Ritningar
Kenning og sáttmálar 35


35. Kafli

Opinberun gefin spámanninum Joseph Smith og Sidney Rigdon í eða í grennd við Fayette, New York, 7. desember 1830. Á þessum tíma var spámaðurinn næstum daglega önnum kafinn við þýðingu á Biblíunni. Þýðingin hófst þegar í júní 1830 og bæði Oliver Cowdery og John Whitmer höfðu þjónað sem ritarar. Þar sem þeir höfðu nú verið kallaðir til annarra starfa, var Sidney Rigdon kallaður með guðlegri tilnefningu til þjónustu sem ritari spámannsins við þetta verk (sjá 20. vers). Sem formála að skráningu þessarar opinberunar segir í sögu Josephs Smith: „Í desember kom Sidney Rigdon [frá Ohio] til að gjöra fyrirspurn til Drottins og með honum var Edward Partridge … Stuttu eftir komu þessara tveggja bræðra mælti Drottinn þetta.“

1–2, Hvernig menn geta orðið synir Guðs; 3–7, Sidney Rigdon er kallaður til að skíra og til að veita heilagan anda; 8–12, Tákn og undur eru unnin í trú; 13–16, Þjónar Drottins munu þreskja þjóðirnar með krafti andans; 17–19, Joseph Smith heldur lyklum leyndardómanna; 20–21, Hinir kjörnu munu standast komudag Drottins; 22–27, Ísrael mun frelsast.

1 Hlýðið á rödd aDrottins Guðs yðar, já, bAlfa og Ómega, upphafs og endis, en cfarvegur hans er eilíf hringrás, hinn dsami í dag og í gær og að eilífu.

2 Ég er Jesús Kristur, sonur Guðs, sem akrossfestur var vegna synda heimsins, svo að allir þeir, sem btrúa munu á nafn mitt, megi verða csynir Guðs, já, verða deitt í mér, eins og ég er eeitt í föðurnum, eins og faðirinn er eitt í mér, að við megum verða eitt.

3 Sjá, sannlega, sannlega segi ég við þjón minn Sidney, ég hef litið á þig og verk þín. Ég hef heyrt bænir þínar og búið þig undir stærra verk.

4 Þú ert blessaður, því að þú munt vinna stórvirki. Sjá þú varst sendur, rétt eins og aJóhannes, til að greiða mér veg og bElía, sem koma skyldi, og þú vissir það ekki.

5 Þú skírðir iðrunarskírn með vatni, en þeir ameðtóku ekki heilagan anda —

6 En nú gef ég þér boðorð, að þú askírir með vatni, og þeir munu hljóta bheilagan anda með chandayfirlagningu, rétt eins og hjá postulunum til forna.

7 Og svo ber við, að mikið verk verður unnið í landinu, jafnvel á meðal aÞjóðanna, því að heimska þeirra og viðurstyggð skal afhjúpuð fyrir allra augum.

8 Því að ég er Guð, og armur minn hefur ekki astyst, og ég mun sýna bkraftaverk, ctákn og undur öllum þeim, sem dtrúa á nafn mitt.

9 Og allir, sem biðja þess í mínu nafni og í atrú, skulu bkasta út cdjöflum, þeir skulu dlækna sjúka, gefa blindum sjón, daufum heyrn og dumbum mál, og lömuðum mátt.

10 Og brátt líður að því, að mannanna börnum verða sýnd stórmerki —

11 En aán trúar mun ekkert kunngjört utan beyðing cBabýlonar, hinnar sömu, sem látið hefur allar þjóðir teyga af reiðivíni dólifnaðar síns.

12 Og aenginn gjörir gott nema þeir, sem reiðubúnir eru að meðtaka fyllingu fagnaðarerindis míns, sem ég hef sent þessari kynslóð.

13 Ég kalla þess vegna á hið aveika í heiminum, þá bólærðu og smáðu, til að þreskja þjóðirnar með krafti anda míns —

14 Og armur þeirra skal vera armur minn og ég mun vera askjöldur þeirra og brynja. Og ég mun girða lendar þeirra, og þeir munu berjast vasklega fyrir mig. Og bóvinir þeirra verða undir fótum þeirra og ég mun láta sverðið cfalla þeirra vegna og með deldi réttlátrar reiði minnar mun ég vernda þá.

15 Og hinum afátæku og bhógværu skal boðað fagnaðarerindið og þeir munu clíta fram til komu minnar, því að hún dnálgast —

16 Og þeir munu nema dæmisöguna um afíkjutréð, því að nú þegar er sumarið í nánd.

17 Og með hendi þjóns míns, aJosephs, hef ég sent fram bfyllingu fagnaðarerindis míns, og í veikleika hef ég blessað hann —

18 Og ég hef gefið honum alyklana að leyndardómum þess, sem binnsiglað hefur verið, jafnvel þess, sem verið hefur frá cgrundvöllun heimsins og þess, sem koma skal frá þessum tíma og fram að komu minni, ef hann er trúr í mér. En ef ekki, mun ég setja annan í hans stað.

19 Vak þess vegna yfir honum, svo að trú hans bregðist ekki, og það mun gefið með ahuggaranum, hinum bheilaga anda, sem allt veit.

20 Og boð gef ég þér — að þú askrifir fyrir hann, og ritningarnar verða gefnar, alveg eins og þær eru í mínu eigin brjósti, til hjálpræðis mínum bkjörnu —

21 Því að þeir munu heyra arödd mína og skulu sjá mig, en ekki sofa, og munu bstandast ckomudag minn, því að þeir skulu hreinsaðir verða, já, eins og ég er dhreinn.

22 Og nú segi ég aþér: Ver hjá honum og hann mun ferðast með þér. Yfirgef hann ekki, og þetta mun vissulega uppfyllast.

23 Og aþegar þið eruð ekki við skriftir, sjá, þá mun honum gefið að spá. Og þú skalt boða fagnaðarerindi mitt og vitna til bhinna heilögu spámanna til að sanna orð hans, eins og þau verða honum gefin.

24 aHald öll boðorð og alla sáttmála, sem þú ert bundinn af, og ég mun láta himnana bbifast þér til góðs, og cSatan skal skjálfa og Síon dfagna og blómstra á hæðunum —

25 Og aÍsrael skal bfrelsaður verða þegar mér hentar og þeir skulu leiddir með clyklum þeim, sem ég hef gefið, og á engan hátt framar verða leiddir afvega.

26 Lyftið hjörtum yðar og gleðjist, aendurlausn yðar nálgast.

27 Óttast ei, litla hjörð, aríkið er yðar þar til ég kem. Sjá, ég bkem skjótt. Já, vissulega. Amen.