„Ráðist er á Joseph og Sidney,“ Sögur úr Kenningu og sáttmálum (2024)
„Ráðist er á Joseph og Sidney,“ Sögur úr Kenningu og sáttmálum
Febrúar 1832
Ráðist er á Joseph og Sidney
Reiðir menn reyna að stöðva verk spámanns Guðs
Sumir elskuðu það sem Joseph Smith kenndi um himneskan föður, Jesú Krist og himininn. En öðrum líkaði ekki það sem hann kenndi. Nokkrir þeirra urðu reiðir og vildu stöðva Joseph frá því að kenna.
Kenning og sáttmálar 76; Heilagir, 1:149–50
Kvöld eitt var Joseph seint á fótum við að hjálpa Emmu að annast annan ættleidda tvíburan þeirra. Barnið var mjög veikt.
Heilagir, 1:150
Emma tók barnið og sagði Joseph að hvíla sig. Hann varð að prédika um morguninn. Að lokum sofnuðu bæði Joseph og Emma.
Heilagir, 1:150
Skyndilega opnuðust dyrnar og hópur reiðra manna kom æðandi inn í herbergið. Emma öskraði þegar mennirnir gripu í hendur, fætur og hár Josephs. Þeir drógu hann út úr húsinu.
Heilagir, 1:150–51
Joseph reyndi að losa sig frá mönnunum, en þeir héldu honum þéttingsfast. Joseph sá að mennirnir höfðu einnig dregið vin hans, Sidney Rigdon, út úr heimili hans.
Heilagir, 1:151
Mennirnir rifu burtu föt Josephs og helltu heitri, klístraðri tjöru yfir húð hans og hár. Þeir huldu hann síðan með fjöðrum og hlupu í burtu.
Heilagir, 1:152
Eftir að mennirnir fóru, staulaðist Joseph aftur heim. Emma varð óttaslegin þegar hún sá Joseph. Vinir sem bjuggu í nágrenninu heyrðu hvað hafði gerst og flýttu sér til hjálpar. Emma skrapaði tjöruna af húð Josephs. Það sem eftir lifði nætur, hjálpuðu Emma og vinir hennar við að annast Joseph og Sidney.
Kenning og sáttmálar 25:5; Heilagir, 1:153
Daginn eftir var Joseph enn mjög kvalinn. Hann klæddi sig þó og kenndi hópi fólks um Jesú Krist. Sumir þeirra manna sem réðust á hann hlustuðu á hann kenna. Síðar sama dag skírði Joseph þrjár manneskjur. Hann hélt áfram að vinna verk Drottins, jafnvel þegar fólk reyndi að stöðva hann.
Kenning og sáttmálar 24:8; Heilagir, 1:153