Ritningar
Kenning og sáttmálar 45


45. Kafli

Opinberun gefin með spámanninum Joseph Smith til kirkjunnar, í Kirtland, Ohio, 7. mars 1831. Í formálanum að þessari opinberun segir í sögu Josephs Smith, að „á þessu tímabili kirkjunnar … hafi margar falskar frásagnir … og heimskulegar sögur verið birtar … og þeim dreift … til að hindra fólk í að rannsaka starfið eða taka við trúnni … En hinum heilögu til gleði … meðtók ég eftirfarandi.“

1–5, Kristur er málsvari okkar hjá föðurnum; 6–10, Fagnaðarerindið er boðberi, sem greiðir Drottni veg; 11–15, Drottinn tók sjálfur á móti Enok og bræðrum hans; 16–23, Kristur opinberaði tákn um komu sína, eins og gefin voru á Olíufjallinu; 24–38, Fagnaðarerindið verður endurreist, tími Þjóðanna mun uppfylltur og eyðandi sjúkdómur mun hylja landið; 39–47, Tákn, undur og upprisan fylgja síðari komunni; 48–53, Kristur mun standa á Olíufjallinu, og Gyðingar munu sjá sárin á höndum hans og fótum; 54–59, Drottinn mun ríkja í þúsund ár; 60–62, Spámanninum er sagt að hefja þýðingu á Nýja testamentinu, en þar munu mikilvægar upplýsingar kunngjörðar; 63–75, Hinum heilögu er boðið að sameinast og byggja Nýju Jerúsalem, en þangað mun fólk frá öllum þjóðum koma.

1 Hlýðið á, ó, þér sem í akirkju minni eruð, sem eignast hafið bríkið. Hlýðið þér á og ljáið honum eyra, sem lagði grundvöll jarðarinnar, sem cgjörði himnana og alla herskara þeirra og gjörði allt, sem lifir og hrærist og er til.

2 Og enn segi ég, hlýðið raust minni, svo að adauðinn komi eigi yfir yður á þeirri bstundu, þegar þér teljið að sumarið sé enn ekki á enda runnið né cuppskeru lokið, og sálir yðar eru ekki hólpnar.

3 Hlustið á hann, sem er amálsvari hjá föðurnum, sem talar máli yðar hjá honum —

4 Og segir: Faðir, sjá aþjáningar og dauða hans, sem enga bsynd drýgði, og þú hafðir velþóknun á. Sjá blóð sonar þíns, sem úthellt var, blóð hans, sem þú gafst, svo að þú mættir sjálfur cdýrðlegur verða —

5 Faðir, þyrm því þessum bræðrum mínum, sem atrúa á nafn mitt, svo að þeir megi koma til mín og öðlast bævarandi líf.

6 Hlýðið á, þér sem í kirkju minni eruð og þér öldungar, hlustið saman og heyrið rödd mína meðan enn heitir í adag og herðið eigi hjörtu yðar —

7 Því að sannlega segi ég yður, að ég er aAlfa og Ómega, upphafið og endirinn, ljós og líf heimsins — bljós, sem skín í myrkrinu, en myrkrið skynjar það ekki.

8 Ég kom til minna eigin og mínir eigin tóku ekki á móti mér. En öllum, sem tóku á móti mér, gaf ég akraft til að gjöra mörg bkraftaverk og til að verða csynir Guðs, og þeim sem dtrúðu á nafn mitt gaf ég jafnvel kraft til að öðlast eeilíft líf.

9 Já, og þannig hef ég sent heiminum aævarandi bsáttmála minn, til að vera ljós fyrir heiminn og cmerki fyrir fólk mitt, sem dÞjóðirnar geta leitað til, og vera eboðberi á undan mér til að greiða mér veg.

10 Gangist þess vegna undir hann, og við þann sem kemur mun ég rökræða eins og við menn til forna, og ég mun sýna yður asterk rök mín.

11 Hlýðið því allir saman á og látið mig sýna yður sjálfa visku mína, visku hans, sem þér segið vera Guð aEnoks og bræðra hans —

12 Sem anumdir voru frá jörðu og ég sjálfur tók á móti — bborg, sem geymd skal, þar til dagur réttlætisins rennur upp — dagur sem allir heilagir menn leituðu en fundu ekki vegna ranglætis og viðurstyggðar —

13 Og viðurkenndu, að þeir væru aókunnugir og pílagrímar á jörðu —

14 En fengu afyrirheit um, að þeir skyldu finna hana og sjá hana í holdinu.

15 Hlýðið þess vegna á og ég mun rökræða við yður, og ég mun tala til yðar og spá, eins og til manna áður fyrr.

16 Og ég mun sýna það greinilega eins og ég asýndi lærisveinum mínum, þegar ég stóð frammi fyrir þeim í holdinu og talaði til þeirra og sagði: Þar sem þér hafið spurt mig um btákn komu minnar, þess dags, er ég mun koma í dýrð minni í skýjum himins til að uppfylla fyrirheitin, sem ég hef gefið feðrum yðar —

17 Þar sem þér hafið litið sem ánauð hinn langa aviðskilnað banda yðar við líkamann, mun ég sýna yður hvernig dagur endurlausnarinnar kemur og einnig cendurreisn hins tvístraða dÍsraelslýðs.

18 Og sjá nú þetta musteri, sem er í Jerúsalem, sem þér kallið hús Guðs, og óvinir yðar segja, að þetta hús muni aldrei falla.

19 En sannlega segi ég yður, að eyðingin kemur yfir þessa kynslóð eins og þjófur á nóttu, og þessu fólki verður tortímt og því tvístrað meðal allra þjóða.

20 Og þetta musteri, sem þér nú sjáið, mun rifið niður, svo að ekki stendur eftir steinn yfir steini.

21 Og svo ber við, að þessi kynslóð Gyðinga mun ekki líða undir lok fyrr en sérhver eyðing, sem ég hef sagt yður frá varðandi hana, hefur orðið.

22 Þér segist vita, að aendalok heimsins verði. Þér segist einnig vita, að himinn og jörð muni líða undir lok —

23 Og þar mælið þér sannleika, því að þannig er það. En þetta, sem ég hef sagt yður, mun ekki verða fyrr en allt er uppfyllt.

24 Og þetta hef ég sagt yður varðandi Jerúsalem. Og þegar sá dagur kemur, mun leifunum atvístrað meðal allra þjóða —

25 En þeim mun asafnað saman aftur, en þeir verða kyrrir þar til tímar bÞjóðanna fullnast.

26 Og á aþeim degi munuð þér spyrja bhernað og ófriðartíðindi og öll jörðin verður í uppnámi og hjörtu mannanna cbregðast þeim og þeir munu segja, að Kristur dseinki komu sinni, þar til jörðin líði undir lok.

27 Og kærleikur manna mun kólna og misgjörðir verða miklar.

28 Og þegar tímar aÞjóðanna eru komnir mun bljós tendrast þeim sem í myrkri sitja og það verður fylling fagnaðarerindis míns —

29 En þeir ameðtaka það ekki, því að þeir skynja ekki ljósið, og þeir snúa bhjörtum sínum frá mér vegna cmannasetninga.

30 Og með þeirri kynslóð munu tímar Þjóðanna fullnast.

31 Og með þeirri kynslóð standa menn, sem ekki munu líða undir lok, fyrr en þeir hafa séð hina dynjandi asvipu ríða yfir, því að eyðandi sjúkdómur munu herja landið.

32 En lærisveinar mínir munu astanda á helgum stöðum og eigi haggast, en á meðal hinna ranglátu munu menn hefja upp raust sína og bformæla Guði og deyja.

33 Og ajarðskjálftar verða einnig á ýmsum stöðum og margskonar eyðing. Samt munu menn herða hjörtu sín gegn mér og þeir grípa til bsverðsins hver gegn öðrum, og þeir munu vega hver annan.

34 Og nú, þegar ég, Drottinn, hafði mælt þessi orð til lærisveina minna, urðu þeir áhyggjufullir.

35 En ég sagði við þá: Verið eigi aáhyggjufullir, því að þegar allt þetta verður, megið þér vita, að fyrirheitin, sem yður voru gefin, munu uppfyllast.

36 Og þegar ljósið fer að brjótast fram, mun fara fyrir þeim eins og í dæmisögunni, sem ég mun segja yður —

37 Gætið að og takið eftir afíkjutrjánum. Þér sjáið þau með eigin augum og þér segið, þegar þau fara að skjóta frjóöngum og laufin eru enn mjúk, að sumarið sé í nánd —

38 Já, þannig skal það verða þann dag, er þeir sjá allt þetta, þá munu þeir vita, að stundin nálgast.

39 Og svo ber við, að sá, sem aóttast mig, mun bhuga að hinum mikla ckomudegi Drottins, já, að dtáknunum um komu emannssonarins.

40 Og þeir munu sjá tákn og undur, því að þau munu sjást á himnum uppi og á jörðu niðri.

41 Og þeir munu sjá blóð og aeld og eimyrju.

42 Og áður en dagur Drottins kemur, mun asólin sortna og tunglið breytast í blóð og stjörnurnar falla af himni.

43 Og leifarnar munu sameinast á þennan stað —

44 Og þá munu þeir huga að mér, og sjá, ég mun koma. Og þeir munu sjá mig í skýjum himins, íklæddan veldi og mikilli adýrð, ásamt öllum hinum heilögu englum. Og sá, sem ekki bhugar að mér, mun útilokaður verða.

45 En áður en armur Drottins fellur, mun engill þeyta abásúnu sína og hinir heilögu, sem sofið hafa, bkoma til móts við mig í cskýinu.

46 Blessaðir eruð þér því, ef þér hafið sofið í afriði. Því að eins og þér nú sjáið mig og vitið að ég er, einmitt þannig munuð þér bkoma til mín og sálir yðar munu clifa, og endurlausn yðar fullkomnast, og hinir heilögu munu safnast frá öllum jarðarskautum.

47 Og síðan mun aarmur Drottins falla yfir þjóðirnar.

48 Og síðan mun Drottinn stíga fæti sínum á þetta afjall og það mun klofna í tvennt og jörðin bskjálfa og veltast fram og aftur og himnarnir cmunu einnig bifast.

49 Og Drottinn mun hefja raust sína, og öll endimörk jarðar munu heyra hana og þjóðir jarðar munu atrega og þeir, sem hlegið hafa, munu sjá heimsku sína.

50 Og hörmungar munu herja gárungann og spottarinn mun eyðast og þeir, sem hafa sóst eftir misgjörðum, munu upp höggnir og þeim á eldinn kastað.

51 Og síðan munu aGyðingarnir blíta á mig og segja: Hvaða sár eru þetta á höndum þínum og fótum?

52 Þá munu þeir vita, að ég er Drottinn, því að ég mun segja við þá: Þessi sár eru sárin sem ég var asærður í húsi vina minna. Ég er sá, sem upp var hafinn. Ég er Jesús, sem var bkrossfestur. Ég er sonur Guðs.

53 Og þá munu þeir agráta misgjörðir sínar. Þá munu þeir harma vegna þess að þeir ofsóttu bkonung sinn.

54 Og síðan munu hinar aheiðnu þjóðir endurleystar, og þeir, sem engin lögmál þekktu, munu eiga hlut í bfyrstu upprisunni, og það verður þeim cbærilegt.

55 Og aSatan skal bbundinn, svo að hann hafi ekkert rúm í hjörtum mannanna barna.

56 Og á þeim adegi, sem ég kem í dýrð minni, mun dæmisagan uppfyllast, er ég sagði um bmeyjarnar tíu.

57 Því að þeir sem vitrir eru og hafa tekið á móti asannleikanum og haft hinn heilaga anda sér til bleiðsagnar, og ekki látið cblekkjast — sannlega segi ég yður, að þeir munu ekki upp höggnir og þeim eigi á deld kastað, heldur munu þeir standast daginn.

58 Og þeir hljóta ajörðina í barf. Og þeir munu margfaldast og verða sterkir og börn þeirra munu cvaxa upp syndlaus til dsáluhjálpar.

59 Því að Drottinn verður amitt á meðal þeirra og dýrð hans mun hvíla á þeim, og hann verður konungur þeirra og blöggjafi.

60 Og sjá, nú segi ég yður, þér munuð ekki fá frekari vitneskju um þennan kafla, fyrr en aNýja testamentið verður þýtt, og í því verður allt þetta kunngjört —

61 Þess vegna leyfi ég yður nú að þýða það, svo að þér verðið viðbúnir því sem koma skal.

62 Því að sannlega segi ég yður, að miklir hlutir bíða yðar —

63 Þér spyrjið ahernað í öðrum löndum, en sjá, ég segi yður, hann er nálægur, jafnvel við dyr yðar, og innan fárra ára munuð þér spyrja hernað í yðar eigin löndum.

64 Þess vegna hef ég, Drottinn, sagt: Safnist saman úr löndunum í aaustri. Safnist saman, þér öldungar kirkju minnar, farið til landanna í vestri. Kallið íbúana til iðrunar, og sem þeir iðrast, svo skuluð þér reisa mér kirkjur.

65 Og sameinaðir í hjarta og huga skuluð þér safna saman auðæfum yðar, svo að þér getið akeypt þann arf, sem síðar mun útnefndur yður.

66 Og hann skal nefnast aNýja Jerúsalem, bland cfriðar, borg dathvarfs og staður öryggis fyrir hina heilögu hins æðsta Guðs —

67 Og adýrð Drottins mun vera þar og ótti við Drottin mun einnig vera þar, þannig að hinir ranglátu munu ekki koma þangað, og hún skal nefnd Síon.

68 Og svo ber við á meðal hinna ranglátu, að hver sá, sem ekki vill grípa til sverðs síns gegn náunga sínum, verður öryggis síns vegna að flýja til Síonar.

69 Og til hennar verður asafnast frá sérhverri þjóð undir himni, og þeir verða eina þjóðin, sem ekki á í stríði við aðra.

70 Og sagt verður á meðal hinna ranglátu: Göngum ekki til orrustu við Síon, því að íbúar Síonar eru ógurlegir, því fáum við ei staðist.

71 Og svo ber við, að hinum réttlátu verður safnað frá öllum þjóðum og þeir koma til Síonar, syngjandi söngva hinnar ævarandi gleði.

72 Og nú segi ég yður, gætið þess að þetta fari ekki út um heiminn fyrr en mér þykir æskilegt, svo að þér fáið lokið þessu verki fyrir augum fólksins og fyrir augum óvina yðar, og þeir viti eigi um verk yðar fyrr en þér hafið lokið því, sem ég hef boðið yður —

73 Svo að þegar þeir fá vitneskju um það, megi þeir íhuga þetta.

74 Því að þegar Drottinn birtist, verður hann þeim aógurlegur, svo að óttinn nái tökum á þeim og þeir standi víðs fjarri og skjálfi.

75 Og allar þjóðir munu skelfast vegna ógnar Drottins og krafts máttar hans. Já, vissulega. Amen.