„Vísdómsorðið,“ Sögur úr Kenningu og sáttmálum (2024)
„Vísdómsorðið,“ Sögur úr Kenningu og sáttmálum
Febrúar 1833
Vísdómsorðið
Heilbrigðislögmál Drottins
Joseph Smith bauð nokkrum mönnum í kirkjunni að eiga samfund með sér á efstu hæð verslunar Newels og Ann Whitney. Þar lærðu þeir fagnaðarerindið og annað efni og báðust fyrir sem hópur. Þeir kölluðu þessar samkomur Skóla spámannanna.
Kenning og sáttmálar 88:117–137; Heilagir, 1:166
Margir mannanna reyktu pípur og tuggðu tóbak meðan á kennslunni stóð. Reykurinn mettaði loftið og tóbakið gerði gólfin sóðaleg. Eftir samkomurnar fór Emma Smith upp til að þrífa herbergið. Það var mjög óhreint!
Heilagir, 1:167
Emma skrúbbaði og skrúbbaði gólfin, en tóbaksblettirnir náðust ekki úr. Hún talaði við Joseph um óþrifin.
Heilagir, 1:167
Joseph hlustaði á Emmu. Að hlusta á hana, fékk hann til að velta fyrir sé hvað Drottni fyndist um tóbak.
Heilagir, 1:167
Joseph spurði því Drottin um tóbak. Drottinn sagði Joseph að hann hefði Vísdómsorð fyrir hina heilögu.
Kenning og sáttmálar 89:1–9; Heilagir, 1:167
Drottinn sagði að hinir heilögu ættu ekki að reykja, nota tóbak eða drekka áfengi eða „heita drykki,“ sem merkir kaffi og te.
Kenning og sáttmálar 89:1–9; Heilagir, 1:167
Drottinn kenndi hinum heilögu einnig að hollt væri að neyta kornmetis og ávaxta. Hann sagði líka að þau gætu stundum borðað kjöt.
Kenning og sáttmálar 89:10–17; Heilagir, 1:168
Drottinn sagði Joseph að hinir heilögu sem kysu að hlýða Vísdómsorði hans yrðu verndaðir. Drottinn lofaði að blessa þau með heilsu, þekkingu og styrk. Joseph sagði þeim sem voru í Skóla spámannanna frá Vísdómsorði Drottins.
Kenning og sáttmálar 89:18–21; Heilagir, 1:168
Mennirnir í herberginu fleygðu tóbaki sínu og pípum í eldinn til að sýna að þeir vildu hlýða Vísdómsorði Drottins.
Heilagir, 1:168