„Postularnir þjóna í trúboði á Stóra-Bretlandi,“ Sögur úr Kenningu og sáttmálum (2024)
„Postularnir þjóna í trúboði á Stóra-Bretlandi,“ Sögur úr Kenningu og sáttmálum
Júlí 1838–júlí 1841
Postularnir þjóna í trúboði á Stóra-Bretlandi
Treysta loforðum Drottins
Í opinberun til Josephs Smith, kallaði Drottinn postulana í trúboðsferð yfir hafið til Stóra-Bretlands. Þótt það hefði verið erfitt fyrir Joseph að hafa postulana svona langt í burtu, þá treysti hann Drottni. Það var líka erfitt fyrir postulana að yfirgefa fjölskyldur sínar. Drottinn lofaði samt að blessa þá.
Heber C. Kimball og eiginkona hans, Vilate, áttu ung börn. Þau höfðu eignast barn sem var einungis eins mánaðargamalt. Margir í fjölskyldunni voru mjög veikir.
Heilagir, 1:405
Brigham Young var líka veikur og fjölskylda hans var fátæk. Mary Ann eiginkona Brighams sagði samt við hann: „Farðu og framfylgdu trúboði þínu og Drottinn mun blessa þig.“
Heilagir, 1:404–5.
Brigham lagði af stað, en þegar hann kom að húsi Hebers, var hann orðinn svo máttvana að hann gat ekki gengið. Hann dvaldi hjá fjölskyldu Hebers í nokkra daga.
Heilagir, 1:405
Mary Ann kom og annaðist Brigham þar til hann og Heber höfðu náð sér nægjanlega til að halda af stað. Þeir voru báðir mjög veikburða, en þeir vildu prédika fagnaðarerindið.
Heilagir, 1:405
Heber og Brigham kvöddu eiginkonur sínar og klifruðu upp í vagninn aftanverðan. Þeim leið illa að skilja fjölskyldur sínar eftir svona veikar og fátækar. Þegar vagninn ók í burtu, sagði Heber við Brigham: „Þetta er nokkuð erfitt.“ Hann vildi hjálpa fjölskyldum þeirra að finnast þær hugrakkar. Heber bað vagnstjórann að stöðva.
Heilagir, 1:405–6.
Innan úr húsinu heyrði Vilate hávaða. Hún kom til dyra, þar sem Mary Ann stóð. Þær sáu Heber og Brigham standa aftast í vagninum, veifandi höttum sínum upp í loftið og hrópa: „Húrra! Húrra! Húrra fyrir Ísrael!“ Konurnar svöruðu: „Bless, bless! Guð blessi ykkur!“
Heilagir, 1:406
Eftir langt ferðalag yfir hafið, komu Heber og Brigham til Stóra-Bretlands. Þeir kenndu mörgum, ásamt öðrum postulum, um Jesú Krist og fagnaðarerindi hans. Þúsundir manna létu skírast og gengu í kirkju frelsarans.
Heilagir, 1:408–11.
Margir þeirra sem skírðust á Stóra-Bretlandi fluttu til Nauvoo til að hjálpa við byggingu borgarinnar og musterisins. Drottinn hélt loforð sitt um að annast fjölskyldur Hebers og Brighams meðan þeir þjónuðu honum sem trúboðar.
Heilagir, 1:437–39