagningu til skírnar með eldi og cheilögum anda, samkvæmt ritningunum —
42 Og kenna, útskýra, hvetja, skíra og vaka yfir kirkjunni —
43 Og staðfesta söfnuðinn með handayfirlagningu og veitingu heilags anda —
44 Og hafa forystu á öllum samkomum.
45 Öldungarnir eiga að astjórna samkomunum eins og heilagur andi leiðir þá, samkvæmt boðum og opinberunum Guðs.
46 Skylda aprestsins er að prédika, bkenna, útskýra, hvetja og skíra og þjónusta sakramentið —
47 Og vitja heimilis sérhvers meðlims og hvetja þá til að abiðja bupphátt og í leynum og rækja allar skyldur við cfjölskyldu sína.
48 Og hann má einnig avígja aðra presta, kennara og djákna.
49 Og hann skal hafa forystu á samkomum, þegar enginn öldungur er viðstaddur —
50 En þegar öldungur er viðstaddur, skal hann aðeins prédika, kenna, útskýra, hvetja og skíra —
51 Og vitja heimila allra meðlima, hvetja þá til að biðja upphátt og í leynum og rækja allar skyldur við fjölskyldu sína.
52 Í öllum þessum skyldustörfum skal presturinn aaðstoða öldunginn, ef aðstæður krefja.
53 Skylda akennarans er að bvaka stöðugt yfir söfnuðinum, vera með honum og styrkja hann —
54 Og sjá um að hvorki tíðkist misgjörðir í kirkjunni, aharka í garð hver annars, lygi, rógburður, né billt umtal —
55 Og sjá um að söfnuðurinn komi oft saman og einnig sjá um að allir meðlimir gegni skyldum sínum.
56 Og hann skal hafa forystu á samkomum í fjarveru öldungs eða prests —
57 Og í öllum skyldustörfum sínum skal hann njóta aðstoðar adjáknanna, ef aðstæður krefja.
58 En hvorki kennarar né djáknar hafa vald til að skíra, þjónusta sakramentið eða leggja hendur yfir aðra —
59 Þeir eiga samt sem áður að aðvara, útskýra, hvetja og kenna og bjóða öllum að koma til Krists.
60 Sérhver aöldungur, prestur, kennari og djákni skal vígður í samræmi við gjafir og bkallanir Guðs honum til handa, og hann skal vígður með krafti heilags anda, sem er í þeim er vígir hann.
61 Hinir ýmsu öldungar, sem mynda þessa kirkju Krists, skulu koma saman til ráðstefnu á þriggja mánaða fresti, eða eins oft og ákveðið er eða tilgreint á umræddum ráðstefnum —
62 Og umræddar ráðstefnur skulu sinna öllum málum kirkjunnar eins og nauðsynlegt er á hverjum tíma.
63 Öldungarnir skulu hljóta embættisleyfi sín frá öðrum öldungum með asamþykkt þess safnaðar, sem þeir tilheyra, eða ráðstefnanna.
64 Sérhver prestur, kennari eða djákni, sem prestur vígir, getur fengið avottorð hjá honum á þeim tíma, og hann á, þegar það vottorð er lagt fyrir öldung, rétt á embættisleyfi, sem veitir honum vald til að framkvæma skyldur köllunar sinnar, eða hann getur fengið það frá ráðstefnu.
65 Enginn skal avígður til nokkurs embættis í þessari kirkju, þar sem fyrir er formlega skipulögð grein hennar, án bsamþykktar þess safnaðar —
66 En ráðandi öldungar, farandbiskupar, háráðsmenn, háprestar og öldungar mega framkvæma vígslu, þar sem engin grein kirkjunnar er, sem leita megi samþykktar hjá.
67 Sérhver forseti hins háa prestdæmis (eða ráðandi öldungur), abiskup, háráðsmaður og bháprestur, skal vígður vera samkvæmt ákvörðun cháráðs eða aðalráðstefnu.
68 aSkyldur kirkjumeðlima eftir að tekið er á móti þeim með skírn — Öldungar eða prestar skulu gefa sér nægan tíma til að útskýra allt varðandi kirkju Krists, svo að þeir öðlist bskilning, áður en þeir meðtaka csakramentið og hljóta staðfestingu með dhandayfirlagningu öldunganna, þannig að regla sé á öllum hlutum.
69 Og kirkjumeðlimir skulu með guðlegri göngu og tali sýna kirkjunni og einnig öldungunum, að þeir séu verðugir þessa, að averk og trú verði í samræmi við heilagar ritningar — og bgangi í heilagleika frammi fyrir Drottni.
70 Sérhver meðlimur kirkju Krists, sem á börn, skal leiða þau fyrir öldungana, og þeir skulu leggja hendur yfir þau í nafni Jesú Krists og ablessa þau í hans nafni frammi fyrir söfnuðinum.
71 Engan má meðtaka í kirkju Krists, nema hann hafi náð aábyrgðaraldri gagnvart Guði og sé fær um að biðrast.
72 aSkírn allra þeirra er iðrast skal framkvæmd á eftirfarandi hátt:
73 Sá, sem kallaður er af Guði og hefur vald frá Jesú Kristi til að skíra, skal stíga niður í vatnið ásamt honum eða henni, sem til skírnar er kominn, nefna nafn hans eða hennar og segja: Með umboði frá Jesú Kristi, skíri ég þig í nafni föðurins, og sonarins, og hins heilaga anda. Amen.
74 Þá skal hann adýfa honum eða henni niður í vatnið og stíga síðan upp úr vatninu.
75 Æskilegt er að kirkjan komi oft saman til að ameðtaka brauð og vín í bminningu Drottins Jesú —
76 Og öldungur eða prestur skal þjónusta það, og á þennan ahátt skal hann þjónusta það — hann skal krjúpa með söfnuðinum og ákalla föðurinn í hátíðlegri bæn og segja:
77 Ó Guð, eilífi faðir. Í nafni sonar þíns, Jesú Krists, biðjum vér þig að blessa og helga þetta abrauð fyrir sálir allra, er þess neyta; að þau neyti þess til minningar um líkama sonar þíns og bvitni fyrir þér, ó Guð, eilífi faðir, að þau séu fús til að ctaka á sig nafn sonar þíns og hafa hann ávallt í huga og dhalda boðorð hans, sem hann hefur gefið þeim, svo að eandi hans sé ætíð með þeim. Amen.
78 aHátturinn við þjónustu vínsins — hann skal einnig taka bbikarinn og segja:
79 Ó Guð, eilífi faðir. Í nafni sonar þíns, Jesú Krists, biðjum vér þig að blessa og helga þetta avín fyrir sálir allra, er það drekka; að þau gjöri svo til minningar um blóð sonar þíns, sem úthellt var fyrir þau; að þau vitni fyrir þér, ó Guð, eilífi faðir, að þau hafi hann ávallt í huga, svo að andi hans sé með þeim. Amen.
80 Með mál sérhvers meðlims, sem brýtur af sér eða er sekur um yfirsjón, skal fara eins og ritningarnar segja til um.
81 Það skal vera skylda hinna ýmsu safnaða, sem mynda kirkju Krists, að senda einn eða fleiri af kennurum sínum til þeirra ýmsu ráðstefna, sem öldungar kirkjunnar halda —
82 Með lista yfir anöfn þeirra ýmsu meðlima, sem gengið hafa í kirkjuna eftir að síðasta ráðstefna var haldin, eða senda hann með presti, svo að nákvæm skrá yfir öll nöfn í allri kirkjunni sé færð í bók af þeim öldungi, sem hinir öldungarnir tilnefna á hverjum tíma —
83 Og einnig, ef einhverjum hefur verið avikið úr kirkjunni, svo að nöfn þeirra séu þurrkuð út af heildarnafnaskrá kirkjunnar.
84 Allir meðlimir, sem flytja úr þeim söfnuði, er þeir tilheyra, flytji þeir til safnaðar, sem ekki þekkir til þeirra, geta tekið með sér bréf, sem vottar að þeir séu traustir meðlimir og í góðu áliti. Þetta vottorð má öldungur eða prestur undirrita, ef meðlimurinn, sem vottorðið fær, er persónulega kunnugur öldunginum eða prestinum. Eins geta kennarar eða djáknar kirkjunnar undirritað það.