„Vandræði í Missouri,“ Sögur úr Kenningu og sáttmálum (2024)
„Vandræði í Missouri,“ Sögur úr Kenningu og sáttmálum
Júlí 1838–júlí 1833
Vandræði í Missouri
Vera sterk í trú á hættulegum tímum
Margir hinna heilögu komu til að búa í Independence, Missouri. Drottinn vildi að þau byggðu þar borgina Síon. En hinum heilögu og fólkinu sem bjó fyrir í Independence kom ekki saman. Það var ósammála um margt. Sumir íbúar bæjarins voru reiðir og vildu fá hina heilögu í burtu.
Kenning og sáttmálar 57:1–3; Heilagir, 1:171–74
Edward Partridge var biskup í Independence. Hann kom á fund með forsvarsmönnum bæjarins. Þeir sögðu að hinir heilögu yrðu að yfirgefa Independence. Partridge biskup vissi að Guð vildi að hinir heilögu byggðu upp Síon í Independence. Hann sagði hina heilögu ekki geta farið.
Heilagir, 1:176
Reiðir menn hófu að rífa niður hús og byggingar sem hinir heilögu höfðu reist.
Heilagir, 1:177–78, 182
Mennirnir tóku Partridge biskup og annan mann að nafni Charles Allen út af heimilum sínum. Þeir drógu mennina tvo inn í miðbæinn.
Heilagir, 1:179
Partridge biskup sagði: „Ef ég verð að þjást fyrir trú mína, þá er það ekkert meira en aðrir hafa gert fyrir minn tíma.“ Mennirnir þrýstu Partridge biskupi og Charles til jarðar. Þeir settu heita tjöru og fjaðrir yfir líkama þeirra.
Heilagir, 1:179–80
William McLellin, meðlimur kirkjunnar í Independence, heyrði hvað hinir reiðu menn voru að gera. Hann varð hræddur og hljóp inn í skóginn til að fela sig.
Heilagir, 1:182
William velti fyrir sér hvað myndi gerast ef reiðu mennirnir fyndu hann. Myndi hann samt segja að Mormónsbók væri sönn, jafnvel þótt þeir reyndu að drepa hann fyrir það?
Heilagir, 1:182–83
Vinir Williams, Oliver Cowdery og David Whitmer, fundu hann í skóginum. William vissi að Oliver og David tryðu á Mormónsbók. Engill hafði sýnt þeim gulltöflurnar. „Segið mér,“ spurði William þá, „er Mormónsbók sönn?“
Heilagir, 1:183
Oliver og David sögðu William að Mormónsbók væri sönn. Þeir sögðu að jafnvel þótt reiðu mennirnir reyndu að drepa þá, myndu þeir aldrei hætta að miðla fólki vitnisburði sínum. „Ég trúi ykkur,“ sagði William.
Kenning og sáttmálar 17:3–6; Heilagir, 1:183