„Kirtland-musterið vígt,“ Sögur úr Kenningu og sáttmálum (2024)
„Kirtland-musterið vígt,“ Sögur úr Kenningu og sáttmálum
Mars 1836
Kirtland-musterið vígt
Finna anda Drottins í húsi hans
Eftir næstum þriggja ára erfiðisvinnu var Kirtland-musterið loks fullgert. Spámaðurinn Joseph bauð hinum heilögu á sérstaka samkomu til að vígja musterið. Hann myndi flytja sérstaka bæn og gefa Drottni musterið. Það átti eftir að verða heilagt hús Drottins.
Heilagir, 1:235
Árla að morgni samkomunnar fjölmenntu hundruð heilagra í musterið. Þegar öll sætin voru fyllt, stóð fólk í dyragættinni og fyrir utan og horfði inn um gluggana. Allir hlökkuðu til að sjá musterið vígt.
Heilagir, 1:235–36
Joseph las bæn til að vígja musterið. Hann sagði Drottni að hinir heilögu hefðu hlýtt honum. Hann bað Drottin að taka á móti musterinu sem húsi sínu.
Joseph bað þess að allir sem kæmu í musterið myndu finna kraft Drottins og vita að þetta væri hús hans.
Joseph bað þess einnig að hinir heilögu mættu iðrast undireins þegar þeir syndguðu. Hann bað Drottin að gefa þeim kraft til að miðla fagnaðarerindi hans um allan heim. Eftir bænina, söng kór nýjan söng sem heitir „Guðs andi.“ Fólkið var fyllt gleði. Það stóð upp og lofaði Drottin.
Kenning og sáttmálar 109:21–32; Sálmar, nr. 2; Heilagir, 1:237
Þennan dag sáu margir engla í musterinu. Þau sáu bjart ljós koma af himni yfir musterið. Sumir sögðu það hafa litið út eins og ský; aðrir sögðu að það hefði litið út eins og eldur. Þeim fannst öllum musterið vera heilagur staður. Það var sannlega nú hús Drottins.
Heilagir, 1:237