Sögur úr ritningunum
Mary og Caroline Rollins


„Mary og Caroline Rollins,“ Sögur úr Kenningu og sáttmálum (2024)

„Mary og Caroline Rollins,“ Sögur úr Kenningu og sáttmálum

Nóvember 1830–júlí 1831

Mary og Caroline Rollins

Djúpstæð elska á ritningunum

Mary Rollins hlýðir á trúboða ræða um Mormónsbók.

Mary Rollins var 12 ára þegar trúboðar heimsóttu Kirtland í fyrsta sinn í Ohio. Hún heyrði þá ræða um Mormónsbók. Á þeim tíma var aðeins eitt eintak af bókinni í Kirtland og kirkjuleiðtogi að nafni Isaac Morley átti það.

Mary biður um að fá Mormónsbók lánaða.

Mary fór á heimili bróður Morleys og spurði hvort hún mætti sjá bókina. Bróðir Morley leyfði henni að halda á henni. María spurði hvort hún mætti fara með hana heim.

Mary biður þess að fá Mormónsbók lánaða.

Bróðir Morley vildi ekki gefa Mary eintakið sitt af bókinni. Hann hafði ekki lesið mikið af henni fram til þessa. Mary sárbað bróður Morley um að lána sér bókina.

Mary les Mormónsbók.

Bróðir Morley samþykkti það. Hann sagði að Mary gæti tekið bókina heim, ef hún kæmi með hana snemma daginn eftir. Mary fór með hana eins og um fjársjóð væri að ræða. Hún vakti mest alla nóttina við lestur.

María skilar bókinni til Isaacs Morley.

Þegar Mary skilaði bókinni, kom það bróður Morley á óvart hve mikið hún hafði lesið. „Barn,“ sagði hann, „taktu þessa bók heim og ljúktu við hana. Ég get beðið.“

Mary hittir Joseph Smith.

Mary var fyrsta manneskjan í Kirtland til að lesa alla Mormónsbók. Fljótlega eftir að hún lauk lestrinum, hitti hún spámanninn Joseph Smith. Þegar hann komst að því hversu innilega Mary væri hrifin af Mormónsbók, sagði hann að hún mætti fá eintak bróður Morleys. Hann myndi gefa bróður Morley annað eintak.

María fylgist með prentun Boðorðabókarinnar.

Síðar sama ár, fluttu Mary og fjölskylda hennar til Independence, Missouri. Hún var spennt yfir að fylgjast með því þegar kirkjuleiðtogar tóku að taka saman nýja bók sem kallaðist Boðorðabókin. Í bókinni yrðu margar þeirra opinberana sem Jesús Kristur hafði gefið Joseph Smith.

Kenning og sáttmálar 67; 70:1–4; Saints, 1:178

Reiðir menn eyðileggja prentvélina.

Sumu fólki í Independence líkaði hins vegar ekki við kirkjuna. Þau vildu að hinir heilögu færu. Dag einn brutust reiðir menn inn í bygginguna þar sem verið var að prenta Boðorðabókina. Þeir fleygðu prentvélinni út um gluggann og tvístruðu blaðsíðum Boðorðabókarinnar út á götu.

Heilagir, 1:177–78

Mary og Caroline fela sig bak við girðingu.

Mary og systir hennar, Caroline, fylgdust með handan girðingar. Mary sagði Caroline að hún vildi ná í síðurnar áður en þær eyðilögðust. Caroline var hrædd við reiðu mennina. „Þeir munu drepa okkur,“ sagði hún. Mary og Caroline vissu þó að orð Guðs var á þessum síðum.

Heilagir, 1:178

Mary og Caroline hlaupa í burtu.

Systurnar biðu þar til mennirnir voru ekki að horfa til þeirra. Þær hlupu síðan út á götu og tóku eins margar síður og þær gátu haldið á. Nokkrir menn sáu þær flýta sér í burtu og hrópuðu á þær að stoppa. Mary og Caroline héldu enn þéttar í síðurnar og hlupu út á nálægan kornakur.

Heilagir, 1:178–79

Mary og Caroline í felum á kornakri.

Tveir mannanna eltu systurnar út á kornakurinn. Kornið var svo hátt að Mary og Caroline sáu ekki hvert þær voru að fara. Mary og Caroline fleygðu sér niður og huldu síðurnar undir líkömum sínum. Þær hlustuðu hljóðlega þegar mennirnir tveir gengu gegnum kornið í leit að þeim.

Heilagir, 1:179

Mary og Caroline hlusta á Joseph Smith.

Mennirnir gáfust fljótlega upp. Mary og Caroline voru heilar á húfi. Þær höfðu bjargað síðunum með opinberunum Drottins fyrir Boðorðabókina. Á okkar tíma eru þessar opinberanir í Kenningu og sáttmálum.

Heilagir, 1:179