„Hiram Page og opinberun,“ Sögur úr Kenningu og sáttmálum (2024)
„Hiram Page og opinberun,“ Sögur úr Kenningu og sáttmálum
September 1830
Hiram Page og opinberun
Hinir heilögu læra hvernig Guð leiðir kirkju sína
Hiram Page var vinur Joseph Smith og Olivers Cowdery. Hann var einnig einn af átta vitnum gulltaflanna. Hiram var með stein og trúði því að Guð notaði hann til að færa honum boð eða opinberanir fyrir kirkjuna. Oliver og aðrir heilagir trúðu því að opinberanir Hirams kæmu frá Guði.
Kenning og sáttmálar 28, kaflafyrirsögn; Heilagir, 1:97
Opinberanir Hirams hljómuðu eins og ritningarnar. Þær voru þó öðruvísi en það sem Biblían kennir. Þær voru líka frábrugðnar því sem Drottinn hafði sagt spámanninum Joseph. Joseph var ekki viss hvað hann ætti að gera.
Heilagir, 1:97
Joseph vakti mest alla nóttina og bað Guð um hjálp. Hann hafði áhyggjur af því að gera eitthvað rangt og særa tilfinningar vina sinna.
Heilagir, 1:97
Joseph vildi að fólk leitaði opinberunar fyrir eigið líf. Það hefði þó truflandi áhrif, ef allir reyndu að hljóta opinberanir fyrir alla kirkjuna.
Heilagir, 1:97
Að lokum gaf Drottinn Joseph opinberun til að miðla Oliver. Drottinn sagði að einungis spámaðurinn gæti hlotið opinberun og boðorð fyrir alla kirkjuna. Hann sagði að Oliver ætti að kenna Hiram þetta.
Kenning og sáttmálar 28:2, 6–13
Drottinn vildi að Hiram skildi að hann gæti hlotið opinberun fyrir eigið líf. Opinberun fyrir kirkjuna myndi hins vegar berast spámanni Drottins. Hiram hlustaði á Oliver og iðraðist. Hinir heilögu skildu nú betur hvernig Drottinn leiðir kirkju sína.
Heilagir, 1:98