„Liberty-fangelsið,“ Sögur úr Kenningu og sáttmálum (2024)
„Liberty-fangelsið,“ Sögur úr Kenningu og sáttmálum
Október 1838–mars 1839
Liberty-fangelsið
Leita Drottins þegar erfiðleikar steðja að
Mörgum sem bjuggu í Missouri líkaði ekki við hina heilögu. Ríkisstjórinn sendi hermenn til að reka þá í burtu. Hermennirnir hröktu hina heilögu frá heimilum sínum, stálu eigum úr húsum þeirra og særðu marga þeirra.
Heilagir, 1:355–56, 362, 364
Hermennirnir handtóku spámanninn Joseph Smith og aðra leiðtoga kirkjunnar.
Heilagir, 1:357–58
Joseph spurði hvort hann mætti eiga stund með fjölskyldu sinni í einrúmi. Hermennirnir neituðu því. Þeir fóru með Joseph og hina fangana í burtu.
Heilagir, 1:366
Kvöld eitt hlýddu Joseph og hinir fangarnir á meðan verðirnir hlógu að því illa sem þeir hefðu gert hinum heilögu. Joseph fékk ekki afborið að heyra það lengur. Hann stóð upp og kallaði: „Þögn!“ Hann talaði með krafti Guðs. Verðirnir urðu hræddir. Þeir báðust afsökunar og hættu að tala.
Heilagir, 1:367–68
Seinna voru Joseph og vinir hans settir í fangelsi í bæ sem hét Liberty. Fangelsið var afar kalt, lítið og dimmt. Þeir höfðu aðeins skítugan hálm til að sofa á. Það var aðeins til lítill matur og þeir urðu veikir af honum.
Heilagir, 1:369–70, 374, 384–85
Joseph hugsaði mikið um hina heilögu. Hann elskaði þá. Hann hafði áhyggjur af þeim. Hann gat þó ekkert gert þeim til hjálpar.
Heilagir, 1:385–86
Joseph baðst oft fyrir. Hann spurði Guð hvar hann væri og hvers vegna hann væri ekki að hjálpa hinum heilögu. Hafði Guð gleymt honum og kirkjunni?
Guð bænheyrði Joseph. Hann sagði: „Sonur minn, friður sé með sál þinni.“ Hann sagði Joseph að áskoranir hans yrðu ekki varanlegar og yrðu honum til góðs. Guð minnti Joseph á að Jesús Kristur hefði gengið í gegnum enn erfiðari hluti. Hann lofaði að vera með Joseph „alltaf og að eilífu“.