„Jackson-fjölskyldan,“ Sögur úr Kenningu og sáttmálum (2024)
„Jackson-fjölskyldan,“ Sögur úr Kenningu og sáttmálum
Maí–nóvember 1856
Jackson-fjölskyldan
Trúarferð og björgun
Eftir að fyrsti hópur hinna heilögu fór í Saltvatnsdalinn, fóru þangað líka þúsundir annarra heilagra. Þeir ferðuðust langa leið og Drottinn hjálpaði þeim. Ein fjölskyldan sem lagði leið sína þangað var Jackson-fjölskyldan. Þau yfirgáfu heimili sitt í Englandi og voru yfir sig spennt að hjálpa hinum heilögu við uppbyggingu Síonar.
Kenning og sáttmálar 136:1–11; Heilagir, 2:222–23
Jackson-fjölskyldan fór yfir hafið á skipi. Þau tóku síðan lest hluta leiðarinnar til Saltvatnsdalsins. Þau urðu að ganga restina af leiðinni.
Heilagir, 2:222–23
Þau bjuggu til lítinn handvagn til að bera þau matvæli, klæði og annað sem þau vildu taka með sér. Margir hinna heilögu komust heilir á húfi í dalinn eftir þessari leið.
Heilagir, 2:223–26
Elizabeth og Aaron Jackson drógu þungan handvagninn sinn. Börn þeirra, Martha, Mary og Aaron yngri, gengu með. Þetta var erfiðisvinna. Þau vonuðust til að komast í dalinn fyrir veturinn. Þegar haustið kom, áttu þau þó enn langa ferð fyrir höndum. Það var farið að kólna og þau voru að verða uppiskroppa með mat.
Heilagir, 2:223–26, 229, 231–32
Í Saltvatnsdalnum frétti Brigham Young af hinum heilögu sem komu í dalinn. Hann hafði áhyggjur af þeim. Daginn eftir sagði hann öllum frá því að þessir heilögu ættu í vanda. Hann bað þau að fylla vagnana af því sem hinir heilögu þyrftu á að halda. „Farið og sækið þetta fólk,“ sagði hann.
Heilagir, 2:229–30
Konur á fundinum fóru úr hlýjum sokkum og settu þá í vagnana. Aðrir gáfu mat sinn, ábreiður, skó og fatnað. Tveimur dögum síðar fóru meira en 50 menn og 20 vagnar frá dalnum til hjálpar.
Heilagir, 2:230
Þegar Jackson-fjölskyldan hélt göngu sinni áfram, tók að snjóa. Aaron varð mjög veikur. Það var erfitt fyrir hann að ganga. Hinir heilögu þurftu að fara yfir ískalda á og það gerði Aaron enn veikbyggðari. Um kvöldið dó Aaron. Því miður þurfti fjölskylda hans að halda áfram án hans.
Heilagir, 2:232–34
Morguninn eftir var meiri snjór á jörðu. Jackson-hjónin og hinir heilögu ýttu og drógu handvagnana sína í gegnum snjóinn. Þau báðu dag hvern um að Guð myndi hjálpa þeim.
Kenning og sáttmálar 136:29; Heilagir, 2:234–35
Kvöld eitt hafði Elizabeth áhyggjur af börnunum sínum. Þau voru þreytt, hungruð, blaut og köld. Myndu þau komast í Saltvatnsdalinn? Hún sofnaði og dreymdi að hún sæi Aaron. Hann sagði: „Vertu vongóð, Elizabeth.“ Hann sagði henni að hjálpin væri að berast.
Heilagir, 2:235–36
Aaron hafði rétt fyrir sér. Fljótlega komu mennirnir frá Saltvatnsdalnum með vagnana sína. Þeir færðu hinum heilögu mat og klæði. Hinir heilögu fögnuðu, hlógu og föðmuðu mennina. Þeir sungu sálm og þökkuðu himneskum föður fyrir að svara bænum þeirra.
Kenning og sáttmálar 136:28; Heilagir, 2:236
Þegar þeir loksins komu í dalinn var sunnudagur. Brigham Young sagði meðlimum kirkjunnar í Salt Lake City að í stað þess að fara í kirkju, ættu þeir að taka vel á móti hinum heilögu sem hefðu komið. Þeir heilsuðu hinum köldu og þreyttu heilögu og buðu þeim að dvelja á heimilum sínum.
Heilagir, 2:239–40