Sögur úr ritningunum
Opinberun fyrir Emmu


„Opinberun fyrir Emmu,“ Sögur úr Kenningu og sáttmálum (2024)

„Opinberun fyrir Emmu,“ Sögur úr Kenningu og sáttmálum

Júlí 1830

Opinberun fyrir Emmu

Útvalin af Drottni til að vinna verk hans

Joseph veifar Emmu í kveðjuskyni.

Lífið tók afar snöggum breytingum hjá Emmu og Joseph. Drottinn sagði Joseph að hann ætti að hætta að einbeita sér að landbúnaði. Þess í stað ætti Joseph að verja tíma sínum í að kenna fólki um Jesú Krist og hjálpa kirkju Drottins að vaxa.

Kenning og sáttmálar 24:7–9; Heilagir, 1:96

Emma horfir út um gluggann er Joseph fer í burtu.

Emma hafði margar spurningar um þessar breytingar . Hún vissi ekki hvað hún átti að gera meðan Joseph þjónaði Drottni. Myndi hún einnig hjálpa Drottni og kirkju hans?

Heilagir, 1:96

Emma og Joseph brosa.

Drottinn talaði til Emmu í gegnum opinberun sem gefin var Joseph. Hann ávarpaði hana „Emma Smith, dóttir mín.“ Hann sagði Emmu að hann hefði útvalið hana og kallað til að vinna verk sitt. Hún var sérstök kona og hann ætlaði henni að gera stórkostlega hluti.

Kenning og sáttmálar 25:1–3

Emma miðlar fagnaðarerindinu.

Drottinn bað Emmu að ferðast með Joseph. Drottinn sagði að Emma myndi útskýra ritningarnar og kenna meðlimum kirkjunnar. Hann sagði Emmu að hafa sig í fyrirrúmi í lífi sínu og halda sáttmála hans. Hann lofaði Emmu að hún myndi hafa anda hans. Hann vildi að hún lærði, þroskaðist og hlyti blessanir hans.

Kenning og sáttmálar 25:2; 6–10, 15

Emma stjórnar sálmasöng á kirkjusamkomu.

Drottinn sagði Emmu einnig að hann njóti þes að hlýða á börn sín syngja. Hann sagði söngva hans heilögu vera sem bænagjörð til sín. Hann bað Emmu að búa til sálmabók sem hinir heilögu gætu notað til að syngja saman. Emma fann mörg falleg lög um Drottin og fagnaðarerindi hans og setti þau í sálmabók.

Kenning og sáttmálar 25:11–12; Heilagir, 1:221–22

Emma og Joseph veifa til nágranna.

Líf Emmu og Josephs tók stöðugum breytingum, en Emma vissi að Drottinn elskaði hana og hafði tilgang fyrir hana. Hún þjónaði Drottni og fólkinu umhverfis hana. Hún hjálpaði kirkju Jesú að vaxa.

Kenning og sáttmálar 25:13–15; Heilagir, 1:221–23