Sögur úr ritningunum
Fjölkvæni


„Fjölkvæni,“ Sögur úr Kenningu og sáttmálum (2024)

„Fjölkvæni,“ Sögur úr Kenningu og sáttmálum

1831–1890

Fjölkvæni

Boðorð um stundarsakir

Joseph Smith að læra ritningarnar og hugsa um fjölkvæni.

Þegar spámaðurinn Joseph var að læra í Biblíunni, las hann um spámenn, líkt og Abraham og Móse, sem höfðu verið giftir fleiri en einni konu. Joseph hafði margar spurningar. Hann ákvað því að biðjast fyrir og spyrja Drottin.

Kenning og sáttmálar 132:1; Heilagir, 1:121, 503

Joseph lærir að fólk ætti aðeins að iðka fjölkvæni, ef Guð byði því að gera það.

Drottinn sagði að venjulega ætti karlmaður aðeins að eiga eina eiginkonu. Stundum bauð Drottinn karlmanni að vera giftur fleiri en einni konu. Það var kallað fjölkvæni. Drottinn sagði Joseph að fólk hans ætti aðeins að iðka fjölkvæni, ef hann byði svo.

Jakob 2:27–30; Kenning og sáttmálar 132:34–39; Heilagir, 1:121, 290–91, 489–90, 503

Joseph biðst fyrir vegna boðorðsins.

Mörgum árum síðar sagði Drottinn Joseph og nokkrum öðrum heilögum að iðka fjölkvæni. Það var ekki auðvelt að lifa eftir þessu boðorði.

Heilagir, 1:290–91, 444–46

Meðlimur kirkjunnar stendur frammi fyrir dómara vegna þess að hann iðkar fjölkvæni.

Ríkisstjórnin setti lög gegn fjölkvæni. Sumir hinna heilögu, þar á meðal kirkjuleiðtogar, voru settir í fangelsi.

Heilagir, 2:501–4

Meðlimir kirkjunnar meðtaka boðorðið um að hætta að iðka fjölkvæni.

Árið 1890 sagði Drottinn Wilford Woodruff, forseta kirkjunnar, að karlmenn ættu ekki lengur að giftast fleiri en einni konu. Leiðtogar kirkjunnar miðluðu hinum heilögu þessu boðorði. Það er boðorð Drottins enn þann dag í dag – að karlmaður skuli einungis vera giftur einni konu.

Opinber yfirlýsing 1; Heilagir, 2:598–601, 607–9