Sögur úr ritningunum
Vísdómsorðið


„Vísdómsorðið,“ Sögur úr Kenningu og sáttmálum (2024)

„Vísdómsorðið,“ Sögur úr Kenningu og sáttmálum

Febrúar 1833

Vísdómsorðið

Heilbrigðislögmál Drottins

Fundur í Skóla spámannanna.

Joseph Smith bauð nokkrum mönnum í kirkjunni að eiga samfund með sér á efstu hæð verslunar Newels og Ann Whitney. Þar lærðu þeir fagnaðarerindið og annað efni og báðust fyrir sem hópur. Þeir kölluðu þessar samkomur Skóla spámannanna.

Kenning og sáttmálar 88:117–137; Heilagir, 1:166

Emma Smith þrífur eftir samfundinn.

Margir mannanna reyktu pípur og tuggðu tóbak meðan á kennslunni stóð. Reykurinn mettaði loftið og tóbakið gerði gólfin sóðaleg. Eftir samkomurnar fór Emma Smith upp til að þrífa herbergið. Það var mjög óhreint!

Heilagir, 1:167

Emma talar við Joseph.

Emma skrúbbaði og skrúbbaði gólfin, en tóbaksblettirnir náðust ekki úr. Hún talaði við Joseph um óþrifin.

Heilagir, 1:167

Joseph hlustar á Emmu.

Joseph hlustaði á Emmu. Að hlusta á hana, fékk hann til að velta fyrir sé hvað Drottni fyndist um tóbak.

Heilagir, 1:167

Joseph biður um leiðsögn.

Joseph spurði því Drottin um tóbak. Drottinn sagði Joseph að hann hefði Vísdómsorð fyrir hina heilögu.

Kenning og sáttmálar 89:1–9; Heilagir, 1:167

Joseph og Emma ræða um opinberunina sem hann hefur hlotið.

Drottinn sagði að hinir heilögu ættu ekki að reykja, nota tóbak eða drekka áfengi eða „heita drykki,“ sem merkir kaffi og te.

Kenning og sáttmálar 89:1–9; Heilagir, 1:167

Joseph og Emma deila máltíð með öðrum.

Drottinn kenndi hinum heilögu einnig að hollt væri að neyta kornmetis og ávaxta. Hann sagði líka að þau gætu stundum borðað kjöt.

Kenning og sáttmálar 89:10–17; Heilagir, 1:168

Joseph miðlar Vísdómsorðinu í Skóla spámannanna.

Drottinn sagði Joseph að hinir heilögu sem kysu að hlýða Vísdómsorði hans yrðu verndaðir. Drottinn lofaði að blessa þau með heilsu, þekkingu og styrk. Joseph sagði þeim sem voru í Skóla spámannanna frá Vísdómsorði Drottins.

Kenning og sáttmálar 89:18–21; Heilagir, 1:168

Menn fleygja tóbaki sínu og reykjapípum í eldinn.

Mennirnir í herberginu fleygðu tóbaki sínu og pípum í eldinn til að sýna að þeir vildu hlýða Vísdómsorði Drottins.

Heilagir, 1:168