Sögur úr ritningunum
Joseph og Sidney læra um himnaríki


„Joseph og Sidney læra um himnaríki,“ Sögur úr Kenningu og sáttmálum (2024)

„Joseph og Sidney læra um himnaríki,“ Sögur úr Kenningu og sáttmálum

Febrúar 1832

Joseph og Sidney læra um himnaríki

Sýn um blessanir Guðs fyrir börn hans

Joseph Smith og Sidney Rigdon við lestur og umræðu um Biblíunna.

Dag einn voru Joseph Smith og Sidney Rigdon að lesa Biblíuna. Þeir lásu um hvað verður um fólk eftir að það deyr. Joseph og Sidney íhuguðu það sem þeir lásu og vildu læra meira.

Kenning og sáttmálar 76:11–18

Joseph og Sidney sjá himneskan föður og Jesú Krist í sýn, umlukta englum.

Drottinn veitti þeim undursamlega sýn. Þeir sáu himneskan föður og Jesú Krist umlukta englum. Þeir heyrðu rödd segja að Jesús væri sonur Guðs. Röddin sagði að Jesús hefði dáið fyrir okkur og síðan risið upp – hann lifnaði við. Vegna þess að hann gerði þetta, verðum við líka reist upp.

Kenning og sáttmálar 76:19–24, 39–43

Joseph og Sidney upplifa jarðneska ríkið í sýn.

Joseph og Sidney lærðu að eftir upprisu okkar myndum við lifa á einum af þremur stöðum á himnum, sem kallast ríki. Fólk sem meðtekur ekki fagnaðarerindi Jesú Krists, mun fara í jarðneska ríkið. Drottinn líkti þessu ríki við ljós stjarnanna.

Kenning og sáttmálar 76:81–86

Joseph og Sidney upplifa yfirjarðneska ríkið í sýn.

Joseph og Sidney lærðu líka um ríki sem kallað var yfirjarðneska ríkið. Þetta ríki er fyrir fólk sem lifir góðu lífi, en fylgir ekki fagnaðarerindi Jesú Krists fyllilega. Það er ekki sterkt í trú sinni á hann. Drottinn líkti þessu ríki við ljós tunglsins.

Kenning og sáttmálar 76:71–80

Joseph og Sidney upplifa himneska ríkið í sýn.

Æðsta ríkið er himneska ríkið. Fólk í þessu ríki gerði sáttmála, eða loforð, við Guð og hélt sáttmála sína. Það iðraðist og fylgdi Jesú Kristi. Það lifir eilíflega hjá himneskum föður og Jesú og verður eins og þeir eru. Drottinn líkti þessu ríki við ljós sólarinnar.

Kenning og sáttmálar 76:50–70

Sidney skrifar um sýnina.

Drottinn sagði Joseph og Sidney að segja ekki frá öllu því sem þeir sáu í sýn sinni. Hann vildi þó að þeir skrifuðu um sumt af því og deildu því með öðrum. Margir meðlimir kirkjunnar voru spenntir yfir að segja fólki frá sýninni.

Kenning og sáttmálar 76:113–119; Heilagir, 1:149–50

Fólk les frásögn af sýninni.

Sumum líkaði ekki sýnin. Hún var öðruvísi en það trúði. Flestir hinna heilögu voru þó þakklátir fyrir vitneskju sína um þessa opinberun. Hún sýndi þeim að himneskur faðir elskar börn sín og sá þeim fyrir leið til að snúa aftur til sín.

Heilagir, 1:149–50