„Parley biðst fyrirgefningar,“ Sögur úr Kenningu og sáttmálum (2024)
„Parley biðst fyrirgefningar,“ Sögur úr Kenningu og sáttmálum
Janúar–júlí 1837
Parley biðst fyrirgefningar
Vitnisburður vinar eflir trú hans
Þegar tími var kominn fyrir Thankful og Parley Pratt að eignast barnið sitt, fóru þau heim úr trúboði sínu í Kanada. Þau eignuðust heilbrigðan dreng, alveg eins og Drottinn hafði lofað.
Heilagir, 1:270
Því miður lést Thankful nokkrum klukkustundum eftir að barnið fæddist. Parley vissi að hann gæti ekki annast barnið án hennar. Hann bað konu í Kirtland að annast barnið meðan hann færi aftur til Kanada til að ljúka trúboði sínu.
Heilagir, 1:270
Í Kirtland stofnaði Joseph Smith banka til að safna fé fyrir verk Guðs. Hann bað fólk um að leyfa bankanum að nota fé þess, svo aðrir gætu fengið það lánað. En af mörgum ástæðum, átti bankinn ekki næga peninga og þurfti að loka. Aðrir bankar í Bandaríkjunum voru líka í þroti.
Heilagir, 1:260–61, 264–68
Lífið varð hinum heilögu erfitt. Sumir misstu atvinnuna og áttu nú ekki næga peninga til að kaupa sér mat eða föt. Sumir voru reiðir Joseph, jafnvel sumir nánir vinir hans. Þau héldu að Joseph væri ekki sannur spámaður vegna þess að bankinn fór í þrot.
Heilagir, 1:264–68, 272–275
Meðan á þessu stóð, kom Parley heim úr trúboði sínu. Vandamálin í bankanum gerðu Parley líka lífið erfitt. Hann myndi ekki hafa næga peninga til að borga fyrir húsið sitt og ætti því hvergi heima.
Heilagir, 1:270–71
Parley var nú líka reiður Joseph. Hann skrifaði Joseph bréf. Hann sagði Joseph að hann tryði enn á Mormónsbók. Hann sagði þó líka óvingjarnlega hluti um spámanninn. Hann sagði Joseph að það hefði í raun verið rangt að stofna bankann.
Heilagir, 1:271
Síðar komu nokkrir af vinum Parleys frá Kanada til Kirtland. Parley hafði kennt þeim fagnaðarerindið og þau voru glöð að sjá hann aftur.
Heilagir, 1:279–80
Þeir furðuðu sig líka á því að Parley og svo margir aðrir hefðu misst trúna á að Joseph Smith væri spámaður.
Heilagir, 1:279–80
Einn af vinum Parleys frá Kanada var John Taylor. Þegar Parley sá John, sagði hann honum hversu reiður hann væri út í Joseph Smith. Hann sagði John að fylgja Joseph ekki lengur.
Heilagir, 1:280
John minnti Parley á að þegar þeir hefðu verið í Kanada, hefði Parley gefið vitnisburð sinn um að Joseph Smith væri sannur spámaður. „Ég hef nú sama vitnisburð,“ sagði John. „Ef verkið var satt fyrir sex mánuðum, þá er það satt í dag. Hafi Joseph Smith verið spámaður, er hann nú spámaður.“
Heilagir, 1:280
Parley vissi að vinur hans John hafði rétt fyrir sér. Hann var miður sín yfir reiðilegu bréfi sínu til Josephs. Hann vissi að Joseph væri að gera sitt besta til að vinna verk Drottins. Vandamálin með bankann þýddu ekki að Joseph væri ekki sannur spámaður Jesú Krists.
Heilagir, 1:283
Parley fór heim til Josephs. Hann sagði Joseph að hann væri leiður yfir því óvingjarnlega sem hann hefði sagt. Joseph fyrirgaf Parley, bað fyrir honum og blessaði hann. Parley þjónaði í mörgum fleiri trúboðum og sagði fólki um allan heim að Joseph Smith væri spámaður Drottins.
Kenning og sáttmálar 64:7–11; Heilagir, 1:283